Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 12
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| fRéttIR | 12 Árið 2003 fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir 600 milljónir til Rússlands. Í fyrra voru útflutnings- verðmætin 18,6 milljarðar króna. Aukningin er 32-föld. Nýsett inn- flutningsbann til landsins er því áhyggjuefni og mikilvægt fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að markaðurinn haldist opinn vegna mikilvægis fyrir ákveðna afurða- flokka. Sinnum 32 Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í lok síðustu viku um innflutnings- bann gagnvart Vesturlöndum, sem tók gildi tafarlaust. Bannið er aug- ljóslega svar þeirra við sífellt hert- um viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja í kjölfar afskipta Rússa í Úkraínu. Bannið er víðtækt, nær til Evrópusambandsríkjanna, Banda- ríkjanna, Kanada, Ástralíu og Nor- egs. Eins og greint hefur verið frá vekur vera Noregs á listanum, en ekki Íslands, sérstaka athygli, enda hefur Noregur sömu stöðu gagnvart Rússlandi. Í nýrri greiningu Íslenska sjávar- klasans taka hagfræðingarnir Bjarki Vigfússon og Haukur Már Gestsson saman helstu atriði þessa máls, sem mun hafa áhrif á íslenska verslun við Rússland með beinum og óbeinum hætti. Fyrst af öllu vekja þeir Bjarki og Haukur Már athygli á því að útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða til Rúss- lands hefur vaxið gríðarlega á und- anförnum árum. Munar þar mest um útflutning á heilfrystum mak- ríl, en jafnframt hefur útflutning- ur á heilfrystum karfa, heilfrystri loðnu, loðnuhrognum og heilfrystri síld stigið jafnt og þétt síðasta ára- tuginn. Makríllinn mikilvægastur Það er makríllinn sem skiptir hér meginmáli. Vöxtur útflutnings til Rússlands skýrist af sölu þessarar uppsjávartegundar. Mikilvægt er að hafa í huga að frysting hefur verið helsta leið framleiðenda uppsjávar- fisks til aukinnar verðmætasköp- unar, í stað mjöl- og lýsisvinnslu. Á síðasta ári skapaði heilfrystur upp- sjávarfiskur útflutningsvirði upp á 38 milljarða, en þar af skilar Rúss- landsmarkaður 14 milljörðum, eða ríflega 37%. Því er ljóst að fram- leiðendur þessara afurða hafa tölu- verðra hagsmuna að gæta af áfram- haldandi viðskiptum milli Íslands og Rússlands. Í greiningunni koma fram þær upplýsingar að talsvert magn af óseldum makríl sé í frystigeymslum hér á landi eftir vertíð sumarsins og að sama skapi sé einhver hluti afla sumarsins geymdur óseldur í frystigeymslum erlendis. Nú þegar rússneskum fyrirtækjum reynist ólöglegt að versla við norsk sjávar- útvegsfyrirtæki er hugsanlegt að íslenski makríllinn seljist hraðar en ella. Til skamms tíma gæti innflutn- ingsbann Rússa því haft góð áhrif á greiðslustöðu íslensku útgerðar- innar. Þó verður að slá þann var- nagla að innflutningur til Rússlands er háður ströngum skilyrðum sem ekki allir makrílframleiðendur hér á landi uppfylla. Þá verður að teljast ólíklegt að bannið muni hafa mikil áhrif á verð á makríl. Laxinn aðalmálið Útflutningur Norðmanna á upp- sjávarfiski, einkum síld, loðnu og makríl, er áþekkur hinum íslenska og mikilvægi hans svipað og fyrir íslensk fyrirtæki í slíkri útgerð. Árið 2013 fluttu norskir framleiðendur út uppsjávarfisk til Rússlands að andvirði 20 millj- arða íslenskra króna. Samtals fluttu norsk fyrirtæki um 300.000 tonn af sjávarafurðum til landsins og útflutningstekjur þeirra námu 120 milljörðum íslenskra króna af þeim viðskiptum. Viðskiptahagsmunir Norðmanna felast fyrst og síðast í verslun til Rússlands með eldislax. Tölurn- ar eru ógnarháar. Rússar keyptu eldislax af Norðmönnum fyrir að jafnvirði 100 milljarða íslenskra króna í fyrra. Þetta opnar hugsan- lega einhverjar dyr fyrir íslensku laxeldisfyrirtækin inn á nýjan markað í Rússlandi, en í greining- unni er það talið ólíklegt. Í greiningunni er jafnframt talið ólíklegt að innflutningsbann- ið hafi mikil áhrif á verð á eldis- laxi, kannski lítið eitt til lækk- unar. Þeir vitna til sérfræðinga sem eru sammála um að Norð- menn muni finna sér aðra kaup- endur lokist Rússlandsmarkaður til lengri tíma. Það er ein aðalniðurstaða grein- ingarinnar að þótt rætt hafi verið um hugsanleg tækifæri íslenskra útflytjenda sjávarafurða af brott- hvarfi Norðmanna af Rússlands- markaði sé ljóst að aðalhagsmunir Íslendinga felist í því að Rúss- landsmarkaður haldist opinn. Þrítugföldun útflutnings á áratug Á aðeins áratug hafa viðskipti með sjávarafurðir á milli Íslendinga og Rússa tugfaldast. Rússneski markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir vex hvað hraðast. Norsk fyrirtæki fluttu 300.000 tonn af sjávarafurðum til Rússlands í fyrra og innflutningsbann því áhyggjuefni þar. ÞAÐ SeM ALLt SnýSt UM Eftir að makrílveiðar hófust og vinnsla til manneldis margfölduðust viðskiptin við Rússa. fRéttablaðið/óskaR BjARKI VIGfúSSon HAUKUR MáR GeStSSon Afurð Verðmæti* Hlutfall Makríll – heilfrystur 8.929 43% síld – fryst 2.818 25% karfi – heilfrystur 2.763 26% loðna – fryst 2.363 27% loðnuhrogn – fryst 1.021 20% Gulllax – heilfrystur 259 24% kolmunni – heilfrystur 102 42% aðrar sjávarafurðir 343 Samtals 18.600 * allar tölur í milljónum króna KAUpA MAKRíL fyRIR níU MILLjARÐA KRónA Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.