Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 10
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| fRéttIR | 10 ÍslAMsKt RÍKI Samtök vígamanna sem vilja þröngva eigin öfgatúlkun trúarinnar upp á múslima, en vekja almennt frekar ótta en aðdáun. Þessi hópur nefndi sig áður Íslamskt ríki í Írak og Sýrlandi, en þar áður kölluðu forverar þeirra sig Al Kaída í Írak. Gegndarlaust ofbeldi þeirra gekk meira að segja fram af Al Kaída, samtökum Osama bin Ladens, sem vildu ekkert hafa með þennan hóp vígamanna að gera. sjÍA-ARAbAR Um 60 prósent íbúa Íraks eru sjíatrú- aðir arabar. Þeir eru því með drjúgan meirihluta í landinu og fara létt með að sigra í kosningum. Núrí al Malíki, sem verið hefur forsætisráðherra í tvö kjörtímbail, er sjía-múslimi. súnnÍ-ARAbAR Um fimmtungur íbúa landsins eru súnní- arabar. Þeir eru í minnihluta og hafa verið hafðir útundan við stjórn landsins undanfarið. Einræðisherrann Saddam Hússein var súnní-arabi en tókst að beygja aðra þjóðernishópa undir sig. KúRDAR Kúrdar eru tæplega fimmtungur lands- manna. Flestir eru þeir súnní-múslim- ar, en meðal þeirra er einnig að finna sjía-múslima. Þeir hafa nokkra sjálfs- stjórn og vilja helst stofna sjálfstætt ríki í norðurhluta landsins. jAsÍDAR Jasídar teljast til Kúrda en aðhyllast trúarbrögð sem eiga rætur í kenningum Zaraþústra en hafa orðið fyrir marg- víslegum áhrifum frá flestum öðrum trúarbrögðum í Mið-Austurlöndum, þar á meðal kristni, íslam og gyðingdómi. AssýRÍUMenn Kristnir menn hafa verið um fimm prósent íbúa Íraks. Flestir eru þeir Assýríumenn, en sumir eru Armenar. Þeir búa víða um landið, en flestir þó í norðurhlutanum og hafa hrakist tugþúsundum saman undan sókn Íslamska ríkisins. túRKMenAR Túrkmenar eru skyldir Tyrkjum. Þeir hafa verið eitthvað innan við tíu pró- sent landsmanna og eru þriðji stærsti þjóðernishópur landsins, næst á eftir Aröbum og Kúrdum. Þeir eru ýmist súnnítrúar eða sjíar. www.volkswagen.is Nú bjóðum við Volkswagen Tiguan Sport & Style drekkhlaðinn af sportbúnaði, á freistandi tilboði sem erfitt er að standast. Komdu og reynsluaktu þessum frábæra bíl. Það kæmi okkur ekki á óvart ef þú vildir taka hann með þér heim eftir rúntinn. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði VW Tiguan. Kominn í sportgírinn. 6.750.000 kr. Tiguan Spo rt & Style D iesel 2.0 TD I á freistandi tilboði: Þú sparar 7 15.000 kr. ÞjóÐfloKKAR oG tRúARhópAR Í ÍRAK ÍRAK sáDI-ARAbÍA ÍRAn sýRlAnD tyRKlAnD KúVeIt bAGDAD KIRKUK MosUl fAllúDjA Efrat Tígris ÍRAK Þúsundir Jasída eru enn innikróaðar í fjöllunum í norðan- verðu Írak. Þeir hafa verið þarna í meira en tíu daga, að mestu matar- og vatnslausir og margir orðnir illa haldnir. Vígasveitir herskárra íslam- ista hröktu þá frá bænum Sind- sjar, sem þeir náðu á sitt vald í byrjun mánaðarins. Tugir þús- unda flúðu frá bænum og margir þeirra hafa nú komist yfir landa- mærin til Sýrlands, en Samein- uðu þjóðirnar segja lífsnauðsyn- legt að útvega þeim sem enn eru á hrakningi aðstoð. Fjölmargir kristnir íbúar Íraks hafa einnig hrakist á flótta undan ofbeldi hinna herskáu íslamista sem nú hafa mánuðum saman haft stóra hluta landsins á sínu valdi. Stjórn Núrís al Malíkis hefur verið kennt að nokkru um ólguna í landinu, sem minnkað hefur mótstöðuna gegn vígasveitum samtakanna Íslamsks ríkis. Mal- íki hefur dregið taum sjía-mús- lima en hunsað að stórum hluta hagsmuni súnnía, Kúrda og ann- arra þjóðernishópa í landinu. Forseti landsins hefur nú ákveðið að fela Haider al Abadi, flokksbróður Malíkis, að mynda ríkisstjórn, en Malíki hefur engan hug á að gefa eftir for- sætisráðherraembættið. Honum hefur samt ekki tekist að afla sér stuðnings annarra á þingi til að mynda nýja ríkisstjórn eftir þingkosningarnar í vor. - gb Jasídar enn innikróaðir Sameinuðu þjóðirnar segja lífsnauðsynlegt að útvega þeim, sem enn eru á hrakningi í fjallshlíðunum hjá bænum Sindsjar, næringu og vatn sem allra fyrst. hRAKnInG- AR Þúsundum flóttamanna hefur tekist að komast yfir landamærin til Sýrlands. NOrdicpHOTOS/AFp núRÍ Al MAlÍKI hefur verið forsætis- ráðherra síðan 2006 og hefur engan áhuga á að gefa eftir embættið, þótt hann njóti ekki stuðnings meirihluta þingsins lengur. Íbúar Íraks eru rúmlega þrjátíu milljónir, en skiptast í ólíka hópa eftir þjóð- ernum og trúarbrögðum. Þeir helstu eru sýndir á kortinu. innbyrðis spenna og átök milli þessara hópa hafa verið viðloðandi og hætta talin á að landið klofni á endanum í tvö eða jafnvel þrjú ríki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.