Fréttablaðið - 13.08.2014, Side 8

Fréttablaðið - 13.08.2014, Side 8
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| fRéttIR | 8 20% afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. Höfuðborgar- svæðið Austurver Domus Medica Eiðistorg Fjörður Hamraborg JL-húsið Kringlan Landsbyggðin Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri Dalvík Hella Hveragerði Hvolsvöllur Keflavík Selfoss Vestmannaeyjar Þorlákshöfn NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI KERFISSTJÓRABRAUT NÝR STARFSVETTVANGUR Á EINU ÁRI! Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Nemendur öðlast víðtækan skilning á uppsetningu netkerfa, viðgerðum og bilana- greiningu á vélbúnaði og uppsetningu stýrikerfa. Námið samanstendur af 3 námskeiðum: - Tölvuviðgerðir - Win 7/8 & Netvork+ - MCSA Netstjórnun Gefinn er 10% afsláttur af öllum pakkanum. þrjú alþjóðleg próf innifalin: „Microsoft Certified Solutions Associate“ Guðni Thorarensen Kerfisstjóri hjá Isavía Helstu upplýsingar: Lengd: 371 stundir Verð: 583.000.- Dagnám Hefst: 26. ágúst 2014 Lýkur: 5. maí 2015 Dagar: þri & fim: 8.30 - 12.30 fös: 13.00 - 17.00 Kvöld- og helgarnám Hefst: 25. ágúst 2014 Lýkur: 5. maí 2015 Dagar: mán & mið: 18 - 22 lau: 8.30 - 12.30 „Ég hafði komið víða við í vinnu. Síðasta starfið fyrir námið hjá NTV var kokkastarf. Eftir Kerfisstjórabrautina fékk ég frábært starf hjá Isavía.“ MenntAMál Eigandi Menntaskól- ans Hraðbrautar segir að fram undan sé brunaútsala á eignum skólans. Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudag vegna skorts á nemendum. Menntaskólinn Hraðbraut tók fyrst til starfa árið 2003 og hefur útskrifað um 500 nemendur. Skól- inn hefur ekki verið starfræktur síðastliðin tvö ár en áformað var að hefja kennslu við skólann á ný næstkomandi fimmtudag. Ekkert verður af þeim áformum vegna skorts á nemendum sem höfðu tök á því að greiða skólagjaldið sem er 890 þúsund krónur fyrir skólaárið. „Það voru 30 nemendur sem ætluðu að hefja nám en svo hefur kvarnast mjög hratt úr þeim hópi. Maður skilur það. Þetta er feiki- lega há upphæð, 890 þúsund krón- ur, í samanburði við að borga lítið sem ekkert í öðrum skólum,“ segir Ólafur Haukur Johnson, eigandi Hraðbrautar. Ólafur segir að búið sé að end- urgreiða flestum nemendum skólagjaldið og þeir verði aðstoð- aðir við að fá inni í öðrum fram- haldsskólum. Ólafur gagnrýnir að hið opin- bera styðji ekki við bakið á Hrað- braut en þjónustusamningi við skólann var sagt upp árið 2012. Hann segir að skólinn útskrifi nemendur með talsvert minni tilkostnaði fyrir hið opinbera en aðrir framhaldsskólar. Tíðindin marki líklega endalok skólans. „Það er ekkert fram undan annað en nánast að halda bruna- útsölu á eignum skólans og snúa sér að einhverju öðru í framtíð- inni. Það er fyrst og fremst dap- urlegt fyrir íslenska framhalds- skóla að svona valkostur skuli ekki vera fyrir hendi vegna þess að ríkið er algjörlega ófært um að bjóða upp á svona valkost,“ segir Ólafur Haukur. - jjk Endalok hjá Hraðbraut Menntaskólinn hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudaginn. Eigandi skólans segir að eigur hans séu komnar á brunaútsölu og hyggst snúa sér að öðru. SKólAStjóRInn Ólafur Haukur Johnson segist ætla að finna sér eitthvað annað að gera en reka Hraðbraut. fréttablaðið/ Stefán DóMSMál Héraðsdómur Norður- lands vestra hefur sýknað karl- mann af ákæru um nauðgun að loknu balli nærri Blönduósi 5. október í fyrra. Taldi dómur- inn ósannað að maðurinn hefði af ásetningi notfært sér ölvun og svefndrunga stúlkunnar sem sak- aði hann um nauðgun. Einn dóm- ari skilaði sératkvæði og vildi sakfella. Stúlkan fór á gistiheimili á Blönduósi fyrir miðnætti. Taldi hún sig vera orðna of drukkna og ætlaði að leggjast til hvílu, áður en þrjár vinkonur hennar, sem voru með henni í för, kæmu upp á herbergið að lokinni skemmtun. Þegar ein af vinkonunum þrem- ur var komin upp í rúm varð hún vör við hljóð sem kom frá rúmi brotaþola. Reis hún á fætur og sá ákærða, reif af honum sængina og rak hann á dyr. Stúlkan sem brotið var á sagði fyrir dómi að hún hefði verið sofandi og dreymt að maðurinn hennar væri kominn. Hún hafi þá fundið fyrir einhverjum atlotum. Hún kvaðst vita það eitt að hún hafi vaknað nakin að neðan með karlmann ofan á sér. Hún hafi ekki boðið honum upp í til sín. Dómari komst að þeirri niður- stöðu að ákærða hafi ekki getað verið ljóst að brotaþoli væri andsnúinn atlotum hans. Því sé ósannað að hann hafi af ásetn- ingi notfært sér ástand konunnar. - ktd,jhh Ekki sannað að maður hafi nýtt sér ölvun konu: Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Það voru 30 nem- endur sem ætluðu að hefja hér nám en svo hefur kvarnast mjög hratt úr þeim hópi. Þetta er feiki- lega há upphæð, 890 þúsund krónur. Ólafur Haukur Johnson, eigandi Hraðbrautar. BlönDUóS AÐ SUMARlAGI Vinkonurnar voru að skemmta sér á blönduósi í október. fréttablaðið/GVa.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.