Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 32
Hin MARTHA ÁRNADÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI DOKKUNNAR hliðin USD 116,13 GBP 194,92 DKK 20,77 EUR 154,9 NOK 18,79 SEK 16,86 CHF 127,58 JPY 1,13 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 100 (^FTSE) 6,632.42 - 0.40 (0.01%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti 11.08.14 Gallarnir vega ekki eins þungt. Þar er fyrst og fremst að nefna óstöðugt efnahagslíf sem gerir það að verkum að við erum á ýmsum sviðum eftirbátar nágrannalandanna – þeirra sem við berum okkur helst saman við. Við komum okkur upp kerfum sem vaxa okkur yfir höfuð og við eigum erfitt með að breyta. Þarna má nefna land- búnað, sjávarútveg, peningakerfið – og að nokkru leyti menntakerfið. Egill Helgason, sjónvarpsmaður. 2.950 MILLJÓNIR Minni velta á fasteignamarkaði Alls 89 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 1. ágúst til og með 7. ágúst 2014. Heildarveltan var þá 2.950 milljónir króna samanborið við 4.337 milljónir í vikunni á undan. Veltan hefur ekki verið minni síðan í síðustu viku janúarmánaðar á þessu ári, sam- kvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Um fátt er meira rætt á Íslandi en krónur, fjölda þeirra, hverjir eiga þær og hverjir engar. Hversu margar krónur eru nógu margar krónur og hvert á að sækja þær krónur sem upp á vantar, hver á að dreifa þeim, láta þá hafa sem engar eiga – og af hverju eiga þeir engar og aðrir svona margar – og svo auðvitað hvaða krónur eru vel og illa fengnar. Þetta er rætt alla daga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðl- um, í kommentakerfum, bloggum og kaffistofum. Huglæg fátækt Aftur á móti fer mjög lítið fyrir almennri umræðu um stöðu annarra verðmæta sem kalla mætti „huglæg verðmæti“. Þá á ég ekki við andleg eða einhvers konar „spiritual“ verð- mæti heldur mun frekar verðmæti sem tengjast getu okkar til að taka ákvarðanir frá degi til dags, hinar fjölmörgu litlu ákvarðanir sem marka kúrsinn í lífi okkar annaðhvort smátt og smátt, svo smátt að við tökum varla eftir því að við stefnum hægt og örugglega að feigðarósi, og svo hinar stóru sem skipta sköpum á örstuttum tíma. En – hvað er svo sem hægt að ræða þetta, engin vísitala, enginn til að krefja úrlausna, ekki einu sinni Seðlabanki til að skamma eða stjórn- málamenn til að gera lítið úr. Ímyndunarafl og sannfæring Í bók sinni Íkarusblekkingin hvetur Mr. Godin okkur til að vera listamenn á okkar eigin forsendum, hætta að máta okkur í starfsheiti, stöður, merki- miða eða aðra ramma sem þegar hafa verið meitlaðir af samfélaginu. Að sjálfsögðu er það ekki einfalt því flestum, þó ekki öllum, finnst erfitt að máta sig í eitthvað sem er ekki til, auðvitað, því það er ekki hægt nema með einbeittu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu, sem er einmitt eiginleiki svo margra sem hafa skilið svo mikið eftir sig. Vertu listamaður Að feta ótroðna slóð krefst heilmikils kjarks og samkvæmt skilgreiningu Mr. Godin verður „listaverk“ að uppfylla þrennt; að það það breyti heiminum örlítið, að það sé gert af heilum hug, sannfæringu og örlæti og að það felist í því áhætta að framkvæma það. Form og rammar hvers tíma eru svo takmarkandi og koma iðulega í veg fyrir fullan blóma hjá alltof mörgum einstaklingum Vertu listamaður í stað þess að vera kokkur, forstjóri, framsóknar- maður, kona og leyfðu lífinu að koma þér á óvart! Save the Children á Íslandi 3,7% AUKNING Aukin sala á mat og drykk Velta í dagvöruverslun hér á landi jókst um 3,7 prósent á föstu verðlagi í júlí miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sala áfengis jókst um 4,9 prósent, fataverslun um 9,1 prósent og velta húsgagnaverslana um 16,3 prósent. Töluverð aukning var í sölu á mat og drykk frá sama mánuði í fyrra eða um 3,7 prósent.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.