Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 2014 | MENNING | 21 GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is í smáralind og glæsibæ Hjólaútsala 30-50% af öllum hjólum Á R N A S Y N IR „Við flytjum eigin tónsmíðar. Þær eru dálítið tregafullar en tiltölu- lega einfaldar. Grípandi laglínur en vafðar spuna. Við erum allir búnir að vera í djassnámi og spinn- um mikið kringum tónsmíðarnar,“ segir Kristinn Smári Kristinsson gítarleikari sem er í tríóinu Minua, ásamt þeim Luca Aaron, sem einn- ig leikur á gítar, og Fabian Will- mann bassaklarinettuleikara. Þeir félagar eru nú á tónleikaferð um landið og koma fram víða. Kristinn er Reykvíkingur. Hann byrjaði að spila á selló fimm ára en skipti yfir í gítarinn um tólf ára aldurinn. Nú er hann nýútskrifað- ur úr tónlistarháskólanum í Basel í Sviss og hyggst færa sig yfir til Bern í enn frekara nám. Kristinn kveðst hafa kynnst þeim Fabian og Luca í Basel og hlakka til að sýna þeim landið sitt. Hægt er að fylgjast með ferðum Minua á Facebook-síðu tríósins sem og heimasíðunni www.minua.net. Grípandi laglínur vafðar spuna Tríóið Minua er á ferð um landið með tónlist sína og kemur fram í fl estum lands- hlutum. Tríóið hóf leikinn í gærkveldi á Akranesi en verður á Patreksfi rði í kvöld. MINUA TRÍÓ Þeir Luca Aaron, Fabian Willmann og Kristinn. MYND/ÚR EINKASAFNI Grátbroslegar vísur Svantes eftir danska skáldið Benny Andersen verða fluttar í Norræna húsinu 14. ágúst klukkan 20.20. Þær fjalla um örlög Svíans Svantes Svend- sen sem bjó í Danmörku frá unga aldri eftir að hann varð viðskila við foreldra sína í ferjunni milli Svíþjóðar og Danmerkur. Kormákur Bragason túlk- ar Svante og leikur á gítar. „Ég kynntist þessu efni fyrst 1976 þegar ég var í lýðháskóla í Kung- älv í Svíþjóð. Mér fannst mús- íkin flott og textarnir frábærir og Svante hefur loðað við mig síðan. Síðar var ég við kennslu í Kung- älv ásamt dönskum götuleikhús- manni. Við settum Svantesviser á fóninn og þá sagði hann: „Nú veit ég hvar þú hefur lært dönsku Kor- mákur.“ Þeir sem spila með Kormáki eru Karl Pétur Smith á slagverk, Einar Sigurðsson á kontrabassa, Helgi Þór Ingason á píanó og Eðvarð Lárusson á gítar. Aðgangs- eyrir er 1.500 krónur og miðar eru seldir við innganginn. - gun Vísur Svantes KORMÁKUR Vísur Svantes hafa loðað við hann síðan 1976. 14. Sjóræningjahúsið Patreksfirði kl. 21.00 15. Menningarhúsið Berg Dalvík 17. Akureyrarkirkja kl. 17.00 18. Sláturhúsið Egilsstöðum kl. 21.00 (Ormsteiti 2014) 19. Tónlistarmiðstöð Austurlands kl. 20.00 20. Pakkhúsið Höfn kl. 21.00 26. KEX Hostel kl. 20.30 ➜ Tónleikastaðir Minua í ágúst Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu finnsk-sænska rithöfundarins og listamannsins Tove Jansson, skapara Múmínálf- anna, mun Forlagið í haust end- urútgefa hina sígildu sögu Hvað gerist þá? Bókin er þýdd af Böðvari Guð- mundssyni og kom síðast út árið 1992. Hún verður mikill happa- fengur fyrir hina fjölmörgu aðdá- endur Múmínálfanna. Sígild saga endurútgefi n MÚMÍNÁLFUR Tove skrifaði ekki aðeins bækur sínar, hún myndskreytti þær líka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.