Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 2014 | LÍFIÐ | 23 ÚTBÚÐU UPPÁHALDS RÉTTINN ÞINN TAKTU girnile ga INSTAG RAM M YND af rét tinum MERKtu MYNDINA #GOTTiMATINNog deildu á FACEBOOK 1. 3. MEÐ HRÁEFNI FRÁ GOTT Í MATINN! Sendu okkur þína girnilegu matarmynd og þú Gætir unnið weber grill! eða glæsilega gjafakörfu Taktu þátt í matarmyndaleik Gott í matinn. Útbúðu þinn uppáhaldsrétt úr ljúffengu hráefni frá Gott í matinn, taktu girnilega Instagram mynd af réttinum og deildu henni með okkur á Facebook. Girnilegasta matarmyndin verður valin úr pottinum og sigurvegarinn hlýtur að launum glæsilegt Weber grill. Sendu okkur þína girnilegu matarmynd #GOTTiMATINN Rapparinn Kanye West segist elska að dekra nýbakaða eigin- konu sína, Kim Kardashian. West segist gefa eiginkonu sinni gjafir daglega þar sem það lífgar upp á daginn hans að sjá hana brosa. Heimildir Hollywoodlife.com segja rapparann gera mikið fyrir Kim en þau eiga saman 13 mánaða gamla dóttur, North. „West fer úr stúdíóinu á miðjum degi til þess eins að fara heim og koma henni á óvart. Fólk heldur að hann sé að gefa henni rándýr- ar gjafir en svo er ekki, stund- um er það bara uppáhaldsísinn hennar.“ West og Kardashian gengu í það heilaga í maí á þessu ári með pompi og prakt á Ítalíu. Elskar að dekra við Kim DEKRUÐ Kanye West gefur Kim Kard- ash ian gjafir daglega. NORDICPHOTOS/GETTY Þeir sem hafa fylgst með Kim Kardashian á samfélagsmiðlum vita að hún er ekki feimin við að birta myndir af sjálfri sér. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að gefa út sjálfsmyndirnar í hnaus- þykkri bók sem kemur til með að innhalda hennar allra bestu sjálfs- myndir. Í lýsingu á bókinni, sem kemur út í apríl 2015, segir að frá því að Kim starfaði sem stílisti í byrjun ferilsins hafi hún núna náð að stað- festa sig sem ein skærasta stjarna Hollywood. Einnig kemur fram í lýsingunni að Kim Kardashian sé nokkurs konar Marylin Monroe okkar tíma og að í gegnum samfélagsmiðla tengi hún við aðdáendur sína dag- lega með því að deila sjálfsmynd- unum sem sýna hvert smáatriði hennar daglega lífs. Doðranturinn kemur til með að verða hvorki meira né minna en 352 blaðsíður af uppáhaldssjálfs- myndum stjörnunnar en bókin mun samt sem áður ekki kosta meira en 20 Bandaríkjadali, eða um 2.300 krónur. - bþ Ætlar að gefa út sjálfsmyndabók Kim Kardashian ætti að vera fl estum kunn en nú hyggst hún gefa út 352 blaðsíðna doðrant sem kemur til með að innihalda hennar bestu sjálfsmyndir. Hugtakið selfie er tiltölulega nýtt af nálinni en hugtakið lýsir ljósmynd sem viðkomandi tekur af sjálfum sér, oftast á snjallsíma, en myndinni er síðan deilt á samfélagsmiðla. HVAÐ ER SELFIE? SELFIE-SJÚK Kim Kardashian er ekki óvön því að taka myndir af sjálfri sér. Leikkonan Emma Stone er í við- ræðum um að taka að sér hlut- verk í verkinu Cabaret á Broad- way. Um er að ræða hlutverk Sally Bowles sem leikkonan Mich elle Williams leikur en Williams skipuleggur nú flutn- inga frá New York til Los Ang- eles til að fara aftur á hvíta tjaldið. Stone ku vera spennt fyrir verkefninu en upphaflega átti hún að taka þátt í því á síðasta ári en þurfti að afþakka sökum anna. Ef af verður stígur Stone á svið á Broadway í janúar á næsta ári. Á leið á Broadway Leikkonan Julia Roberts segist ekki vera neitt sérstaklega metn- aðarfull í vinnunni og að hún hafi aldrei orðið pirruð þegar einhver önnur landaði hlutverki sem hana langaði í. Leikkonan á tvíburasynina Hazel og Phinnaeus, sem eru níu ára, með eiginmanni sínum Danny Moder og hefur einbeitt sér að fjölskyldulífinu undan- farin ár. Til að mynda afþakkaði Roberts aðalhlutverkið í mynd- inni Sleepless in Seattle sem leikkonan Meg Ryan gerði svo ódauðlegt en í staðinn tók hún að sér hlutverk vændiskonunnar í Pretty Woman sem skaut henni upp á stjörnuhimininn. Metnaðarlaus ALDREI PIRRUÐ Julia Roberts segist samgleðjast þeim leikkonum sem eru valdar fram yfir hana í hlutverk. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.