Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 30
 | 6 13. ágúst 2014 | miðvikudagur Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@365.is Viðtalið við Jón Finnbogason er hægt að sjá í þættinum Klinkinu á www.visir.is. JÓN FINNBOGASON „Skuggabankastarfsemi“ ekki mjög lýsandi og frekar neikvætt Skuggabankastarfsemi (e. shadow banking) hefur verið notað til að lýsa fjármögnun utan hefðbund- inna viðskiptabanka. Dæmi um starfsemi af þessu tagi er eigna- tryggð fjármögnun eins og þegar skuldabréf tryggð með sérgreind- um greiðslum eða eignum og eru notuð til að fjármagna stórar fram- kvæmdir. Þessi leið var til dæmis farin við byggingu Hvalfjarðar- ganga á sínum tíma en þá voru skuldabréfi n tryggð með fargjaldi þeirra sem keyrðu í gegnum göng- in. Skuggabankastarfsemi hefur verið að sækja í sig veðrið á síðustu árum og eignatryggð fjármögn- un nýtur vaxandi vinsælda sem aðferð við að fjármagna t.d. stór fasteignaverkefni. Jón Finnboga- son, forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf. sem er eitt stærsta stjóðsstýringarfyrirtæki lands- ins, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins þar sem hann ræðir m.a. um skuggabankastarfsemi. Jón er lögfræðingur og hefur starfað á fjármálamarkaði frá 1998. Hann var áður hjá Kaupþingi, síðar for- stjóri Byrs eftir bankahrunið og í framkvæmdastjórn Íslandsbanka, svo eitthvað sé nefnt. Hvað er skuggabankastarfsemi? „Þetta er tiltölulega neikvætt orð. Maður fer strax í baklás og þetta hefur yfir sér ákveðna neikvæðni. Hins vegar er orðið sem slíkt tiltölulega nýtt í umræðunni, þ.e. að menn noti hugtakið skuggabankastarfsemi sem samheiti yfir starfsemi sem felur í sér fjármögnun utan hefðbundinna við- skiptabanka. Það eitt og sér er ekkert neikvætt, að fjármagna utan viðskipta- bankakerfisins og menn hafa stundað þá aðferðafræði, eins og verðbréfun og eignatryggða fjármögnun (e. asset backed financing) í mjög langan tíma.“ Hvers vegna dró úr þessari starfsemi bankanna og hvers vegna hefur hún aukist á ný? „Í kjölfar falls bankanna voru allir að endurmeta stöðuna og voru lítið að fara í nýfjárfestingar. Kannski voru menn líka að kortleggja hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar áður en menn fóru aftur af stað.“ Hvers vegna var svona lítið um eignatryggða fjármögnun á síðustu árum? „Þetta eru ekki mörg verkefni sem falla undir þau skilyrði að teljast mjög stór og greiðsluflæðið mjög fyrirsjáan- legt. Þá er hugsanlegt að fyrirtæki hafi fengið betri kjör í dag en þau fengu áður innan bankakerfisins. Til lengri tíma litið þá tel ég að aðferðafræði verðbréfunar muni halda áfram að vera til og vaxa.“ Um miðjan desember á síðasta ári stefndi í dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), benti þá á að fataverslun hafði dregist töluvert saman. Hann sagði mikilvægt að stjórnvöld sköpuðu hér samkeppnishæf skilyrði og næðu viðskiptunum heim. Í viðtali í fréttum RÚV nefndi hann þrjár ástæður fyrir samdrættinum; háa tolla, verslunarferðir Íslendinga til útlanda og aukna netverslun við útlönd. Ekki voru allir verslunareigendur sáttir við þessar útskýringar. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður í Sports Direct, skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann tengdi samdráttinn við þá skoðun sína að íslensk verslun sé óhag- kvæm. Hún hefur að hans mati offjárfest í verslunarhúsnæði og keypt vörur inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið. Því hafi hún ekki brugðist við breyttum tímum og náð að lækka verð. Það er auðvitað hárrétt að fjölmargar íslenskar versl- anir þurfa að nýta betur öll möguleg úrræði til að lækka vöruverð. Þeir sem eru ósammála því hafa aldrei þurft að kaupa hér barnavörur í stórum stíl eða varahluti í bíla. Dæmin eru fleiri en þetta á auðvitað ekki við um allar verslanir. Einnig er það rétt að ekki má horfa fram hjá mikilvægi hagstæðs tollaumhverfis. En það er mikilvægt að kaupmenn velji réttu leiðirnar í baráttunni við aukna samkeppni frá netverslunum eins og AliExpress og verslunarferðum til London. Þá gengur ekki að grípa einungis til þess ráðs að biðja íslenska neytendur vinsamlegast um að „styðja íslenska verslun“ í von um að ná þannig viðskiptum með vissar vörur heim. Auglýsingar sem byggjast á því einu eru líklegri til að minna okkur á það þegar við kaupum klósettrúllur og kíló af lakkrís á upp- sprengdu verði af litlum frændum og frænkum sem eru að safna fyrir skíðaferðum til Akureyrar eða jólakort af Barnaspítala Hringsins. Sumir verslunareigendur í Kringlunni, stærstu versl- unarmiðstöð Reykjavíkur, hafa límt rauða hjartalaga límmiða á glugga sína þar sem viðskiptavinum er þakk- aður stuðningurinn. Erlendir ferðamenn sem eru vanir viðskiptum þar sem eigendur verslana og neytendur styðja hvorir aðra hljóta að reka upp stór augu þegar þeir sjá límmiðana og slá textann inn á Google Trans- late. Þeir hljóta að undra sig á því af hverju dýrmætt gluggapláss er notað í annað en að auglýsa hagstætt verð og góðar vörur. Takk fyrir stuðninginn En það er mikil- vægt að kaupmenn velji réttu leiðirnar í baráttunni við aukna samkeppni frá netverslunum eins og AliExpress... Markaðshornið Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is Inspiral.ly MURE Authenteq ViralTrade Boon Music /S ÍA – 1 4 - H V ÍT A A H Ú S IÐ /S 1 6 5 4 Startup Reykjavík verkefnið er í fullum gangi. Tíu sprotafyrirtæki þróa hug- myndir sínar með aðstoð frá Arion banka og Klak-Innovit. Fylgstu með á www.startupreykjavik.com og á Facebook.com/StartupReykjavik. SPENNANDI HUGMYNDIR VERÐA AÐ VERULEIKA Starfsmenn Isavia í sumar eru alls 1.135 sem er 6,5 prósenta aukning frá því í fyrra og met hjá fyrir- tækinu. Að jafnaði starfa um 884 starfs- menn í 791 stöðugildi hjá fyrirtæk- inu utan háannatíma, samkvæmt tilkynningu Isavia. Þar segir að met hafi einnig verið slegið í júlí- mánuði á íslenska fl ugstjórnar- svæðinu. 14.548 fl ugvélum var þá fl ogið í gegnum fl ugstjórnarsvæði Íslands og mest 612 á einum sólar- hring. Það er mesta umferð sem sést hefur að undanskildum maí- mánuði 2010. - skó Isavia sér mörg met slegin: Metfjöldi hjá Isavia í sumar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.