Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 13. ágúst 2014 | 18. tölublað | 10. árgangur Eyddu 15% meira í útlöndum Heildarveltuaukning Visa-kreditkorta í júlí var 5,7 prósent miðað við júlí í fyrra. Innanlands var aukningin 4,1 prósent hjá korthöfum en 15,3 pró- sent í útlöndum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor. Aukning í áfengisverslunum var 4,3 prósent. Þá minnkaði velta Visa-kreditkorta í kaupum á elds- neyti. Veltan í matvöru- og stórverslunum jókst um hálft prósent. Töluverð aukning varð í ferðum Íslendinga til út- landa en bæði Icelandair og WOW air settu met í fjölda farþega í júlí. - skó Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500 V I Ð KO M U M V Í ÐA V I Ð ! Leggja sæstrenginn „Faster“ Google mun ásamt fimm öðrum fyrirtækjum leggja sæstreng yfir Kyrrahafið frá Bandaríkj- unum til Japans. Strengurinn er hraðvirkari en þekkist í dag og verður kerfið kallað „FASTER“, en flutningsgeta þess verður um 60 terabitar á sekúndu. Kostnaður við lagningu strengsins er talinn vera um 300 milljónir dollara, en það samsvarar tæpum 35 milljörðum króna. Fram- kvæmdir eiga að hefjast fljótlega og er vonast til að mögulegt verði að taka strenginn í notkun á fyrri helmingi ársins 2016. - skó Hafa veitt rúm 8.000 tonn Strandveiðum á svæði A, sem nær frá Arnarstapa að Súðavík, lauk í gær. Þar stunduðu 239 bátar veiðar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, segir aflann á svæðinu hafa verið góðan. Heildarafli strandveiðibátanna stendur nú í 8.087 tonnum. „Þar af skiluðu veiðar á þorski yfir 7.180 tonnum og ufsa 718 tonnum,“ segir Örn. Hann bendir á að enn séu 125 tonn óveidd á svæði A enda hafi slæmt veður haft áhrif á veiðar sum- arsins. „Sjómenn á svæðinu telja því að bæta þurfi við degi svo allur aflinn náist.“ Í dag er síðasti veiðidagur á svæði B, frá Norð- firði til Grenivíkur, og svæði C, frá Húsavík til Djúpavogs. - hg ➜ Enn vantar talsvert upp á fjárfestingu í nýsköpun að mati Salóme Guðmunds- dóttur, framkvæmdastjóra Klak Innovit. ➜ Salóme segir viðskipta- hraðla eins og Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík árangurs- ríkustu verkefnin. ➜ Tók við stjórnartaumunum í mars síðastliðnum eftir um fi mm ára starf hjá Háskól- anum í Reykjavík. SÍÐA 4 VILJA AUKA TENGSL FRUMKVÖÐLA & FJÁRFESTA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.