Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 4
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| fRéttIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is sVonA eRUM VIÐ SPARAÐUVASKINN Fram til 31. ágúst gefum við afslátt sem nemur virðisaukaskattinum af öllum okkar eldhúslínum. Kvik Reykjavík: Suðurlandsbraut 16. Sími 5880500 Allir eiga að geta eignast flott eldhús 125 súluungar voru skráðir í veiðiskýrslur árið 2012. Árið 2001 voru þeir 1.196 talsins. sAMfélAGsMál „Það er eins og innflytjendur eigi ekki að fá að tjá skoðun sína á málefnum sínum,“ segir Anna Kristinsdóttir, mann- réttindastjóri Reykjavíkurborgar. Í gær kynnti mannréttindaráð Reykjavíkur greiningu á haturs- orðræðu sem Bjarney Friðriks- dóttir, doktorsnemi í Evrópuráð- gjöf, vann fyrir ráðið. Þar kemur fram að Íslendingar bregðast harð- ar við ef innflytjandi hefur sig í frammi um málefni innflytjenda en þegar íslenskur talsmaður gerir það. Samkvæmt greiningunni ber talsvert á ummælum sem ein- kennast af kynþáttafordómum í umræðunum á íslenskum frétta- netmiðlum. Algengast er að slík ummæli séu sett fram í garð múslima. Skemmst er að minn- ast morðhótunar sem Salmann Tamimi kærði, fyrrverandi for- maður Félags múslima á Íslandi, en sá ósómi leit dagsins ljós í umræðunni um byggingu mosku í Reykjavík. Einnig eru algeng ummæli sem einkennast af þjóð- ernishyggju og ný-rasisma, sam- kvæmt greiningunni. Bjarney hafði úr nægu að moða því hún las tæp fimmtán þúsund ummæli og var aðeins fjórðungur þeirra skrifaður af konum. Reykjavík er nú í aðlögunarferli til að fylla flokk Evrópuráðsins yfir alþjóðlegar borgir eða Inter- cultural city eins og verkefni ráðs- ins er kallað. Alls eru sextíu borg- ir á þeim lista og svo Reykjavík komist á hann verður hún meðal annars að standast úttekt sem eft- irlitsmenn ráðsins munu gera og eru þeir væntanlegir á haustmán- uðum. Þeir munu kanna hvernig borgin sinnir innflytjendum. Efnisflokkarnir sem skoðaðir voru í greiningunni voru flótta- fólk, fólk af erlendum uppruna eða innflytjendur, bygging mosku í Reykjavík, jafnrétti kynjanna, femínismi, kynferðislegt ofbeldi og hinsegin fólk. jse@frettabladid.is Harðar brugðist við orðum innflytjenda Mannréttindastjóri undrast ekki að innflytjendur veigri sér við að blanda sér í umræðuna um innflytjendamál. Greining á hatursorðræðu leiðir í ljós að hart er brugðist við orðum þeirra. Algengast að fordómafull ummæli falli í garð múslima. fRá bænAstUnD MúslIMA Svo virðist sem innflytjendur eigi ekki að fá að tjá skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. fRéttABLAðIð/VILHELm Jákvætt l Upplýst fólk tekur jafnan til varna fyrir minnihlutahópa þegar fordómafull ummæli eru sett fram. l Reykjavík er í tilraunaverkefni með Intercultural city og því munu eftirlitsmenn frá Evrópuráðinu gera úttekt á því á haustmánuðum hvernig borgin þjónar innflytjendum. neikvætt l fólki af erlendum uppruna virðist ekki eiga að líðast að hafa gagn- rýna rödd í samfélaginu. l fordómafull ummæli, sem rætur eiga að rekja til staðalímynda, eru algeng, einkum gegn múslimum. l Þeir sem láta slík ummæli falla virðast ekki þekkja takmörk tjáningarfrelsisins. l Nokkrir halda úti vefsíðum þar sem haturs- og hræðsluáróðri er beint gegn múslimum, óspart notað í um- ræðunni um byggingu mosku. GReInInG á hAtURsoRÐRæÐU spánn, Ap Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur komist að þeirri niðurstöðu að sið- ferðilega réttmætt sé að nota lyf, sem enn eru á tilraunastigi, á sjúklinga sem smitast hafa af ebóluveirunni. Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum, sem hugsanlega gætu hjálpað ebólu- smituðum. Spánverjinn lést í gær en Banda- ríkjamennirnir tveir eru sagðir vera á batavegi. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið, þrátt fyrir að veiran hafi á þessu ári lagt meira en þúsund manns að velli í fjórum Afríku- ríkjum: Gíneu, Síerra Leóne, Líberíu og Nígeríu. „Ef til eru lyf sem gætu bjargað manns- lífum, eins og tilraunir á dýrum benda til, eigum við þá ekki að nota þau til þess að bjarga mannslífum?“ spyr Marie-Paule Kieny, aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunar- innar. Hins vegar tók hún fram að ekki mætti vekja falskar vonir um að fundin væri örugg leið til þess að lækna ebólu: „Það er alls ekki svo,“ sagði hún á blaðamannafundi á Spáni í gær. Sumir sérfræðingar telja engan veginn ljóst að þróun nýrra lyfja eða bóluefna sé komin það langt að þau geti skipt sköpum í baráttunni við ebólu. - gb Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir réttmætt að nota tilraunalyf gegn ebólu: Meira en þúsund manns hafa látið lífið bARIst VIÐ ebólUnA Heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsi í Síerra Leóne skoðar ebólusmitaða sjúk- linga. fRéttABLAðIð/AP stJóRnsýslA Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill taka skýrt fram að Framkvæmda- sjóður ferðamannastaða er innan fjárheimilda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef ráðu- neytisins. Í tilkynningunni segir að nýút- komin skýrsla um fjárreiður rík- issjóðs taki ekki tillit til aukafjár- veitingar sem ríkistjórnin veitti, um 380 milljóna króna, auk tæp- lega 200 milljóna sem sjóðurinn átti ósnertar frá fyrra ári. - sa Ráðuneytið svarar fyrir sig: Telur sjóðinn innan heimilda Soffía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá hæGt KólnAnDI Í dag verður yfirleitt hæg N-átt eða hafgola. Í nótt snýst vindur í suðvestlægar áttir en áfram verður hægviðri að mestu. Á föstudag hvessir heldur er líður á daginn, fyrst NV-til. Áfram hlýjast S- og SV-til en kólnar lítillega í veðri. 8° 3 m/s 10° 6 m/s 14° 2 m/s 12° 7 m/s Hæg SV-átt austantil en 7-13 m/s V-til. Hæg breytileg átt í fyrstu, hvessir síðdegis. Gildistími korta er um hádegi 26° 33° 20° 21° 20° 22° 18° 22° 22° 27° 22° 30° 32° 36° 22° 24° 21° 20° 11° 3 m/s 12° 9 m/s 9° 5 m/s 9° 6 m/s 8° 4 m/s 9° 5 m/s 6° 6 m/s 14° 11° 10° 8° 12° 11° 13° 12° 13° 10° Alicante Aþena Basel Berlín Billund frankfurt friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London mallorca New York Orlando Ósló París San francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN peKInG, Afp Oft verður hitinn nær óbærilegur í Peking í Kína yfir sum- arið og fer stundum upp í fjörutíu gráður. Undanfarin ár hafa hitabylgjur gengið reglulega yfir borgina og önnur héröð landsins, með þeim afleiðingum að fólk lætur lífið eða þarf að leggjast inn á spítala vegna hitans. Þetta sumarið er engin undantekning í Peking en hitinn hefur farið allt upp í 37 stig. Peking er eins og gufuklefi og hefur fólki verið ráðlagt að halda sig innan- dyra. Þeir sem þurfa að mæta í vinnu reyna að kæla sig niður eins og öryggis vörðurinn á myndinni sem stendur í loftkældu glerbúri. - ebg Hitinn getur náð fjörutíu gráðum í hitabylgjum í Kína: Óbærilegur hiti í Peking Í GleRbúRI Í stað þess að standa í sólinni eða í heitri kompu stendur öryggisvörður í Peking í loftkældu glerbúri vegna þess mikla hita sem er í Kína þessa dagana. NORdIcPHOtOS/AfP MAnnRéttInDAMál Ríflega þús- und Íslendingar hafa ákveðið að sýna stuðning í verki við mann- réttindar- og frelsisbaráttu Pal- estínumanna og kaupa ekki ísra- elskar vörur. Á Facebook-síðu hópsins, Við kaupum ekki vörur frá Ísrael, er safnað saman upplýsingum um vörur frá Ísrael sem seldar eru á Íslandi, hvar þær fást, sem og upplýsingum um alþjóðleg fyrir- tæki sem styðja aðgerðir Ísraels- manna. - ebg Þúsund sýna stuðning í verki: Sniðganga vörur frá Ísrael

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.