Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 2
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| fRéttIR | 2 MenntUn Færri nemendur munu setjast á skólabekk í menntaskól- um landsins en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir þegar fjárlaga- frumvarpið var samþykkt í októ- ber í fyrra. Svigrúmið sem verð- ur til við þessa fækkun nemenda verður nýtt til að bæta rekstrar- forsendur skólanna. Fjárframlög til menntastofnana verða því ekki skert sem nemur fækkun nem- enda. Einnig mun ráðuneytið óska eftir 400 milljónum króna á fjár- aukalögum. Samkvæmt upplýsingum úr menntamálaráðuneytinu er verið að safna saman tölum um fjölda nemenda við menntaskóla lands- ins og endanlegur fjöldi nemenda verður ekki ljós fyrr en í fyrstu viku september. Hins vegar sé ljóst að fækkun nemenda verði töluverð en það mun ekki koma niður á fjárframlagi til skólanna. Jón Már Héðinsson, skóla- meistari Menntaskólans á Akur- eyri, fagnar því að ekki verði skert fjárframlög til skólanna og segir að þarna sé ákveðin við- urkenning á því að sumir skólar séu komnir niður fyrir rekstr- arhæfar forsendur sem þurfi að lagfæra. „MA og MR til dæmis, skólar sem eru eingöngu með bóknám, eru með mjög lágan kostnað á hvern nemanda og það er almennt orðið viðurkennt að bóknámsskólar geti ekki lengur skilað hverjum ársnemanda fyrir svo lága upphæð.“ Í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um ársáætlanir ríkisstofnana fyrir árið 2014 kemur fram að nokkur fjöldi menntaskóla lands- ins muni eiga í erfiðleikum með að standast áætlanir. Alls eru 12 menntaskólar tilgreindir í skýrsl- unni sem munu eiga í erfiðleikum með að halda sér innan fjárheim- ilda ef ekkert verður aðhafst. Í skýrslunni kemur einnig fram að menntamálaráðuneytið áformi að óska eftir 400 millj- óna króna viðbótarframlagi á fjáraukalögum til að stemma stigu við þess- ari þróun. Jón Már telur þann stakk sem sé sniðinn bóknáms- skólum of þröng- an og skoða verði stöðu þeirra sér- staklega. „Það hefur staðið til að leiðrétta þetta. Við höfum fundað um málefnið, skóla- meistarar bóknáms- skólanna, og einnig með ráðherra og það er ákveðinn skilningur í ráðu- neytinu á okkar málum.“ segir Jón Már. sveinn@frettabladid.is MA og MR til dæmis, skólar sem eru eingöngu með bók- nám, eru með mjög lágan kostnað Jón Már Héðinsson, skólameistari MA. SpURnInG DAGSInS Gunnar, eruð þið að verða óttalegt Bakk-pakk? „Heyrðu,þaðgengurallavegasvo velaðviðerumkominmeðvisst bakk-flæði.“ Gunnar Hansson er handritshöfundur og vinnur nú við tökur ásamt fríðu kvikmynda- tökuliði að myndinni Bakk. fólK Íslensku eineggja þríbur- arnir sem fæddust í Kaupmanna- höfn aðfaranótt sunnudags dafna vel. „Þetta gengur rosalega vel hjá þeim. Þau reikna með að þurfa að vera kannski mánuði inni á sjúkrahúsinu á meðan þeir eru þetta litlir,“ segir amma drengj- anna, Brynja Siguróladóttir, aðspurð. Hún ætlar að fljúga til Dan- merkur til að sjá barnabörnin í næstu viku og hlakkar mikið til. „Þetta er bara yndislegt krafta- verk, það er ekki hægt að segja annað.“ Danskir fjölmiðlar hafa sýnt fæðingunni áhuga og ein sjón- varpsstöð hefur þegar óskað eftir viðtali við foreldrana á sjúkra- húsinu. Foreldrarnir voru ekki tilbúnir í það í gær, enda er móð- irin, Karin Kristensen, enn að jafna sig. Sonur Brynju og faðir þríbur- anna, Jóhann Helgi Heiðdal, lauk meistaranámi í Danmörku fyrir tveimur árum og hefur búið í Kaupmannahöfn síðan. Systir hans er einnig búsett í borginni og á einmitt von á barni 26. ágúst. „Ég ætlaði að vera mætt á svæðið þegar þau kæmu öll en ég vona að ég verði komin í tæka tíð í þetta sinn,“ segir amman lukkulega. En þarf hún ekki að flytja út til Danmerkur til að passa öll þessi börn? „Jú, ég held það. Ég verð alla vega þrjár vikur núna og svo sjáum við til hvernig allt fer.“ -fb Eineggja þríburarnir sem fæddust í Kaupmannahöfn aðfaranótt sunnudags eru við góða heilsu: Amma heimsækir þríburana í næstu viku KoM í heIMInn Einn þríburanna sem komu í heiminn aðfaranótt sunnudags. Mynd/Úr Einkasafni Menntaskólanemar færri en áætlað var Færri nemendur innritast í framhaldsskóla en forsendur fjárlaga ráðgerðu. Ráðu- neytið mun óska eftir 400 milljónum króna í fjáraukalögum til að styrkja rekstur framhaldsskóla. „Komnir niður fyrir rekstrarhæfar forsendur,“ segir skólameistari. MenntASKólInn á AKUReyRI fækkun nemenda mun ekki hafa áhrif á rekstrar- grundvöll skólanna og 400 milljónum mun verða bætt í reksturinn. fréttaBlaðið/kristján VIÐSKIptI Þrýstingur er á EES-ríkin af hálfu Evrópusambandsins að inn- leiða tilskipun um innistæðutrygg- ingar í bönkum þar sem sparifjár- eigendur njóta verndar að lágmarki 100 þúsund evra, jafnvirði 16 millj- óna króna, fari banki á hliðina. Á sameiginlegum fundi efnahags- og viðskiptanefndar og utanríkismála- nefndar í dag var farið yfir nýja til- skipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar en þar segir: „Aðildarríki skulu sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra inn- stæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur ef inn- stæðurnar verða ótiltækar.“ Þetta þýðir að hver innistæðu- eigandi geti að lágmarki fengið 16 milljónir króna greiddar úr inni- stæðutryggingarsjóði sem stjórn- völd þurfa að setja á laggirnar. Íslenska ríkið er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að innleiða þessa tilskipun í íslenska löggjöf þar sem hún snýr að fjár- málaþjónustu sem fellur undir samninginn. Þrýstingur er af hálfu ESB á að EES-ríkin lögfesti tilskip- unina að aðalefni sínu. Frosti Sig- urjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur miklar efa- semdir um réttmæti þess. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 pró- sent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarn- ir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ segir Frosti.  -þþ Leggst gegn því að tilskipun ESB um innistæðutryggingar verði lögfest: Vilja sextán milljóna tryggingu á þInGfUnDI frosti sigurjónsson leggst gegn því að innistæðutryggingin verði færð í lög. fréttaBlaðið/PjEtur löGReGlUMál Lögreglan á Akur- eyri hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot karlmanns á sjötugsaldri gagnvart dreng rétt innan við tvítugt. Að sögn Gunnars Jóhannssonar, yfir- manns rannsóknardeildar, var brotið kært í júní síðastliðnum og á að hafa átt sér stað á Húsa- vík. Hvorugur mannanna er þó búsettur þar. Mbl.is greindi fyrst frá. Gunnar vill lítið gefa upp um málið til viðbótar en segir að rannsókn gangi vel og að málið verði líklega sent Rík- issaksóknara með haustinu. -bá Rannsaka brot gegn unglingi: Kynferðisbrot á Húsavík kært MótMælenDUR hAnDteKnIR Myndin er tekin sumarið 2013, stuttu eftir að Mohammed Morsi forseta hafði verið steypt af stóli. fréttaBlaðið/aP eGyptAlAnD, Ap Fjöldamorðin á mótmælendum í Egyptalandi á síðasta ári eru ein þau verstu í sögunni og jafnast á við morðin á mótmælend- um á Tiananmen-torgi í Peking árið 1989. Þetta fullyrða mannréttindasamtökin Human Rights Watch, sem hafa sent frá sér harðorða skýrslu um atburðina í Kaíró sumarið 2013. Í skýrslunni eru egypsk stjórnvöld sökuð um glæpi gegn mannkyni. Sameinuðu þjóðirnar eru hvattar til þess að hefja rannsókn á fjölda- morðunum, þar sem athyglinni verði einkum beint að Abdel Fattah el Sissi, sem nú er orðinn forseti, og um það bil tíu yfirmönnum í örygg- issveitum hans. Samtökin segja her og lögreglu hafa orðið að minnsta kosti 817 mót- mælendum að bana eftir að Mohammed Morsi forseta var steypt af stóli í byrjun júlí. -gb Egyptalandsstjórn sökuð um glæpi gegn mannkyni: Fjöldamorð á mótmælendum BolUnGARVíK Tilboð Íslenska kalkþörungafélagsins í gömlu loðnubræðsluna í Bolungarvík hefur verið samþykkt. Áætlanir fyrirtækisins eru að framleiðsla hefjist innan fjögurra ára og talið er að vinnslan skapi 15-20 störf. Samkvæmt samtali bb.is við Elías Jónatansson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, hillir undir að það náist stór áfangi í atvinnu- málum í Bolungarvík. Unnið hefur verið að því að fá fjárfesta til að setja af stað kalk- þörungavinnslu í Bolungarvík frá árinu 2009. -ebg Kalkþörungavinnsla í skoðun: Vonir um að ný störf skapist

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.