Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 38
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 22 Ellen DeGeneres @TheEllenShow Á erfitt með að trúa fregn- unum um Robin Williams. Hann gaf mörgum svo mikið. Hjarta mitt er brostið. Kevin Spacey @KevinSpacey Robin Willi- ams lét heiminn hlæja og hugsa. Ég mun heiðra þá minningu. Frábær maður, listamaður og vinur. Ég mun sakna hans óendanlega. Miley Ray Cyrus @MileyCyrus Ég á erfitt með að meðtaka fréttirnar um Robin Williams. Ég hef aldrei grátið yfir einhverjum sem ég hef aldrei hitt en nú get ég ekki hætt. Danny DeVito @DannyDeVito Með brostið hjarta. Rihanna @rihanna Ömurleg- ar fréttir um Robin Williams. Megi sál hans hvíla í friði. Halldór Halldórsson @DNA- DORI Grínisti er fallinn frá. Hann var einn sá besti. Hetja mín frá því í æsku. RIP Robin Willams– hláturinn lifir áfram. Lindsay Lohan @lindsaylohan Hr. Williams heimsótti mig á fyrsta degi á tökustað á myndinni The Parent Trap. Ég mun aldrei gleyma hversu góður hann var. Mikill missir. Samúðarkveðjur. STJÖRNURNAR TÍSTU UM ANDLÁT ROBIN WILLIAMS Leikarans Robin Williams hefur verið minnst um gervalla heimskringluna síðan þau tíðindi bárust seint á sunnudagskvöld að hann hefði fundist látinn á heimili sínu í Kaliforníu. Leikarinn var aðeins 63 ára að aldri og á að baki farsæl- an feril í kvikmyndum. Hann var helst þekktur fyrir gamanleik en fékk einnig góða dóma fyrir þau hlutverk sem hann tók að sér á dramatískari vettvangi. Leikarinn féll fyrir eigin hendi en þrátt fyrir gott gengi í kvikmyndum hafði hann glímt við þunglyndi og áfengisfíkn um nokkurt skeið. nanna@frettabladid.is Tragikómíska ljúfmennið tók eigið líf Leikarinn Robin Williams, sem lést eft ir farsælan kvikmyndaferil á sunnudag aðeins 63 ára að aldri, er mörgum eft irminnilegur. „Ég hef alltaf tekið eftir því hvað það var mikil sorg í augunum á honum. Hann hefur algjöra sérstöðu, hann er svo svakalega tragískur á meðan hann er kóm- ískur,“ segir Ingvar E. Sigurðsson leikari. „Hann var svo ljúfur og góður. Á sama tíma og hann var tragikómískur streymdi úr aug- unum á honum endalaus gæska.“ Eftirminnilegasta hlutverk Williams að mati Ingvars er hlutverk hans í The Fisher King. „Það er langt síðan ég sá hana en ég man alltaf eftir honum í þeirri mynd.“ ➜ Ingvar E. Sigurðsson „Það eru tvö hlutverk sem eru eftirminnilegust. Mrs. Doubtfire annars vegar, hann var góður í gervum og sniðugur í að skipta um karaktera. Og einnig hlutverk hans í Bird Cage, sem mér fannst mjög skemmtileg. Hann lék homma í myndinni og mér fannst hann gera það mjög vel.“ Laddi segist alltaf sjá eftir góðum mönnum. „Hann var alltof ungur til þess að fara. Þetta er mjög sorglegt. Mér hefur fundist hann vera frábær grínisti.“ ➜ LaddiÓskarinn 4 tilnefningar 1 Óskarsverðlaun Golden Globe 12 tilnefningar 5 Golden Globe-verð- laun Emmy 8 tilnefningar 2 Emmy-verðlaun BAFTA 2 tilnefningar People’s Choice Awards 11 tilnefningar 5 People’s Choice- verðlaun FARSÆLL FERILL Í KVIKMYNDUM Deyr á heimili sínu í Kaliforníu. Kvænist Susan Schneider. Aðgerð gerð á hjarta leikarans. Sækir sér fyrst hjálp vegna alkóhólisma. Neytir áfengis eftir tveggja ára- tuga bindindi. Ljær and- anum í Aladdín rödd sína. Eignast dótt- urina Zeldu Rae Williams. Tilnefndur til Emmy- verðlauna fyrir Mork & Mindy. Kvikmyndin Good Morning Vietnam kemur út og Williams fær fyrstu Óskars- tilnefninguna. 1983: Frumburður Williams, Zachary Pym, fæðist. Williams hættir að neyta áfengis og kókaíns eftir að vinur hans John Belushi deyr af of stórum eitur- lyfjaskammti Mork & Mindy hverfur af skjánum. 1950 1954 1958 1962 1966 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 2006 2010 2014 Fæðist í Chicago Tekur þátt í uppistands- keppni og kemst í úrslit.Kemur fyrst fram í hlut- verki Mork í þætti af Happy Days. Þáttaröðin Mork & Mindy hefur göngu sína. Gengur í hjónaband með Mörshu Garces Williams.Yngsta barn Williams fæðist, Cody Alan Williams. Fer í gervi gamallar konu í myndinni Mrs. Doubtfire.Eftir að hafa verið tilnefndur þrisvar sinnum áður fær hann Óskarinn fyrir Good Will Hunting. Skilur við eiginkonu sína Mörshu Garces Williams. Gengur að eiga Valerie Velardi. Skilur við Valerie Velardi Leikur í nýrri þáttaröð, The Crazy Ones, í fyrsta sinn síðan Mork & Mindy. TÍM A LÍN A Æ V IFER ILL R O B IN S W ILLIA M S ÍSLENSKIR LEIKARAR MINNAST ROBIN WILLIAMS „Mitt eftirminnilegasta hlutverk hans var í kvikmynd- inni Toys sem er jafnframt sorglegasta mynd sem ég hef séð. Ég fékk hysterískt grátkast og var í tilfinn- ingalegu uppnámi í nokkra daga á eftir. Ég sá hana þegar ég var sex eða sjö ára og náði engan veginn utan um illsku heimsins,“ segir Saga Garðarsdóttir, leikkona. Hún horfði síðan á hana á ný þegar hún var orðin 18 ára. „Ég hélt að hún myndi ekki hafa svona áhrif á mig. En það var ekki rétt. Ég grátöskraði alla myndina. Hann var meistari í að búa til fallega tragikómíu, sprenghlægilegur en sympatískari en þúsund grátandi börn með kett- lingaaugu.“ ➜ Saga Garðarsdóttir „Mér finnst þetta hræðilega sorglegt,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona, en hún getur ekki gert upp á milli hlutverka Williams. „Hann tengist svo barnæskunni. Aladdín var nú eitt, svo auðvit- að Mrs. Doubtfire og hlutverk hans í Dead Poet Society. Svo sá ég klippu af honum þar sem hann hitti apann Koko sem varð ástfanginn af honum. Eftir það lýsti hann því hvað það er sérstakt þegar einhver af annarri tegund reynir við mann. Ég hef aldrei hlegið jafn mikið að einum manni, hann var algjör snillingur. Þetta snertir mann djúpt í hjartað af því að heimurinn er búinn að tapa þessari góðu sál.“ ➜ Edda Björg Eyjólfsdóttir Það skiptir ekki máli hvað þér hefur verið sagt– orð og hugmyndir geta breytt heiminum. En af þessu tilefni langar mig mest af öllu að þakka föður mínum, manninum sem svaraði þegar ég sagðist vilja verða leikari: „Dásamlegt. Vertu bara með starf til vara. Til dæmis logsuðu.“ Robin Williams í þakkarræðu sinni þegar hann vann Óskarinn. LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.