Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 2014 | SPORT | 27
AnDeR
heRReRA
➜ Kom
frá Athletic
Bilbao
24 ára miðju-
maður sem
var keyptur á 4,7 milljarða
íslenskra króna.
LUKe ShAw
➜ Kom frá Southampton
19 ára bakvörður sem
er dýrasti unglingur
sögunnar og bætti þar
met Waynes Rooney.
RObIn VAn PeRSIe þekkir vel til
Louis van Gaal, þjálfara Man Utd,
en hann spilaði undir hans stjórn
hjá hollenska landsliðinu. Stuðn-
ingsmenn United vonast til að van
Gaal nái að laða það besta fram í
van Persie, en samband þeirra þykir
mjög gott. Van Persie var frábær á
sínu fyrsta tímabili með United,
þar sem hann skoraði 26 mörk
í 38 leikjum. Framherjinn náði
sér ekki jafn vel á strik í fyrra, en
hann átti við meiðsli að stríða.
Van Persie var flottur undir stjórn
Van Gaal á HM og þarf að eiga gott
tímabil ætli United sér að berjast
um enska meistaratitilinn í vetur.
Fréttablaðið hefur að undanförnu birt spá sína fyrir
ensku úrvalsdeildina í fótbolta og nú er komið að
liðinu sem tryggir sér fjórða og síðasta farseðilinn í
Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Stuðningsmenn Manchester United vilja eflaust
gleyma síðasta tímabili sem fyrst. David Moyes réð
ekki við þjálfarastarfið og var að lokum sagt upp. Við
starfi hans tók Louis van Gaal, sem stjórnaði bronsliði
Hollands á HM. Van Gaal er afar sigursæll þjálfari sem
heldur uppi miklum aga og hefur skýra sýn á leikinn.
Og miðað við úrslitin í æfingaleikjum virðist hann
vera á réttri leið með lið United. Það er hins vegar ekki
enn komin endanleg mynd á leikmannahópinn, en
liðið þarf líklega að fá 2-3 leikmenn til að geta barist
um Englandsmeistaratitilinn. Van Gaal mun ná betri
árangri en Moyes í fyrra, en það bara spurning hversu
góðum. Fjórða sætið er líklegasta niðurstaðan.
Í fjórða sætinu verður Manchester United
enSKA
úRVALS-
DeILDIn
hefst
eftir
3 daga
SPá fRéTTAbLAÐSInS
Englandsmeistari ???
2. ??? 3. ???
4. Man. United 5. Liverpool
6. Everton 7. Tottenham
8. Stoke 9. Swansea
10. Newcastle 11.Southampton
12. Aston Villa 13. C. Palace
14. Sunderland 15. West Ham
16. Hull 17. QPR
Þessi lið falla
18. WBA 19. Leicester
20. Burnley
Stjörnuleikmaðurinn
Finna má
meira um Ensku
úrvalsdeildina
á Vísi
visir.is
nýjU AnDLITIn
Það er aðeins einn sigurvegari.
Spanhelluborðin frá Siemens eru afbragðsgóð.
www.sminor.is
Siemens er í forystusætinu við framleiðslu á
spanhelluborðum rétt eins og ýmsu öðru. Það
er því auðveld ákvörðun að velja spanhelluborð
frá Siemens í eldhúsið. Siemens þróar, hannar og
framleiðir spanhelluborð sín í eigin verksmiðjum
en það færir kaupendum ávallt nýjustu tækni.
Glæsileg hönnun, gegnheil gæði og frábærir kostir
spanhelluborðanna frá Siemens tryggja fyrsta flokks
frammistöðu í hvert sinn sem þau eru notuð.
Það kom okkur því ekki á óvart að eitt þeirra span-
helluborða, sem við höfum á boðstólum í verslun
okkar (EH 651FE17E), hlaut hæstu einkunn í nýjustu
prófunum Testfakta í Svíþjóð (www.testfakta.se).
Siemens. Framtíðin flyst inn.
fRjáLSAR Hafdísi Sigurðar-
dóttur tókst ekki að tryggja sér
þátttökurétt í úrslitum í lang-
stökki kvenna í Evrópumótinu í
frjálsum íþróttum sem fer fram
í Zürich þessa dagana.Hafdís
þurfti að stökkva 6,65 metra í
langstökkinu eða vera á meðal
tólf bestu í undankeppninni til
þess að komast í úrslitin sem fara
fram á morgun.
Hafdís stökk 5,84 metra í
fyrsta stökki, 5,89 metra í öðru
stökki og lengst stökk hún í þriðju
tilraun sem var 6,27 metrar. Það
nægði henni hinsvegar ekki að
þessu sinni en hún endaði í fimm-
tánda sæti.
Hafdís hefur þó ekki lokið
keppni á mótinu en hún keppir í
undanrásum í 200 metra hlaupi á
fimmtudaginn. - kpt
hafdís komst
ekki í úrslitin
SVeKKjAnDI Hafdís komst ekki í
úr slitin á EM í Zürich. FRéTTABLAðið/DANíEL
fóTbOLTI Cristiano Ronaldo sýndi
allar sínar bestu hliðar í 2-0 sigri
Real Madrid á Sevilla í Ofur-
bikarnum í gær. Ronaldo skoraði
bæði mörk leiksins og virðist
ekkert lát vera á markaskorun
portúgalska framherjans.
Leikurinn um Ofurbikarinn er
árleg hefð þar sem sigurvegarar
Meistaradeildarinnar og Evrópu-
deildarinnar mætast en gríðar-
legur munur var á liðunum í gær.
Stjörnum prýtt lið Real Madrid
gaf Sevilla engin tækifæri í
leiknum.
Toni Kroos og James Rodr-
íguez léku báðir sína fyrstu leiki
í treyju Real Madrid í gær. - kpt
Ronaldo sá um
Sevilla í wales
fRábæR Ronaldo átti fínan leik í sigr-
inum á Sevilla í gær. FRéTTABLAðið/GETTy