Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 36
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 20 Við ætlum að dreypa á gylltum veigum óperubókmenntanna fyrir hlé og verðum með nokkrar stórar bombur eftir Mozart, Puccini og Dvorák. Eftir hlé dembum við okkur í léttara efni og flytjum kabarettmúsík. Hallveig Rúnarsdóttir söngkona. Torfhús og tíska nefnist sýning sem opnuð verður á Torgi Þjóð- minjasafnsins á föstudaginn. Þar eru níu myndir sem sænski ljós- myndarinn Lisen Stibeck tók á ferð sinni um landið sumarið 2013. Á myndunum eru fyrirsætur í fatnaði eftir Steinunni Sigurðardóttur fata- hönnuð við gömul hús sem tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins. Þorbjörg Gunnarsdóttir er sýn- ingarstjóri og hún segir að með myndum sínum vilji Lisen Stibeck sýna einstakt samspil íslenskrar náttúru, menningararfs og tísku. „Stibeck heillaðist af landinu fyrir mörgum árum og hefur farið víða um það og myndað,“ segir Þor- björg. Hún hefur eftirfarandi setn- ingu eftir Lisen Stibeck: „Ef land væri ljóð, þá væri það land Ísland.“ - gun Samspil náttúru, tísku og menningararfs Hin sænska Lisen Stibeck ferðaðist um Ísland í fyrra og tók myndir. Afraksturinn er á sýningu sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á föstudaginn. EIN MYNDANNA Flott við gamla sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum. MYND/LISEN STIBECK 25-60% afsláttur ÚTSALA KABARÍUR í Ólafsfjarðarkirkju 14. ágúst klukkan 20 Hallveig Rúnarsdóttir, sópran Hrönn Þráinsdóttir, píanó TRÍÓ SUNNU GUNNLAUGS í Ólafsfjarðarkirkju 15. ágúst klukkan 20 Sunna Gunnlaugs, píanó Þorgrímur Jónsson, kontrabassi Scott McLemore, trommur Tríó Sunnu verður líka með tónleika á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra, klukkan 14.30 LOKATÓNLEIKAR BERJADAGA í Tjarnarborg klukkan 20 Sérstakur gestur: Maríus Hermann Sverrisson tenór– „Ég er kominn heim“ Dagskrá Berjadaga 14. til 16. ágúst „Við Hrönn ætlum að vera með dálít- ið blandað prógramm,“ segir Hall- veig Rúnarsdóttir söngkona, þegar ég næ í hana á kaffihúsinu Bláu könnunni á Akureyri og bið hana að lýsa því sem fram undan er á Berja- dögum á Ólafsfirði. Hún verður þar í stóru hlutverki bæði á upphafstón- leikunum annað kvöld klukkan 20 og lokatónleikunum á föstudaginn. Kveðst hafa verið með kabarettpró- gramm syðra fyrir nokkru en ákveð- ið að klassíkera það örlítið nú. „Við bjóðum upp á Kabaríur. „Ætlum að dreypa á gylltum veig- um óperubókmenntanna fyrir hlé og verðum með nokkrar stórar bomb- ur eftir Mozart, Puccini og Dvorák. Eftir hlé dembum við okkur í létt- ara efni og flytjum kabarettmús- ík eftir Schönberg og bandarísk- an mann sem heitir Bolcom. Síðan verða söngleikjalög eftir Sondheim,“ lýsir hún. Á öðru kvöldi tónleikanna fá þær Hallveig og Hrönn að njóta þess sem Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur í farteskinu. Það verða aðallega tón- smíðar eftir liðsmenn tríósins og einhverjar ábreiður kunna að slæð- ast með. Á lokakvöldinu á föstudag verð- ur blásið til sannkallaðrar tónlist- arveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem listamenn hátíðarinnar leika á als oddi í fjölbreyttri dagskrá. „Þá verð ég með í öllu havaríinu,“ segir Hallveig og kveðst geyma aríuna sína úr Carmen þangað til. „Þar verður líka söngleikastjarna Íslands, Maríus Sverrisson, tríó- ið hennar Sunnu og hinir og þessir gestasöngvarar. Þetta verður rosa skemmtilegt,“ segir hún spennt. Hallveig kveðst aldrei hafa sung- ið á Ólafsfirði áður en hún þekki þar fullt af fólki. „Ég hef verið þar í fríum en aldrei komið þar fram. Ólafsfjörður er heimabær söng- kennarans míns, Jón Þorsteinsson- ar, og þar líður honum best í heimin- um. Hann er einn þeirra sem ætla að troða upp á lokakvöldi Berjadaga,“ segir Hallveig og heldur svo áfram ferðinni í fyrirheitna fjörðinn. gun@frettabladid.is Við bjóðum upp á Kabaríur Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari kanna lendur kabarettsins og óperunnar á fyrsta kvöldi Berjadaga, menningarhátíðar á Ólafsfi rði, sem hefst annað kvöld í kirkjunni. Í STUÐI Hrönn og Hallveig æfðu sig vel áður en þær héldu norður til Ólafsfjarðar þar sem þær taka virkan þátt í Berjadögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég vil að fólk geti nálgast ljóðin mín óhindrað,“ segir ljóðskáldið Bragi Páll Sigurðarson sem hefur ákveðið að gefa pdf á netinu af ljóðabókum sínum, Fullkominni ljóðabók og Holdi. Þær komu út fyrir jólin 2012 og 2013 og sú fyrrnefnda olli talsverðu umtali vegna umdeilds ljóðs um Davíð Oddsson. Bækurnar eru báðar uppseldar í bókabúðum og bara nokkur eintök til hjá söfnum. „Það virðist vera áhugi fyrir bók- unum en það stendur ekki til að prenta þær aftur,“ segir Bragi Páll, sem kveðst hafa verið að senda fólki bækurnar í netpósti en það sé alltof mikil vinna. „Ég set þær þannig upp að þær verði til niðurhals til frambúðar. Ljóð eru nógu lítið lesin þótt maður sé ekki að flækja aðgengi að þeim fyrir fólki. Nú getur fólk fengið sér eins margar bækur og það vill.“ Bragi Páll kveðst hafa þá sýn að eftir að hann sé búinn að gefa eitthvað út séu verkin ekki lengur hans eign. Fólki sé jafnvel frjálst að breyta ljóðunum og gera við þau það sem það vill. „Mér finnst eignarhald á menningu ekkert sniðugt.“ - gun Örlátur á eigin verk SKÁLDIÐ Mér finnst eignarhald á menningu ekkert sniðugt,“ segir Bragi Páll. MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.