Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 13.08.2014, Qupperneq 6
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| fRéttIR | 6 1. Hlut í hvaða fyrirtæki hyggjast Arion banki og lífeyrissjóðir selja? 2. Hver er forstjóri Sjúkratrygginga? 3. Hve mikið hefur innflutningur nautakjöts aukist frá því í fyrra? SVöR 1. Bakkavör 2. Steingrímur Ari Arason 3. Innflutningur hefur tífaldast EfnAhAGSMál Samkvæmt árs- hlutauppgjöri Hagsýslu ríkisins fór Landsbókasafn/Háskólabóka- safn 106 milljónir fram úr fjár- heimildum á fyrri hluta ársins. „Við kaupum áskriftir að erlend- um fræði- og vísindatímaritum, fyrir skóla landsins, stofnanir og bókasöfn og tryggjum að allir landsmenn hafi aðgang að þessu efni í gegnum vefinn Hvar.is Undanfarin ár höfum við sent út reikninga fyrir þessum áskrift- um í júní en í ár dróst það fram í júlí og það skýrir 60 til 70 millj- ónir af framúrkeyrslunni,“ segir Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður. Ingibjörg segir að það sé nokk- uð flókið reiknilíkan á bak við áskriftarreikningana, sem hafi byggst á tölum frá Hagstofunni. Það hafi hins vegar orðið niður- skurður á Hagstofunni og stöðu- gildi þess sem sá um tölurnar hafi verið lagt niður. „Niður- skurður á Hagstofunni orsakaði vandræði hjá okkur,“ segir lands- bókavörður. Hún segir að það hafi því dregist að senda út reikningana. Menntamálaráðuneytið hafi loks útvegað tölur inn í reiknilíkanið og þá hafi verið hægt að senda út reikningana. Reikningarnir verði væntanlega greiddir innan skamms. Ingibjörg segir að kjarasamn- ingar sem gerðir voru á fyrri helmingi árisins hafi líka sett strik í reikninginn auk annarra kostnaðarhækkana en þrátt fyrir það eigi hún von á að þegar árið verður gert upp í heild verði Landsbókasafn/Háskólabóksafn innan fjárheimilda. Veðurstofa Íslands fór 123 milljónir króna fram úr heimild- um á fyrri helmingi ársins, sam- kvæmt útreikningum Hagsýsl- unnar. Veðurstofan hafnar því og segir að rekstur Veðurstofu Íslands sé að miklu leyti fjár- magnaður með sértekjum eða sem nemur tæpum 60 prósent af heildarfjármögnun stofnunarinn- ar og má þar nefna þjónustu við alþjóðaflugið, Ofanflóðasjóð og þjónustu- og rannsóknarverkefni. Vegna þessa er dreifing tekna innan ársins ójöfn og er reynt að gera ráð fyrir því í greiðsluáætl- un ársins. Umfjöllunin í fréttum byggist á ársfjórðungsstöðu fjár- reiða ríkissjóðs en ekki var búið að færa allar sértekjur fyrstu sex mánuði ársins til tekna í bókhaldi stofnunarinnar þegar staðan var tekin út, sem skýrir frávikið. johanna@frettabladid.is 100 milljónir fram úr fjárheimildum Niðurskurður á Hagstofunni varð til þess að Landsbókasafn/Háskólabókasafn gat ekki sent út reikninga á réttum tíma. Það varð til þess að Hagsýsla ríkisins segir safnið hafa farið 100 milljónir króna fram fjárheimildum á fyrri hluta ársins. fjáRlAGAnEfnD Fjárlaganefnd Alþingis kom saman til fundar í gær. Á fundinn voru kallaðir fulltrúar ráðuneyta sem bera ábyrgð á stofnunum sem eru komnar fram úr fjárheimildum ársins. FréttAblAðið/Vilhelm. Fjárlaganefnd kom til fundar í gær til að ræða framúrkeyrslu stofnana á vegum ríkisins. Komið hefur fram hjá formanni og varaformanni nefndar- innar að framúrkeyrsla stofnana sé litin alvarlegum augum. Fulltrúar þriggja ráðuneyta komu til fundar við nefndina að þessu sinni; mennta- og menningarmálaráðuneytinu, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyt- inu og umhverfisráðuneytinu. Vigdís hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að þessi þrjú ráðuneyti hefðu fært nægar skýringar á framúrkeyrslum sinna undir- stofnana og því ekki þörf á að forstöðumenn stofnana þyrftu að koma fyrir nefndina. Fulltrúar velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis koma á fund nefndarinnar þann 25. ágúst en undir þeim ráðuneytum eru Sjúkratrygg- ingar og Vegagerðin sem stefna hvað lengst fram úr fjárheimildum. fjárlaganefnd fundar um framúrkeyrslu UtAnRíKISMál Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Íslands í dag í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra. Heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir leiðtogafund bandalagsins, sem haldinn verður í Wales dagana 4.-5. september. Jafnframt er um kveðjuheimsókn framkvæmdastjórans að ræða, en hann lætur af störfum í lok næsta mánaðar. Anders Fogh Rasmus- sen mun meðal annars eiga fundi með forsætisráðherra og Gunn- ari Braga Sveinssyni utanríkis- ráðherra og heimsækja Alþingi á meðan á heimsókn hans stend- ur. Framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins heldur af landi brott að morgni fimmtudags. - jhh Anders Fogh til Íslands: Hittir ráðherra og alþingismenn KEMUR í DAG heimsóknin er í kveðju- skyni. NordicphotoS/AFp SAMfélAGSMál Sala á nema- kortum fyrir veturinn 2014-2015 hjá Strætó bs. hófst í gær. Alls seldust 4.161 nemakort á síð- asta vetri. Kortið kostar 42.500 og gildir til 31. ágúst 2015. Séu farnar tvær ferðir á dag fimm sinnum í viku jafngildir það því að hver ferð kosti 82 krónur. Námsmenn sem skráðir eru til náms í framhaldsskóla eða háskóla á höfuðborgsvæðinu og með lögheimili í einu þeirra sveit- arfélaga sem aðild eiga að Strætó bs. eiga þess kost að kaupa kort- in sem veita þeim aðgang að almenningsvögnum Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. - jhh Hagstæð kjör fyrir nema: Sala á nema- kortum hafin StRætó Það er ódýrara fyrir náms- menn að fá far en aðra borgarbúa. FréttAblAðið/VAlli ÞInGEyjARSVEIt Fyrirhugaðar eru framkvæmd- ir við Goðafoss fyrir um 30 milljónir króna. Deiliskipulagsvinna er langt á veg komin. Tillögurnar eru unnar af Landslagi ehf. og Glámu-Kím arkitektum fyrir Þingeyjarsveit. Tillögurnar eru nú í vinnslu og búið er að kynna þær fyrir landeigendum og í skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar og hafa þær alls staðar fengið jákvæðar undirtektir. Stefnt er að því að endanleg tillaga að deili- skipulagi fari í formlegt deiliskipulagsferli síðar á þessu ári. Búið er að veita styrki til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða upp á 15 milljónir króna vegna stígagerðar, merking- ar og uppgræðslu samkvæmt deiliskipulagi. Einnig var veittur jafn hár styrkur vegna átaks til uppbyggingar á ferðamannastöðum 2014. Helga Erlingsdóttir, fyrrverandi sveitar- stjóri Hörgársveitar, hefur verið ráðin tíma- bundið sem sérstakur verkefnisstjóri til að halda utan um framkvæmdirnar við Goðafoss. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur lýst ánægju sinni með verkefnið þar sem Goðafoss sé fjölsóttasti ferðamannastaður sveitarfélags- ins og telur brýnt að laga aðgengi ferðamanna við fossinn. - sa Uppbygging bættrar aðstöðu ferðamanna með stígagerð og nýju bílastæði fyrirhuguð við Goðafoss: 30 milljónir í framkvæmdir við Goðafoss GoÐAfoSS búið er að veita 15 milljóna króna styrk til verkefnisins. FréttAblAðið GVA Undan- farið ár höfum við sent út þessa reikn- inga fyrir þessum áskriftum í júní en í ár dróst það fram í júlí og það skýrir 60-70 milljónir af framúr- keyrslunni. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður. ARGEntínA, AP Bandaríska stór- fyrirtækið RR Donnelly, sem er á lista yfir 500 stærstu fyrirtæki heims, hefur lokað verksmiðju sinni í Argentínu og sagt upp 400 manns. Þetta fengu verkamenn fyrir- tækisins skyndilega að vita í gær, þegar þeir mættu til vinnu. Engar skýringar voru gefnar aðrar en þær að efnahagsvandinn sé orðinn óviðráðanlegur. Þá eru þúsundir flugfarþega strandaglópar í höfuðborginni Buenos Aires vegna verkfalls flugmanna, sem krefjast 35 pró- senta launahækkunar. Greiðsluþrot argentínska ríkis- sjóðsins nýverið hefur ekki bætt úr skák. - gb Róður þyngist í Argentínu: Uppsagnir og verkföll herja á SAGt UPP Verkamaður stendur við hjólbarða, sem kveikt hefur verið í fyrir utan höfuðstðvar rr donelly í buenos Aires. FréttAblAðið/Ap KEflAVíKURflUGVöllUR Farþegum sem koma til landsins hefur fjölgað stórlega á undanförnum árum. Þar með fjölgar starfsmönnum. FréttAblAðið/GVA SAMGönGUR Starfsmenn Isavia í sumar eru alls 1.135 í 1.056 stöðu- gildum sem er 6,5% aukning frá sama tíma í fyrra. Þessi fjölg- un starfsmanna fylgir auknum fjölda ferðamanna sem fer um Keflavíkurflugvöll, en fjöldinn fór yfir 500 þúsund í júlí. Meðalfjöldi starfsmanna utan háannatíma er að jafnaði 884 í 791 stöðugildi. Sumarstarfsmenn eru alls 283 og langflestir í Kefla- vík eða alls 254. Þá hafa 14 nýir nemar í flug- umferðarstjórn tekið til starfa hjá Isavia en þar starfa alls um 100 flugumferðarstjórar í flug- stjórnarmiðstöðinni í Reykja- vík og flugturnunum í Keflavík, Reykjavík og á Akureyri. - jhh Nærri 300 í sumarstörfum: Starfsmönnum Isavia fjölgar VEIStU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.