Fréttablaðið - 13.08.2014, Side 42

Fréttablaðið - 13.08.2014, Side 42
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| SpoRt | 26 Það versta sem getur gerst er að ég verði rekinn og þurfi að flytja heim. Dagur Sigurðsson, nýr þjálfari þýska landsliðsins í handbolta. FRjálSAR Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evr- ópumótinu í ár. Ásdís var skiljan- lega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heima- velli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdótt- ir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss. Ásdís var einu sæti frá úrslit- unum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko- Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðar- lega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köst- um en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum. - óój Ekki búin að plana meira en sturtuna Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir varð í þriðja sinn aðeins einu sæti frá úrslitum á stórmóti. KAStAÐI 56,36 MEtRA Ásdís sést hér í einu kasta sinna í gær. Mynd/Getty HANDboltI Íslenskir handbolta- þjálfarar eru áfram þeir heitustu í handboltaheiminum og enn ein sönnun þess er ráðning Dags Sig- urðssonar í gær. Dagur braut þá blað í sögu þýska handboltalands- liðsins þegar hann varð fyrsti útlendingurinn sem þjálfar liðið. Dagur mun næstu árin ráða ríkj- um eins og hinn ógleymanlegi Hein er Brand gerði á árunum 1997 til 2011. Stóra markmiðið er Ól 2020 Dagur skrifar undir sex ára samn- ing sem verður endurskoðaður eftir þrjú ár. „Þýskaland heldur keppnina árið 2019 á heimavelli með Dönum og stóra markmiðið er síðan Ólympíuleikarnir 2020. Þá vilja menn hafa lið sem keppir um þann titil. Eftir þrjú ár setj- umst við niður og sjáum til hvort við séum á réttri leið með það og hvort ég sé klár í þessi sex eða hvort annar taki við,“ segir Dagur en það fer ekkert á milli mála að mikil pressa fylgir því að þjálfa þýska landsliðið í handbolta. „Ég var strax búinn að ákveða það að teygja mig ekki of langt eftir þessu og að þetta yrði að ger- ast á mínum forsendum. Ég var með langan samning við Füchse Berlin til 2017 og sá samningur stendur að miklu leyti. Það var samt töluvert púsluspil að klára þetta því það komu fleiri að þessu, bæði Füchse Berlin og sambandið. Síðan þurfti þýska deildin að sam- þykkja þetta líka því svona tvöfalt starf er ekki leyfilegt nema með samþykki allra liða,“ segir Dagur. Var inni í myndinni „Ég var inni í myndinni fyrir tveimur til þremur árum og átti þá nokkra fundi með sambandinu. Ég fékk þá ekki starfið. Í sumar eftir að þeir töpuðu á móti Pólverjum fórum við að stinga saman nefj- um og þetta hefur síðan tekið á sig alvarlega mynd á síðustu vikum,“ segir Dagur um aðdragandann. Hann hefur auðvitað orðið var við umræðuna um að ráða ekki þýskan landsliðsþjálfara. „Ég held að það sé bara umræða sem hefði líka komið upp á Íslandi ef íslenska sambandið væri að taka inn erlendan þjálfara. Sú umræða á alveg rétt á sér. Ég tek það ekki eins og að menn hafi eitthvað á móti mér heldur bara sem þarfa umræðu,“ segir Dagur. Hann klár- ar sitt fimmta tímabil með Füchse Berlin í vetur. Þýskaland verður með á HM í Katar eins og frægt er orðið en Dagur getur þó ekki byrjað að plana það mót strax. „Fyrst eru æfingaleikir um miðjan septem- ber á móti Sviss og svo koma leik- ir í undankeppni Evrópumóts- ins á eftir þeim þar sem ég mæti meðal annars Patreki Jóhannes- syni, þjálfara Austurríkis. Það eru næstu skref,“ segir Dagur. Þjóðverjar hafa verið í basli með landsliðið sitt, misstu af EM í janú- ar og fóru skrítna leið inn á HM 2015. Sofnuðu á verðinum „Þeir hafa svolítið sofið á verð- inum eftir heimsmeistaratitilinn 2007 hvað varðar þróun á leik- skipulagi og öðru slíku. Það sem skiptir mestu máli er að þeir þurfa að fara að vinna fleiri leiki. Þeir hafa ekki unnið nema 50 prósent af þeim leikjum sem þeir hafa spil- að hvort sem það eru æfingaleikir eða á stórmótum,“ segir Dagur og leggur áherslu á að mikið verk sé fram undan. „Þú hoppar ekkert úr því beint í einhverja toppbaráttu. Það tekur tíma að vinna og það þurfa að koma ákveðin kynslóðaskipti og það tekur svolítinn tíma. Núna er púsluspilið að finna leikmenn sem geta dregið vagninn og jafnframt að finna unga leikmenn sem geta þá staðið sig vel 2019 og 2020. Ég þarf síðan að púsla því saman í konsept sem passar við minn leik- stíl. Ég reyni að toga þetta þannig áfram,“ segir Dagur. Mannskemmandi Það mun reyna á hann að stýra tveimur liðum en það gerði hann á sínum tíma með austurríska lands- liðið og Bregenz. „Ég er alveg vanur þessu því ég hef prófað það áður að vera með tvö lið. Það fer samt ekki vel saman. Það er nánast mann- skemmandi að sökkva sér svona mikið í handbolta. Það fer mikill tími í að skoða vídeó og skoða lið og leikmenn. Það étur upp orku og maður þarf því að hugsa vel um sig. Vitandi það að þetta er bara í ákveðinn tíma, í bara níu til tíu mánuði, þá veit ég að ég get andað eftir það,“ segir Dagur. Þá flyt ég bara heim „Ég tek bara þennan vetur á fullu og reyni að gera mitt besta. Það versta sem getur komið fyrir mig er að ég verði rekinn og þurfi að flytja heim,“ segir Dagur sem segist hafa tekið þessa ákvörðun í fullu samráði við fjölskylduna. „Fjölskyldan er orðin vön því að pabbi sé ekki alltaf heima. Þau eru öll mjög hress og kát í Berlín og ég fæ góðan stuðning frá þeim. Þetta verður líka til þess að við getum eitthvað verið meira heima á Íslandi í framtíðinni og kannski sjá þau pabba sinn eitthvað aðeins meira þegar þetta ár er búið,“ sagði Dagur að lokum en hann er þriggja barna faðir. ooj@frettabladid.is Vön því að pabbi sé ekki alltaf heima dagur Sigurðsson tók í gær við starfi landsliðsþjálfara Þjóðverja í handbolta og er fyrsti útlendingurinn sem þjálfar liðið. „Ég tek það ekki eins og að menn hafi eitthvað á móti mér,“ segir dagur um umræðuna um að verið sé að ráða útlending. Fram undan eru samt „mannskemmandi“ 10 mánuðir þar sem hann þjálfar bæði Füchse og þýska landsliðið. ÞjálFAR AF INNlIFUN dagur Sigurðsson sést hér stjórna liði Füchse Berlin sem hann gerði að þýskum bikarmeisturum á síðasta tímabili. Mynd/Getty Sport ADAM lAll- ANA ➜ Kom frá Southamp- ton DEjAN loVREN ➜ Kom frá Southampton RIcKIE lAMbERt ➜ Kom frá Southampton lAzAR MARKoVIc ➜ Kom frá Benfica RAHEEM StERlING sló í gegn á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði níu mörk og átti fimm stoðsendingar í 30 leikjum. Sterling, sem er 19 ára, er einn mest spenn- andi enski leikmaðurinn sem hefur komið fram á síðustu árum. Hann er fjölhæfur, leikinn, fljótur og sífellt ógnandi. Samvinna Sterlings, sem er fæddur á Jamaíka, og Luis Suárez var mögnuð í fyrra, en nú þarf Sterling að standa á eigin fótum, sem hann er fullfær um. Hann bætti sig mikið á síðustu leiktíð og gæti tekið annað stórt skref í vetur. Fréttablaðið hefur að undanförnu birt spá sína fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta og nú er komið að liðinu sem verður aðeins einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í Meistaradeildina. Liverpool spilaði lengst af frábærlega í fyrra. Liðið skoraði 101 mark í ensku úrvalsdeildinni og var í topp- baráttunni allt fram á lokadag. nú er hins vegar enginn Luis Suárez í liðinu, en stærsta spurningarmerkið er hvernig Liverpool tekst að fylla hans skarð. Raheem Sterling, Coutinho og daniel Sturridge þurfa að spila jafn vel og í fyrra og nái nýju mennirnir sér á strik verður Liverpool í góðum málum. Brendan Rodgers þarf hins vegar að berja í brestina í vörn liðsins, en Liverpool fékk á sig 50 mörk í fyrra. Svo er spurning hvernig álagið sem fylgir Meistaradeildinni fer í liðið. Í fimmta sætinu í deildinni verður liverpool ENSKA úRVAlS- DEIlDIN hefst eftir 3 daga Spá FRéttAblAÐSINS Englandsmeistari ??? 2. ??? 3. Á morgun 4. Man. United 5. Liverpool 6. everton 7. tottenham 8. Stoke 9. Swansea 10. newcastle 11.Southampton 12. Aston Villa 13. C. Palace 14. Sunderland 15. West Ham 16. Hull 17. QPR Þessi lið falla 18. WBA 19. Leicester 20. Burnley Stjörnuleikmaðurinn Finna má meira um ensku úr- valsdeildina visir.is NýjU ANDlItIN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.