Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGFartölvur MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 20144 HREINN SNERTISKJÁR Til að hreinsa snertiskjái er best að nota míkrófíberklúta. Oft fylgja slíkir klútar í pakkanum þegar keypt er tölva eða sími og eins fylgja oft litlir míkrófíberklútar þegar keypt eru gæðasólgleraugu. Slökkvið á tækinu sem á að hreinsa, þannig sjást óhreinindin betur á skjánum. Farið yfir allan skjáinn með litlum hringlaga strokum. Það ætti að fjar- lægja mest allt. Ef það virðist ekki duga má bleyta örlítið upp í einu horni klútsins með vatni og endurtaka yfirferðina. Stundum er nóg að anda móðu á skjáinn og strjúka yfir, aftur með litlum hringlaga strokum. Ekki nota blautan klút á skjáinn. Varist einnig að þrýsta of fast. wikihow.com HEIMATILBÚNAR TÖSKUR Töskur utan um tölvurnar geta kostað skildinginn og eins getur verið óspennandi að nota eins tösku og allir aðrir. Þeir sem vilja skera sig úr geta hæglega útbúið tösku við saumavélina heima eða dregið upp heklunál og prjóna. Á blogginu skullsandponies. com er að finna leiðbeiningar um hvernig sauma á einfalda fartölvuskjóðu úr afgangsefnum. Tölvutöskur úr gömlum galla- buxum eru alltaf skemmtilegar og má nota ýmsa hluta buxnanna í saumaskapinn. Einfaldast er að klippa skálmarnar af neðan við rassvasana, sauma fyrir botninn og setja rennilás í mittið. Þá hafa gamlar prjónapeysur nýst sem efniviður í töskur og eru grófar prjónapeysur með kaðlaprjóni heppilegar. RAFMAGNSLAUS TÆKI FÁ EKKI AÐ FARA MEÐ Í FLUG Farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna frá ákveðnum flugvöllum verða, samkvæmt nýjum fyrirmælum, að hafa kveikt á farsímum, fartölvum og spjaldtölvum þegar þeir fara í gegnum öryggisleit. Tækin verða að vera hlaðin og fá farþegar ekki að taka þau með ef rafhlöðurnar eru tómar. Þetta kemur fram á vefsíðunni Allt um flug. Bandaríska umferðaröryggisstofn- unin TSA gaf út fyrirmælin á dögunum og er farið fram á þetta í tengslum við hertari öryggis- reglur á flugvöllum vegna ótta um að hryðjuverkamenn séu að þróa nýja tegund af sprengju sem á að komast óhindrað fram hjá gegnumlýsingartækjum í vopnaleit á flugvöllum. Reglurnar eiga við um farþega sem fljúga til Bandaríkjanna frá ákveðnum flugvöllum í Bretlandi, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Farþegar fá ekki að taka farsíma, fartölvur og önnur raftæki með í flugið ef rafhlaða þeirra er tóm. MYND/GETTY OK BÚÐIN // SÍMI: 570 1000 // OPNUNARTÍMI 9-18 (VIRKA DAGA) // HÖFÐABAKKA 9E // WWW.OKBUDIN.IS FLOTTAR TÖLVUR OG FYLGIHLUTIR FUJITSU LIFEBOOK A512 VFY:A5120M71A2NX Intel Celeron 4GB/320GB HDD 59.900 KR. HP PAVILION TOUCHSMART 11,6 E2V66EA 11,6" snertiskjár AMD A4/4GB/500GB HDD 59.900 KR. FUJITSU LIFEBOOK A544 VFY:A5440M7302NX Intel i3/4GB/500GB HDD 99.900 KR. HP PAVILION 15 G2C44EA#UUW Intel i5/12GB/750GB HDD 159.900 KR. HP 250 J0X80EA#UUW Intel i5/4GB/500GB HDD 129.900 KR. 12 MÁNAÐA VAXTALAUSAR GREIÐSLUR Í BOÐI KAUPAU KI Allir þeir sem kau pa tölvu fá 4 miða á Guardian s of the Ga laxy DREGIÐ 20. ÁGÚST ...og fara í pott þar sem dregnir verða út 2 miðar á Justin Timberlake! DREGIÐ 20. ÁGÚST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.