Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 40
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur Það er algjörlega kominn tími til að taka upp þráðinn með Stelpunum. Óskar Jónasson leikstjóri. Akkuru? Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða enn frekar aldri hinna ótelj- andi spurninga. Hún tekur engu sem sjálf- sögðum hlut. „Akkurru ætlarðu að vera í þessari peysu?“ „Af því að ég er með gæsahúð.“ „Akkurru ertu þá með hettuna?“ HÚN setur spurningarmerki við allt. Svörin líka. Bróðursonur minn er nokkrum árum eldri og ekki alveg jafn hissa á heiminum. Ég veit svo sem ekki hvort hann hafi fengið svör við öllum sínum spurningum en frænka mín telur hann allavega hafa þau á reiðum hönd- um. Og yfirleitt er hann fljótur til svars. „Akkurru er pabbi þinn með skegg hér?“ „Það bara vex á körlum.“ Á átjándu spurningu getur verið freistandi að svara með hinu aldrepandi „afþvíbara“. Kannski ættum við samt oftar að staldra við og taka þessi spurulu börn til fyrirmyndar, vegna þess að mörgu má alveg velta fyrir sér. Af hverju ganga strákar ekki í kjólum? Af hverju mála stelpur sig? Af hverju eru gler- flöskur endurunnar en ekki endurnýttar? LITLA frænka mín truflar mig við þessar heimspekilegu vangaveltur og rekur frétta- síðu framan í mig. „Akkurru dó þessi leik- ari?“ Mér finnst svo mikilvægt að spyrja spurninga og þess vegna reyni ég alltaf að svara þegar frænka mín spyr. En stundum rekur mig í rogastans. Ég hika og horfi á myndina af Robin Williams. „Hann … hann var bara orðinn svo rosalega lasinn. Í hjart- anu.“ Hún horfir á myndina. Lítur svo á mig. „Er hann til í alvörunni?“ „Já.“ „Akk- urru var hann veikur?“ Aftur hika ég. „Umm … Það er góð spurning. Sumir verða veikir.“ VIÐ sitjum þegjandi í dálitla stund og brátt hefur hún gleymt sér í tölvuleik. Skyndi- lega dettur mér í hug að snúa vörn í sókn. „Af hverju gerirðu svona?“ segi ég og bendi á skjáinn. Frænka mín lítur upp með vanþóknunarsvip og horfir á mig í dálitla stund áður en hún yppir öxlum og heldur áfram í leiknum. Sumar spurningar eru einfaldlega ekki svaraverðar. LUCY 6, 8:20, 10:20(P) NIKULÁS LITLI 3:50 HERCULES 8, 10:10 THE PURGE: ANARCHY 10:20 TEMJA DREKANN SINN 2D 5 22 JUMP STREET 8 ÍSL TAL www.laugarasbio.isSími: 553-20755% BEINT Á TOPPINN Í USA! EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE MOVIEPILOT.COM HITFIX WASHINGTON POST NEW YORK DAILY NEWS MONTY PYTHON LIVE (mostly) 7 - 12 ÁGÚST: 20.00 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas LUCY LUCY LÚXUS GUARDIAN OF THE GALAXY 3D GUARDIAN OF THE GALAXY 3DLÚXUS SEX TAPE DAWN _PLANET OF THE APES 3D AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D VONARSTRÆTI KL.. 3.10 - 5.40 - 8 - 10.10 KL. 10.40 KL. 3.10 - 5 - 8 - 10.40 KL. 5 - 8 KL. 8 - 10.10 KL. 8 - 10.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 5.20 LUCY NIKULÁS Í FRÍI SEX TAPE DAWN_PLANET OF THE APES 3D 22 JUMP STREET VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI VONARSTRÆTI KL. 5.50 - 8-10.10 KL. 5.45 - 8 KL. 5.40 - 8 - 10.10 KL. 10.15 KL. 10.40 KL. 5.20 8KL. Miðasala á: EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA „Það er algjörlega kominn tími til að taka upp þráðinn með Stelp- unum,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri Stelpnanna, en æfingar fyrir gamanþáttaröðina eru í full- um gangi. Þátturinn snýr aftur á skjáinn nú í haust eftir að nærri áratugur er liðinn frá því fyrsti þátturinn leit dagsins ljós. Óskar segir alltof mikið af fyndnum sketsum til. „Þetta er mikil tilraunastarfsemi og þá er ágætt að geta valið úr þegar við fáum fjarlægð á þetta.“ Æfingaferlið er gríðarlega mik- ilvægt. „Bæði til þess að velja sketsa og til þess að ákveða hver leikur hvað.“ Á meðan á æfinga- ferlinu stendur eru senur endur- skrifaðar og æfðar í þaula. „Við fáum oft nýjar hugmyndir og þegar hópurinn hittist þá gerast hlutirnir á miklu markvissari hátt. Það er miklu meira gaman að skrifa saman,“ segir Óskar og hlær. „Ég get lofað því að það verða nokkrir gamlir karakterar en mikið af nýjum,“ segir Óskar dul- arfullum rómi en vill ekki gefa of mikið upp. Hann gefur aðdáendum þáttanna þó eitt til að hlakka til: Ofnæmiskona Ilmar Kristjánsdótt- ur kemur aftur á skjáinn. „Nú er hún búin að opna lífsstílsbúð, það er að segja heilsubúð.“ nanna@frettabladid.is Ofnæmiskonan snýr aft ur í Stelpunum Gamanleikkonur Íslands sameinast á ný í Stelpunum. Leikstjóri þáttanna segir gamla karaktera skjóta upp kollinum en einnig sé fullt af nýjum. BRUGÐIÐ Á LEIK Nýir leikarar bregða á leik í þáttaröðinni í bland við þá sem sáust í þeirri fyrri. Þar má nefna grínleikara á borð við Björn Jörund Friðbjörnsson, Þorstein Bachmann og Maríönnu Klöru Lúthersdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ENDURSKRIFA SENUR Á meðan á æfingaferlinu stendur endurskrifa leikararnir senur eftir því sem nýjar hugmyndir koma upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.