Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 22
FÓLK|FERÐIR 1 MEST MYNDAÐA LAUGIN Sundlaugin Neptune Pool við Hearst Castle í Kaliforníu er talin sú laug veraldar sem oftast hefur verið ljósmynduð. Hugmynda- smiður laugarinnar var banda- ríski fjölmiðlamógúllinn William Randolph Hearst. Laugin var byggð í upphafi tuttugustu aldar að rómverskri fyrirmynd og lét Hearst flytja stóran hluta bygging- anna beint frá Evrópu. Sundlaugin sem nú stendur er í raun þriðja útgáfan en Hearst lét endurbyggja hana nokkrum sinnum þangað til hann var sáttur við niðurstöðuna. Mörg stjarnan hefur setið í lauginni en Hearst bauð reglulega kvikmyndastjörnum, umboðs- mönnum og stjórnmálamönnum í heimsókn. 2 STÆRSTA ÚTISUNDLAUGIN Stærstu útisundlaug heims er að finna í Síle, nánar tiltekið við ferðamannastaðinn San Alfonso del Mar í borginni Algarrobo. Lengd hennar jafnast á við tutt- ugu ólympískar keppnissundlaug- ar og er í kringum þúsund metrar. Hið manngerða lón var opnað í desember 2006 og hafði þá verið fimm ár í byggingu. Í lóninu eru um 250 milljón lítrar af tærum sjó. Sérstakt kerfi sér um að dæla og sía sjó úr hafinu við annan enda lónsins og síðan er sjónum dælt út í hinum enda þess. Sólin hitar sjóinn í lóninu upp í 26 gráður. Lónið nær yfir átta hektara svæði. Það er 35 metra djúpt þar sem það er dýpst. 3 STÆRSTA INNISUNDLAUGIN Seagaia Ocean Dome er stærsti innanhússvatnagarður veraldar. Hann er að finna í Miyazaki í Japan og var opnaður árið 1993. Garðurinn er 300 metrar að lengd og hundrað metrar á breidd og þar geta allt að tíu þúsund gestir verið í einu. Yfir öllum vatnagarðinum er fjórskipt þak sem hægt er að opna og loka að vild. Himinninn í vatnagarðinum er ávallt heið- skír því ef úti er rigning er þakinu lokað en það er skreytt eins og blár himinn á sumardegi. Hitinn í garðinum er alltaf í kringum 30 gráður og vatnið er um 28 gráðu heitt. 4 DÝPSTA LAUGIN Nemo 33 er dýpsta innilaug í heimi. Laugin er í Brussel í Belgíu og var hönnuð af belgíska kafaranum John Beernaerts sem aðstaða fyrir kafara til æfinga, kennslu og skemmtunar en einnig til kvikmyndatöku. Laugin er 34,5 metra djúp og í henni eru um 2,5 milljónir lítra af hreinu klórlausu vatni sem er 30 gráðu heitt. Í lauginni eru nokkrir manngerðir neðansjávarhellar við tíu metra dýpi. Þar sem vatnið er heitt geta kafarar kafað í lengri tíma án blautbúninga. Nokkrir gluggar eru á sundlauginni á mismun- andi dýpi svo hægt er að kíkja á kafarana. 5 HÆTTULEGASTI BAÐSTAÐURINN Hættulegasta baðstað veraldar er líklega að finna við Virginíufossa í Simbabve í Afríku. Á vissum tíma árs, oftast frá september og fram í desember þegar minnst vatn er í ánni, myndast væg hringiða í hyl rétt við fossbrúnina. Þetta gerir ævintýragjörnu sundfólki kleift að busla tiltölulega hættulaust aðeins nokkra metra frá þverhníptum 128 metra háum fossinum. Þó hafa nokkrir sundmenn látið lífið þegar þeim hefur skolað yfir klettana sem umkringja hylinn. STÓRMERKILEGIR BAÐSTAÐIR Vafalaust fara fáar þjóðir jafn mikið í sund og Íslendingar. Hér á landi er að finna frábæra baðstaði en slíka má einnig finna víða um lönd og eru margir hverjir hreint út sagt ævintýralegir og upplifunin stórkostleg eins og sjá má á þessum myndum. 21 3 4 5 Þjónustusími: 561 4200 Bílabúð Benna dekkjaþjónusta Jeppadekk Við skutlum Júlíu heim Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Júlíu Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.