Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 14
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS B jarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxus- vörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisauka- skattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skatt- þrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Frétta- blaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerf- ið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vöru- gjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skatt- greiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Elica háfar Er breyting á virðisaukaskatti aðför að tekjulágum? Til byrði eða bóta? Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldr- aða hafa um nokkurt skeið verið langir. Eft- irspurn eftir slíkum rýmum mun fara vax- andi enda mun öldruðum fjölga mjög á næstu árum og áratugum. Aðstaða þeirra einstak- linga sem bíða eftir hjúkrunarrými í dag er misjöfn en hluti hópsins er inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins sem leiðir af sér meiri kostnað en ef hjúkrunarrými væri til staðar. Skortur á hjúkrunarrýmum leiðir því af sér aukinn kostnað í kerfinu og fjármunir ríkis- ins nýtast ekki sem skyldi. Auk þess er óviss- an um hvenær viðunandi úrræði fæst óþol- andi bæði fyrir viðkomandi einstakling og aðstandendur. Við síðustu fjárlagagerð var samþykkt til- laga fjárlaganefndar um að veita 200 millj- ónir króna til þess að fjölga hjúkrunarrýmum á landsbyggðinni án þess að leggja í nýfram- kvæmdir. Heilbrigðisráðherra var síðan falið að koma þeim fjármunum í notkun en víða á hjúkrunarheimilum landsins voru til staðar auð herbergi sem nú eru nýtt. Verkefnið skil- aði bæði betri nýtingu á þeirri fjárfestingu sem lagt hefur verið í og styttingu biðlista. Ljóst er að þessi fjárveiting dugir ekki ein og sér til þess að leysa málið til framtíðar og ljóst að leggja þarf í fjárfestingar. Við mat á því hversu mörg hjúkrunarrými þurfa að vera til staðar þarf að skoða kerfið í heild. Það skiptir máli hvernig heilsugæsl- an starfar og með hvaða hætti heimahjúkr- un er sinnt. Það skiptir máli fyrir einstak- linga sem geta verið lengur heima að hafa öfluga heimahjúkrun og að hægt sé að kom- ast í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili þegar þannig stendur á. Það skiptir einnig máli fyrir framtíðaruppbyggingu LSH og heil- brigðisstofnana á landsbyggðinni hvernig hjúkrunarheimilin starfa og hvaða kröfur eru gerðar til aðstöðu og þjónustu þar. Allir þess- ir mikilvægu þættir þurfa að spila saman og nauðsynlegt er að stjórnvöld hafi heildar- yfirsýn yfir málaflokkinn. Besta leiðin til að takast á við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar er að gera áætlanir varðandi uppbyggingu og fjárfest- ingu í heilbrigðiskerfinu líkt og tíðkast t.d. varðandi samgöngumál. Markmið slíkrar áætlunar er að nýta fjármuni skattborgara skynsamlega og veita þeim sem á þurfa að halda góða þjónustu. Ég mun á haustþingi leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að slík áætlun verði unnin af heilbrigðisráð- herra og lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og samþykktar. Heilbrigðisáætlun ➜ Það skiptir máli fyrir einstak- linga sem geta verið lengur heima að hafa öfl uga heimahjúkrun. HEILBRIGÐISMÁL Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður (D) Engin framúrkeyrsla Framúrkeyrsla nokkurra ríkisstofnana hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðl- um upp á síðkastið. Forstöðumenn þeirra stofnana sem hafa farið einna mest fram úr fjárheimildum hafa rætt við fjölmiðla og skýrt ástæður þess að þeir hafa eytt almannafjármunum um- fram heimildir. Á heimasíðu atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins er tilkynning þess efnis að það beri að taka skýrt fram að útgjöld Fram- kvæmdasjóðs ferðamannastaða hafi verið innan fjárheimilda. Það er svo rakið að sjóðurinn hafi fengið 380 milljóna króna aukafjárveitingu í maí til uppbygg- ingar á ferðamannastöðum og svo hafi sjóðurinn átt 200 milljónir frá fyrra ári og sé því á núllinu. Önnur ráðuneyti hafa ekki séð ástæðu til að birta tilkynningar um fjárreiður undirstofnana sinna. Engar afsakanir Fjárlaganefnd hélt fund í gær og kallaði til fullrúa nokkurra ráðuneyta til að svara fyrir ríkisstofnanir á þeirra ábyrgð. Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar, var ómyrk í máli á Bylgjunni í gærmorgun. Vigdís ítrekaði enn og aftur að eng- inn afsláttur yrði gefinn af því og fjárlög ársins 2014 yrðu hallalaus, sama hvað á gengi. Þetta hljómar eins og Vigdís ætli ekki að taka neinar afsak- anir gildar fyrir framúrkeyrslu. Spurning hvað gerist með stofnanir eins Sjúkra- tryggingar Íslands, Landspítalann og Vegagerðina sem telja sig hafa verið að sinna lögbundnu hlutverki sínu á fyrrihluta ársins. Yfirreið um Vestfirði Ragnheiður Elín Árnadóttir er á Vest- fjörðum að heimsækja fyrirtæki og ræða við Vestfirðinga um hvernig hægt verði að byggja upp atvinnulíf í fjórðungnum og annað það sem gæti horft til framfara fyrir Vestfirðinga. Alls ætlar ráðherrann að eiga um þrjátíu fundi með heima- mönnum. Þeir ættu því að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherrann milliliða- laust.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.