Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 18
 | 2 13. ágúst 2014 | miðvikudagur Dagatal viðskiptalífsins Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 109,00 -16,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 225,50 -13,9% -2,2% Fjarskipti (Vodafone) 33,25 22,0% 3,3% Hagar 43,30 12,8% 4,8% Icelandair Group 18,75 3,0% 1,1% Marel 102,50 -22,9% -5,1% N1 16,65 -11,9% 0,0% Nýherji 4,30 17,8% 2,4% Reginn 15,50 -0,3% -0,6% Tryggingamiðstöðin* 24,00 -25,1% -1,2% Vátryggingafélag Íslands** 8,35 -22,6% -0,8% Össur 321,00 40,2% -2,7% HB Grandi 30,00 8,3% 0,0% Sjóvá 11,74 -13,1% -0,1 Úrvalsvísitalan OMXI6 1155,71 -8,2% 0,0% First North Iceland Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 20,00 50,9% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,33 9,0% 0,0% *fyrsta verð 08. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ÖSSUR 40,2% frá áramótum HAGAR 4,8% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN -25,1% frá áramótum MAREL -5,1% í síðustu viku 4 7 3 Þriðjudagur 12. ágúst ➜ Hagstofan - Efnahagslegar skammtímatölur í ágúst 2014 ➜ Þjóðskrá - Fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhús- næði eftir landshlutum Miðvikudagur 13. ágúst ➜ Fjarskipti hf. - Uppgjör 2. árs- fjórðungs Fimmtudagur 14. ágúst ➜ Hagstofan - Fiskafli í júlí 2014 ➜ Seðlabanki Íslands - Gjald- eyrisforði og tengdir liðir Föstudagur 15. ágúst ➜ Hagstofan - Samræmd vísitala neysluverðs ➜ Vinnumálastofnun - Atvinnu- leysistölur fyrir júlí Þriðjudagur 19. ágúst ➜ Hagstofan - Verðmæti sjávar- afla janúar-maí 2014 ➜ Þjóðskrá - Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Miðvikudagur 20. ágúst ➜ Seðlabanki Íslands - Vaxta- ákvörðun og útgáfa Peningamála ➜ Hagstofan - Vinnumarkaður í júlí 2014 ➜ Þjóðskrá - Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis Fimmtudagur 21. ágúst ➜ Hagstofan - Vísitala bygg- ingarkostnaðar fyrir septem- ber 2014 Föstudagur 22. ágúst ➜ Byggðastofnun - Birting árs- hlutauppgjörs ➜ Hagstofan - Vísitala kaup- máttar launa í júlí 2014 ➜ Eimskip - Uppgjör 2. ársfjórð- ungs ➜ Hagstofan - Vísitala lífeyris- skuldbindinga í júlí 2014 Ísland stendur höllum fæti í sam- keppni við önnur lönd þegar kemur að því að laða hingað sérhæft erlent starfsfólk. Hér hafa ekki verið innleidd lög sem ætlað er að bæta umhverfi erlendra sérfræð- inga eins og annars staðar á Norð- urlöndunum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri Skoðun Viðskipta- ráðs Íslands sem birt var í gær. Þar segir einnig að skattaumgjörð sérfræðinga sem hingað koma sé óhagstæðari hérlendis en víða ann- ars staðar og að afgreiðsla dvalar- og atvinnuleyfa taki lengri tíma. Viðskiptaráð segir stjórnvöld þurfa að bæta úr þessu svo alþjóð- leg atvinnustarfsemi geti vaxið hér og stutt við aukinn útfl utning á komandi árum. „Þar má helst nefna fjóra þætti; samræmingu við önnur Norður- lönd í löggjöf um skattalega hvata, skjótvirkara afgreiðsluferli fyrir dvalar- og atvinnuleyfi sumsóknir, aukið framboð alþjóðlegs náms á grunnskólastigi og lágmörkun nei- kvæðra áhrifa gjaldeyrishafta,“ segir í Skoðuninni. - hg Viðskiptaráð segir Ísland standa höllum fæti þegar kemur að því að laða hingað sérhæft erlent starfsfólk: Vill bætt umhverfi sérfræðinga SKATTBYRÐIN Viðskiptaráð segir hagstæðari skattakjör í boði fyrir erlenda sérfræðinga annars staðar á Norðurlöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VERSLUN Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Eignarhaldsfélagið Festi hf. vill byggja um 2.300 fermetra verslun- arhúsnæði við Flatahraun í Hafn- arfi rði og opna þar nýja Krónu- verslun. „Það er ekkert útilokað að þarna verði fl eiri verslanir. Það fer eftir áhuga þeirra aðila en það er ekk- ert sjaldgæft að í kringum búðirn- ar okkar séu bakarí, fi skbúðir eða veitingastaðir,“ segir Jón Björns- son, forstjóri Festar. Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar samþykkti í síð- ustu viku að heimila félaginu að vinna tillögu að breytingu á deili- skipulagi á lóðinni Flatahrauni 13. Tvær af verslunum Krónunnar eru þegar í bænum. Önnur stendur við Reykjavíkurveg en hin við Hval- eyrarbraut. „Verslunin við Reykjavíkurveg er orðin mjög þröng og það væri ákjósanlegra að fi nna henni hent- ugra húsnæði. Henni verður því lokað en hin verður áfram á sínum stað,“ segir Jón. „En við þurfum fyrst að fá þetta samþykkt og þetta þarf að passa inn í bæjarmyndina. En málið er nú í þeim farvegi að við erum enn að senda inn teikningar og ákveða hvernig aðkoman að þessu verður fyrir bíla, reiðhjól og fótgangandi,“ segir Jón. Festi, sem er í eigu SFV slhf., keypti Kaupás ehf. að fullu af Nor- vik hf. í febrúar síðastliðnum og tók þá við rekstri verslana Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals. Jón segir áform fyrirtækisins í Hafnarfi rði ekki merki um að nýir eigendur ætli í auknum mæli að færa versl- anir Krónunnar í stærra húsnæði. „Við erum ekkert að setja áherslu á fermetrafjöldann og að vera með stórar verslanir. Það hentar á vissum stöðum við umferðaræðar og í útjaðri byggð- ar þar sem er meiri atvinnustarf- semi en íbúðir. En öll skipulags- mál vísa til þéttari byggðar og við rekum einnig búðir í þéttri byggð og ætlum að halda því áfram.“ Festi vill reisa verslun- arhúsnæði í Hafnarfirði Eigandi Kaupáss vill byggja 2.300 fermetra verslunarhúsnæði við Flatahraun í Hafnarfirði og opna þar nýja Krónuverslun. Öðrum fyrirtækjum verður boðin aðstaða í húsinu undir smærri verslanir. FH torg FLAT AHR AUN FJA R Ð A R H R A U N KAPLAKRIKI Verslunin við Reykjavíkurveg er orðin mjög þröng og það væri ákjósanlegra að finna henni hentugra húsnæði. Henni verður því lokað. LÓÐIN Festi á lóðina á Flatahrauni 13 en þar er engin starfsemi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU „Þetta eru auðvitað bara mikil gleðitíðindi,“ segir Dagbjartur Ingvar Arilíusson, annar eigandi Brugghúss Steðja, um ákvörðun Áfengisverslunar ríkisins (ÁTVR) á dögunum um að veita fyrirtæk- inu undanþágu til að selja sumar- bjór sinn út ágústmánuð. Vísir greindi frá því í liðinni viku að Sumarbjór Steðja yrði ófáanleg- ur frá 10. ágúst vegna reglugerðar sem kveður á um að árstíðabundnir áfengisdrykkir, eins og sumarbjór- inn, megi einungis vera í sölu í einn til þrjá mánuði ár hvert. Drykkur Steðja kom á markað þann 10. maí og síðastliðinn sunnudag voru þrír mánuðir liðnir frá því sumarbjórinn rataði fyrst í hillur Vínbúðarinnar. Stóð til að kippa honum úr sölu eftir helgi og hefði sumrinu hjá Steðja því lokið um helgina. Alls eru rúmlega tvö þúsund flöskur af Sumarbjór Steðja til í birgðageymslum Vínbúðarinnar og hefði fyrirtækið þurft að farga þeim ef ekki hefði fundist farsæl lausn á málinu. Bjórinn verður hins vegar seldur fram til mánaðamóta í 22 af 48 vínbúðum landsins. - sój Eigandi Brugghúss Steðja segir ákvörðun ÁTVR um að leyfa áfram sölu á sumarbjór fyrirtækisins gleðitíðindi: Fékk framlengingu á sumrinu BJÓRINN Flöskurnar fá að prýða hillur ÁTVR í rúmar tvær vikur enn. MYND/BRUGGHÚS STEÐJA Ef af áformum Festar verður mun nýja verslunin standa rúmum 100 metrum frá næstu Bónusverslun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.