Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 20
 | 4 13. ágúst 2014 | miðvikudagur Nýsköpunarfyrirtæki gegna lykil- hlutverki í hagkerfi nu vegna fram- lags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrir tækja er að margra mati for- senda þess að Ísland geti fjölgað stoðum útfl utnings og aukið fram- leiðslugetu landsins á komandi árum. Klak Innovit er einkarekið nýsköpunar- og frumkvöðlasetur. Kjarnamarkmið þess er að kynna og hvetja til nýsköpunar, vera til staðar fyrir íslenska frumkvöðla og stuðla að því að hugmyndir þeirra verði að veruleika með verðmætasköpun að leiðarljósi. Mikil gróska Salóme Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Klak Innovit en hún tók við stjórnartaumunum þar í mars síðastliðnum. Salóme segir mikla grósku vera í íslensku frum- kvöðlaumhverfi . „Við hjá Klak Innovit bjóðum upp á mjög hagnýta nálgun fyrir frum- kvöðla. Við bendum þeim ekki aðeins á hvar þeir geta leitað sér upplýs- inga; við tökum á móti þeim, til dæmis á ráðgjafarfundum, beinum þeim í réttar áttir og bjóðum upp á ýmiss konar leiðir þar sem þeir geta þróað hugmyndir sínar,“ segir Salóme. Gulleggið er dæmi um slíka leið, en það er hugmyndasamkeppni innan háskólanna sem er opin öllum. „Gulleggið er eitt af okkar rót- grónustu verkefnum. Það hefur vaxið verulega frá árinu 2008 þegar það fór fyrst af stað. Síðast bárust okkur 400 umsóknir og þar hafa til dæmis sprottið upp fyrirtæki á borð við Meniga, Clara og Controlant ásamt fl eirum. Þannig byrja mörg fyrirtæki. Gulleggið er viðskipta- hugmyndakeppni að fyrirmynd frá MIT og CBS. Það var eitt af fyrstu verkefnum Innovit á sínum tíma.“ Viðskiptahraðlar skilvirkir Klak Innovit er ekki síst þekkt fyrir viðskiptahraðlana sem það býður upp á og þar er Startup Reykjavík best þekkt. „Viðskiptahraðlarnir eru án efa árangursríkustu verkefnin okkar. Þar erum við að hraða ferlinu frá hugmynd og þar til búið er að pakka hugmyndinni inn og hún er tilbúin til að bera hana undir fjárfesta.“ Klak Innovit stendur fyrir tveim- ur viðskiptahröðlum, annars vegar Startup Reykjavík sem er opinn öllum tegundum sprotafyrirtækja og hins vegar Startup Energy Reykjavík, sem er aðeins fyrir orku- tengdar hugmyndir. „Fyrirtækin fá 2-5 milljóna króna fjármögnun auk fullbúinnar vinnu- aðstöðu og þar með svigrúm til að vinna að hugmyndinni sinni í um tíu vikur. Við sjáum um framkvæmd- ina á verkefninu, aðstoðum teymin og skipuleggjum fundi fyrir fyrir- tækin með svokölluðum „mentor- um“ eða leiðbeinendum sem eru alls kyns sérfræðingar, stjórnend- um, fjárfestum eða frumkvöðlum sem náð hafa árangri. Við erum með hátt í 80 mentora á lista hjá okkur. Þessir fundir eru kjarninn í svona verkefni. Það er mjög flott að sjá allt þetta fólk, stjórnendur í íslensku atvinnulífi, sem er mjög tímabund- ið vera viljugt til að koma og hitta teymin, gefa af sínum tíma til að miðla reynslu og þekkingu. Þegar fólk gefur af sér með þessum hætti er það að leggja gríðarlega til sam- félagsins þar sem það græða allir ef sprotafyrirtækjum gengur vel. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli.“ Salóme segir að þótt fólk og fyrir- tæki geti augljóslega náð árangri án þess að leita sér aðstoðar sé það ljóst að með því að leita á náðir seturs á borð við Klak Innovit muni ferlið ganga mun hraðar fyrir sig. „Þú kemst hraðar af stað og nærð hraðar árangri með því að heyra af reynslu annarra og komast inn í tengslanet annarra. Þess vegna skiptir það máli að fyrirtæki taki þátt í að efla nýsköpunarum hverfið á Íslandi, ekki aðeins með fjár- magnsstuðningi heldur einnig með því að miðla þekkingu og gera það markvisst.“ Salóme nefnir að á ári hverju séu haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi, þar af stóð Klak Innovit fyrir vel á fimmta tug á síðasta ári þar sem um 4.000 manns tóku þátt. Næsta skref Salóme segir að almennt séð sé fólk orðið meðvitað um hvert það geti leitað eftir stuðningi þegar það fær aðstoð. „Ég held að þetta sé orðið mjög aðgengilegt. Það sem við þurfum hvað helst að styrkja er það stig þegar fyrirtækin eru komin aðeins af stað. Við höfum unnið mjög öfl- uga vinnu inni í grasrótinni en það sem ég myndi vilja gera væri að stíga af meiri krafti inn í að tengja saman frumkvöðla og fjárfesta og okkar alþjóðlega tengslanet til að koma þeim upp á næsta stig – þar er í rauninni okkar helsta áskorun í dag.“ Salóme segir afrakstur grasrót- arvinnunnar sjást vel í háskólasam- félaginu. „Við sjáum unga háskólanema átta sig á því að það að stofna eigið fyrirtæki er raunverulegur starfs- vettvangur. Þú ert ekkert endilega að fara beint inn í stóru fyrirtækin að loknu háskólanámi og ætlar að vera þar heldur eru tækifæri fyrir þig að stofna þitt eigið fyrirtæki. Ég held að árangur nýsköpunarfyrir- tækja undanfarin ár á borð við CCP, Meniga og Plain Vanilla ásamt fleir- um, hafa varpað ljósi á nýsköpunar- samfélagið sem starfsgrein. Þetta eru allt skref í rétta átt.“ Vantar upp á fjárfestingu Fjárfesting í nýsköpunarfyrirtækj- um er enn einn stærsti hjallinn fyrir þau að komast yfir. „Styrkir eru algengt form fjár- mögnunar sprotafyrirtækja á fyrstu stigum og leikur Tækniþróunarsjóð- ur þar stórt hlutverk. Bankarnir hafa einnig verið nokkuð duglegir að veita styrki en Arion banki hefur verið svolítið frábrugðinn með því að fjárfesta í fyrirtækjum í gegnum viðskiptahraðlana. Einkafyrirtæki eru ekki mikið að fjárfesta beint í sprotafyrirtækjum en hafa oft komið inn sem fyrsti viðskiptavinurinn og tekið þannig þátt í þróun þeirra og vexti. Svo eru ýmsir fjárfestinga- sjóðir fyrir hendi og er vitað af um átta sprotasjóðum sem verið er að setja á laggirnar. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er eini sjóðurinn sem hefur verið að fjárfesta í sprotafyrir- tækjum í einhverjum mæli. Á síðasta ári var fjárfest í slíkum fyrirtækjum fyrir um 700 milljónir en samkvæmt úttekt sem McKinsey gerði þyrfti sú upphæð að vera nær þremur millj- örðum. Þarna vantar augljóslega upp á,“ segir Salóme. Frumkvöðlar ná hraðar árangri ef þeir fá að læra af reynslu annarra Salóme Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri frumkvöðlasetursins Klak Innovit. Hún segir að enn vanti upp á fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum sem var í fyrra um 700 milljónir en þurfi að vera nær 3 milljörðum. Hún vill að Klak Innovit leggi meiri áherslu á að tengja saman fyrirtækin og fjárfesta. Það sé helsta áskorunin í dag. „Nýsköpun er ein af lífæðum fyrirtækja, því án hennar ná fyrirtæki ekki að þróast í takt við þarfir og væntingar viðskiptavina. Klak-Innovit gegnir því afar mikilvægu hlutverki og veitir frumkvöðlum einstakt tækifæri til að þróa lausnir og hugmyndir sem mögulega næðu ekki flugi. Við hjá Nýherja erum afar stolt af því að taka þátt í rekstri Klak-Innovit því þar hafa fjölmörg verkefni orðið að arðbærum fyrirtækjum og ég tel að við eigum eftir að sjá enn meira af þeim á komandi árum,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja og stjórnarmaður í Klak Innovit. NÝSKÖPUN EIN AF LÍFÆÐUM FYRIRTÆKJA Salóme lauk viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007 með áherslu á alþjóðaviðskipti og tungumál. Að því loknu bætti hún við sig einu ári þar sem hún sérhæfði sig í markaðssamskiptum og vörumerkjastjórnun. Hún var ráðin til Háskólans í Reykjavík árið 2009 sem verkefnastjóri hjá Opna háskólanum. Síðustu þrjú árin veitti hún þeirri deild forstöðu. „Það má því segja að ég sé alin upp hjá HR og hef fengið þar dýrmæta reynslu. Í starfi mínu hjá HR starfaði ég með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins auk fagfélaga á sviði tækni, viðskipta og laga. Markmiðið var að við- halda þekkingu útskrifaðra nemenda HR og annarra sérfræðinga og stjórn- enda en í starfi mínu hjá Klak Innovit felst hlutverk mitt í því að virkja þessa þekkingu og stuðla þannig að verðmætasköpun,“ segir Salóme. HVER ER SALÓME GUÐMUNDSDÓTTIR? VIÐTAL Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is FRÉTTABLAÐ IÐ /G VA GRÓSKA Í FRUMKVÖÐLASTARFI Salóme segir einstaklinga vita hvert þeir geti leitað fái þeir góða viðskiptahug- mynd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.