Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Fyrsta ferðatölvan, eða port able computer, kom á markað í apríl 1981. Þetta var Osborne 1. Hún var hönnuð af Adam Osborne hjá Osborne Compu- ter Corporation. Snemma árs 1982 keypti rafmagnstæknifræðingurinn Arnlaugur Guðmundsson slíka tölvu og notaði í nokkur ár með góðum árangri. „Það má reyndar deila um það hvort mín fyrsta fartölva hafi verið eða geti flokkast sem far- tölva. En hún var vissulega færanleg tölva,“ segir Arnlaug- ur. Hann starfaði á þessum tíma hjá fyrirtækinu Örtölvu- tækni sem flutti tölvuna inn. Ári síðar var flutt inn sams konar tölva til að nota sem stjórntölvu fyrir mælitæki sem smíðað var fyrir Vegagerðina og mældi yfirborðsástand vega. „Ég veit ekki til þess að fleiri slíkar tölvur hafi komið hingað til lands en ég veit nú ekki allt,“ segir Arnlaugur. Hann notaði tölvuna nokkuð mikið og fór með hana talsvert út á land. Á sínum tíma birtist mynd af tölvunni í Tölvumálum, tímariti Skýrslutæknifélags Íslands, en þar var henni stillt upp við Gullfoss til að undirstrika bylting- arkennda notkunarmöguleika hennar. Arnlaugur segir suma hafa rekið upp stór augu þegar hann kom með tölv- una í farteskinu en hann hafði jafnframt prentara meðferðis. „Tölvan minnti þó mest á saumavélartösku og þætti ekki handhæg í dag. Ég vann þó talsvert á hana og notaði mest í ritvinnslu þótt skjárinn væri lítill. Tölvunni fylgdu jafnframt nokkur forrit. Þar á meðal Sup ercalc sem ég notaði mjög mikið í alls konar útreikninga. Ég er heldur ekki frá því að fyrsta bókin sem sett var á tölvu hafi verið sett á þessa vél og send til Odda með rafrænum hætti. Örlög vélarinnar urðu þó þau að vera tekin í sundur og notuð í varahluti.“ Minnti einna helst á saumavélatösku Fyrsta fartölvan kom á markað árið 1981. Snemma árs 1982 festi raf magns - tæknifræðingurinn Arnlaugur Guðmundsson kaup á slíkri tölvu. Hann notaði hana mest í ritvinnslu og útreikninga og ferðaðist talsvert með hana um landið. Arnlaugur starfaði hjá Örtölvutækni á þeim tíma sem hann keypti tölv- una. Hann fékkst meðal annars við að hanna og smíða mælitæki og leysa ýmis tæknileg vandamál. Eins að setja íslenska stafi í tölvuskjái og prentara. Þá fékkst hann lítilleg við að forrita. Skjárinn á Osborne 1 var 5“ og komust 62 stafir fyrir í hverri línu. Tækniþróun hefur fleygt fram undanfarin ár og eru ýmis raftæki sem þekktust ekki fyrir örfáum áratugum nú í daglegri notkun hjá allflestum. Lítið er hægt að segja með fullri vissu um áhrif þessara raftækja en margir velta þeim fyrir sér. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir í svari við spurningu um hvort geislun frá fartölvum sem menn sitja með í kjöltunni hafi skaðleg áhrif á lík- amann, að rafsegulgeislun frá fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hafi fremur lága tíðni og flytji litla orku, minni en geislun frá farsím- um og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun. Í rannsóknum á áhrifum rafsegulsviðs á frum- ur, meðal annars sæðisfrumur, hafa menn greint breytingar á starfsemi þeirra í tilraunaglösum, en það er hins vegar ekki hlaupið að því að sýna fram á áhrif rafsegulsviðs á menn. Það skýrist meðal annars af því hve margt annað í umhverfinu getur valdið sömu eða álíka einkennum. Einnig er rétt að hafa í huga að rafsegulgeislun af ýmsum uppruna er mjög algeng í umhverfi okkar. Nokkur dæmi eru um að hiti frá fartölvu sem hvílir á lærum hafi skaðað húðina og valdið var- anlegum húðroða. Slíkur roði kemur fram við langvarandi hita sem þó er ekki svo mikill að húð brenni. Að lokum má geta þess að aukinn hiti getur haft óhagstæð áhrif á sæðisframleiðslu. Heimild: visindavefur.is Minni geislun frá fartölvum en frá farsímum Nokkrar staðreyndir um Osborne 1 Stýrikerfið var CP/M 2.2. Skjárinn var 5“ CTR og komust 62 stafir í línu. Hins vegar var auðvelt að „skrolla“, það er að færa línuna til vinstri og hægri eftir hentugleika. Tvö 5 ¼ disklingadrif, 100 kB hvort. Minnið var 64 kB. Örgjörvinn var 8 bita, Z80 og tiftíðnin 4MHz. Rað- og hliðtengi voru á vélinni. Hliðtengið var nýtt sem prent- aratengi en raðtengið fyrir sam- skipti. Það var 300 baud (bit/sec). Þessu breytti ég fljótlega þannig að velja mátti með skiptara milli 300, 600, 1200, 2400, 4800 og 9600 baud. Með tölvunni fylgdi hugbúnaður, t.d. Wordstar, Supercalc, Basic o.fl. FARTÖLVUÚTSALA! Sendum hvert á land sem er DAGLEGA COMPUTER.IS · SKIPHOLTI 50C · 105 REYKJAVÍK - Græjaðu þig fyrir skólann hjá okkur!" Asus D550MA, 15,6 tommu skjár, Intel Dual Core, 4GB DDR3, 500GB diskur, 4 klst rafhlöðuending. Útsöluverð 59.990 (áður 64.990) Asus K552EA, 15,6 tommu snertiskjár, AMD Quad Core, 6GB DDR3, 750GB diskur, 5 klst rafhlöðuending. Útsöluverð 94.900 (áður 99.900) Acer Aspire V3-771, 17,3 tommu skjár, Intel Core i3, 6GB DDR3, 500GB diskur, 4 klst rafhlöðuending. Útsöluverð 99.900 (áður 114.900)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.