Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 46
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30 Lax eða bleikja sem er búin að standa í ísskáp í þrjá daga, sett á birkifjöl, er mjög gott. Sneidd sæt kartafla sem er búin að liggja í blöndu af sætri sojasósu og olíu eða pensluð með teriyaki. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidags- ins mikla á Dalvík. BEST Á GRILLIÐ „Ég hef aldrei verið í betra formi og finnst þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Pétur Einars- son járnkarl, en hann er að fara að taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á sex vikum um næstu helgi. Hann keppti í járnkarlsmóti í Austurríki fyrir sex vikum og er nú að undir- búa sig þar sem hann keppir í öðru járnkarlsmóti í Svíþjóð. Pétur, sem varð fimmtugur á árinu, segist þó ekki alltaf hafa verið svona mikill íþróttamaður. „Um fer- tugt var ég bara meðalskrifstofu- maður með smá bumbu og drakk og reykti. Ég hætti þó að drekka og reykja um þrítugt en fór þá að borða meira og vaknaði svo upp við það að vera í engu formi og allt of þungur, þetta hafði svo mikil áhrif á andlega líðan,“ útskýrir Pétur. Hann ákvað að snúa við blaðinu og hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hann var fer- tugur en kynntist svo þríþrautinni fljótlega. Pétur hefur keppt í sjö mara- þonum á tíu árum, meðal annars í Berlín, London, New York, Boston og Chic ago. „Árið 2006 byrja ég að keppa í þríþraut og hef keppt um allan heim. Ég held ég sé búinn að keppa í svona fimmtán þríþrautar- mótum síðan árið 2006,“ bætir Pétur við. Járnkarlsmótið er í raun þríþraut nema vegalengdirnar eru mun meiri í járnkarlsmótinu. „Í járnkarlinum syndum við 3,8 kílómetra, hjólum 180 kílómetra og hlaupum 42 kíló- metra en í hefðbundinni þríþraut eru þetta 1,5 kílómetra langt sund, hjólað í 40 kílómetra og hlaupnir tíu kíló- metrar. Það er mikill munur þarna á og maður þarf að vera vel búinn undir járnkarlinn,“ segir Pétur. Hann er eins og fyrr segir að fara að taka þátt í sínu öðru járnkarls- móti á einungis sex vikum; er ekki erfitt að búa sig undir svona keppni? „Þegar ég tók þátt í minni fyrstu þríþrautarkeppni var sagt við mig að það tæki svona sjö ár að undir- búa sig fyrir sinn fyrsta járnkarl. Nú æfi ég í um þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar í sex til níu mánuði, þetta er gríðarlega mikill undirbún- Tveir járnkarlar í röð Pétur Einarsson fékk áhuga á líkamsrækt þegar hann var fertugur og var þá ekki í góðu formi. Tíu árum síðar er hann að taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á sex vikum. Í HÖRKUFORMI Pétur Einars- son járnkarl verður fimm- tugur á árinu og hefur aldrei verið í betra formi. MYND/EINKASAFN Járnkarl: Sund 3,8 km Hjólreiðar 180 km Hlaup 42 km Hefðbundin þríþraut: Sund 1,5 km Hjólreiðar 40 km Hlaup 10 km Pétur Einarsson kláraði járnkarlsmótið í Austur- ríki fyrir skömmu á tímanum 11:29:49 og ætlar sér að gera enn betur í Svíþjóð um helgina. JÁRNKARLINN ER EKKERT LAMB AÐ LEIKA SÉR VIÐ Leikstjórarnir Lana og Andy Wach- owski hafa valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar sjónvarps- seríu, Sense8. Systkinin er vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal ann- ars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Tökur hefjast hér á landi 26. ágúst og standa til 6. september en Eskimo-Casting leitar nú að íslensk- um aukaleikurum fyrir seríuna. Opnar prufur fara fram í húsakynn- um Eskimo í Bolholti 4, 2. hæð, í dag og á morgun frá 15–18. „Við leitum að fólki á aldrinum 18-70 ára af öllum stærðum og gerð- um og engrar leikreynslu er kraf- ist. Einnig leitum við að fólki sem er vant hjúkrunar- og læknisstörfum sem og klassískum tónlistarmönn- um,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo, en um er að ræða einn til tvo tökudaga fyrir íslensku leikar- ana á tökutímabilinu. Serían Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það framleiðslu- fyrirtækið True North sem aðstoð- ar tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða. Þá helst vegna þess að flestar tökurnar munu fara fram á höfuðborgarsvæð- inu þar sem kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgríms- kirkju verða í lykilhlutverki. Ekki er vitað mikið um söguþráð serí- unnar en söguhetjan ku eiga að vera íslensk. - áp Leikstjórar Matrix taka upp á Íslandi Lana og Andy Wachowski taka upp Netfl ix-seríuna Sense8 hér á landi og leita að íslenskum aukaleikurum. TIL ÍSLANDS Systkinin Lana og Andy Wachowski ætla að hafa Reykjavík í stóru hlutverki í sinni fyrstu sjón- varpsseríu, Sense8. „Fólk gleymir því pínu hvað það er ótrúlega gaman að fara í karókí,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir en hún heldur heljar- innar karókípartí á Dolly í kvöld klukkan 21.00 ásamt kærastanum sínum Árna Gunnari Eyþórssyni. „Við vorum að pæla í að kalla þetta kærókíkvöld,“ segir Ásdís. „En fólk á smá erfitt með að bera það fram, þetta myndi þá hljóma eins og ákærukvöld á Dolly sem væri hundrað prósent skrítið.“ Parið tók við karókíkyndlinum af þeim Margréti Erlu Maack og Ragnheiði Maísól sem héldu svipuð kvöld undir nafninu Hits and Tits. „Það er svona ákveðið tabú að fara í karókí,“ lýsir Ásdís. „Ég sting oft upp á því á djamminu að fara á Obladi Oblada en það er aldrei tekið vel í það.“ Ásdís tók þá til sinna ráða og kemur með karókíið til fólksins. „Við erum að draga karókíið fram í dags- ljósið á Dolly, hipsteralegustu búllu bæjarins, það er eiginlega fáránlegt að við megum gera þetta þarna,“ segir söngkonan og hlær. baldvin@365.is Halda karókí á hipster-búllu Söngkonan Ásdís María Viðarsdóttir heldur karókíkvöld ásamt kærastanum sínum, Árna Gunnari Eyþórssyni, á Dolly, en þau íhuguðu að kalla það kærókí. GLEÐIGJAFAR Kærustuparið segir það vera tabú að fara í karókí. ingur, það er ekki séns á að klára svona keppni annars,“ segir Pétur. Hann kláraði sitt fyrsta járnkarls- mót á tímanum 11:29:49. „Í mínum aldursflokki, 50 til 54 ára karlar, voru 323 skráðir, 240 kláruðu og ég var í 74. sæti. Það voru þrjú þúsund keppendur í heildina og meðaltíminn var um þrettán tímar þannig að ég var sáttur.“ Hann er þó ekki eini Íslending- urinn sem tekur þátt í járnkarlin- um í Svíþjóð. „Við erum tólf manna hópur frá Þríkó, sem er þríþrautar- deild Breiðabliks. Ég held að þetta sé stærsti hópur Íslendinga sem hefur farið svona saman út að keppa,“ segir Pétur, sem er staðráðinn í að bæta tíma sinn í Svíþjóð. gunnarleo@frettabladid.is ➜ Lana hét áður Laurence en hún gekkst undir kynleiðrétt- ingaraðgerð árið 2008. Ásdís María syngur sjálf alltaf Think Twice með Celine Dion og segir það algjöra neglu. „Árni Gunnar tekur samt alltaf I Wanna Know What Love Is,“ segir Ásdís. „Ég verð alltaf enn þá meira skotin í honum þegar hann tekur það.“ ➜ Besta karókílagið?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.