Fréttablaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinaugust 2014næsti mánaðurin
    mifrlesu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 13.08.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 13.08.2014, Síða 4
13. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| fRéttIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is sVonA eRUM VIÐ SPARAÐUVASKINN Fram til 31. ágúst gefum við afslátt sem nemur virðisaukaskattinum af öllum okkar eldhúslínum. Kvik Reykjavík: Suðurlandsbraut 16. Sími 5880500 Allir eiga að geta eignast flott eldhús 125 súluungar voru skráðir í veiðiskýrslur árið 2012. Árið 2001 voru þeir 1.196 talsins. sAMfélAGsMál „Það er eins og innflytjendur eigi ekki að fá að tjá skoðun sína á málefnum sínum,“ segir Anna Kristinsdóttir, mann- réttindastjóri Reykjavíkurborgar. Í gær kynnti mannréttindaráð Reykjavíkur greiningu á haturs- orðræðu sem Bjarney Friðriks- dóttir, doktorsnemi í Evrópuráð- gjöf, vann fyrir ráðið. Þar kemur fram að Íslendingar bregðast harð- ar við ef innflytjandi hefur sig í frammi um málefni innflytjenda en þegar íslenskur talsmaður gerir það. Samkvæmt greiningunni ber talsvert á ummælum sem ein- kennast af kynþáttafordómum í umræðunum á íslenskum frétta- netmiðlum. Algengast er að slík ummæli séu sett fram í garð múslima. Skemmst er að minn- ast morðhótunar sem Salmann Tamimi kærði, fyrrverandi for- maður Félags múslima á Íslandi, en sá ósómi leit dagsins ljós í umræðunni um byggingu mosku í Reykjavík. Einnig eru algeng ummæli sem einkennast af þjóð- ernishyggju og ný-rasisma, sam- kvæmt greiningunni. Bjarney hafði úr nægu að moða því hún las tæp fimmtán þúsund ummæli og var aðeins fjórðungur þeirra skrifaður af konum. Reykjavík er nú í aðlögunarferli til að fylla flokk Evrópuráðsins yfir alþjóðlegar borgir eða Inter- cultural city eins og verkefni ráðs- ins er kallað. Alls eru sextíu borg- ir á þeim lista og svo Reykjavík komist á hann verður hún meðal annars að standast úttekt sem eft- irlitsmenn ráðsins munu gera og eru þeir væntanlegir á haustmán- uðum. Þeir munu kanna hvernig borgin sinnir innflytjendum. Efnisflokkarnir sem skoðaðir voru í greiningunni voru flótta- fólk, fólk af erlendum uppruna eða innflytjendur, bygging mosku í Reykjavík, jafnrétti kynjanna, femínismi, kynferðislegt ofbeldi og hinsegin fólk. jse@frettabladid.is Harðar brugðist við orðum innflytjenda Mannréttindastjóri undrast ekki að innflytjendur veigri sér við að blanda sér í umræðuna um innflytjendamál. Greining á hatursorðræðu leiðir í ljós að hart er brugðist við orðum þeirra. Algengast að fordómafull ummæli falli í garð múslima. fRá bænAstUnD MúslIMA Svo virðist sem innflytjendur eigi ekki að fá að tjá skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. fRéttABLAðIð/VILHELm Jákvætt l Upplýst fólk tekur jafnan til varna fyrir minnihlutahópa þegar fordómafull ummæli eru sett fram. l Reykjavík er í tilraunaverkefni með Intercultural city og því munu eftirlitsmenn frá Evrópuráðinu gera úttekt á því á haustmánuðum hvernig borgin þjónar innflytjendum. neikvætt l fólki af erlendum uppruna virðist ekki eiga að líðast að hafa gagn- rýna rödd í samfélaginu. l fordómafull ummæli, sem rætur eiga að rekja til staðalímynda, eru algeng, einkum gegn múslimum. l Þeir sem láta slík ummæli falla virðast ekki þekkja takmörk tjáningarfrelsisins. l Nokkrir halda úti vefsíðum þar sem haturs- og hræðsluáróðri er beint gegn múslimum, óspart notað í um- ræðunni um byggingu mosku. GReInInG á hAtURsoRÐRæÐU spánn, Ap Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur komist að þeirri niðurstöðu að sið- ferðilega réttmætt sé að nota lyf, sem enn eru á tilraunastigi, á sjúklinga sem smitast hafa af ebóluveirunni. Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum, sem hugsanlega gætu hjálpað ebólu- smituðum. Spánverjinn lést í gær en Banda- ríkjamennirnir tveir eru sagðir vera á batavegi. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið, þrátt fyrir að veiran hafi á þessu ári lagt meira en þúsund manns að velli í fjórum Afríku- ríkjum: Gíneu, Síerra Leóne, Líberíu og Nígeríu. „Ef til eru lyf sem gætu bjargað manns- lífum, eins og tilraunir á dýrum benda til, eigum við þá ekki að nota þau til þess að bjarga mannslífum?“ spyr Marie-Paule Kieny, aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunar- innar. Hins vegar tók hún fram að ekki mætti vekja falskar vonir um að fundin væri örugg leið til þess að lækna ebólu: „Það er alls ekki svo,“ sagði hún á blaðamannafundi á Spáni í gær. Sumir sérfræðingar telja engan veginn ljóst að þróun nýrra lyfja eða bóluefna sé komin það langt að þau geti skipt sköpum í baráttunni við ebólu. - gb Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir réttmætt að nota tilraunalyf gegn ebólu: Meira en þúsund manns hafa látið lífið bARIst VIÐ ebólUnA Heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsi í Síerra Leóne skoðar ebólusmitaða sjúk- linga. fRéttABLAðIð/AP stJóRnsýslA Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill taka skýrt fram að Framkvæmda- sjóður ferðamannastaða er innan fjárheimilda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef ráðu- neytisins. Í tilkynningunni segir að nýút- komin skýrsla um fjárreiður rík- issjóðs taki ekki tillit til aukafjár- veitingar sem ríkistjórnin veitti, um 380 milljóna króna, auk tæp- lega 200 milljóna sem sjóðurinn átti ósnertar frá fyrra ári. - sa Ráðuneytið svarar fyrir sig: Telur sjóðinn innan heimilda Soffía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá hæGt KólnAnDI Í dag verður yfirleitt hæg N-átt eða hafgola. Í nótt snýst vindur í suðvestlægar áttir en áfram verður hægviðri að mestu. Á föstudag hvessir heldur er líður á daginn, fyrst NV-til. Áfram hlýjast S- og SV-til en kólnar lítillega í veðri. 8° 3 m/s 10° 6 m/s 14° 2 m/s 12° 7 m/s Hæg SV-átt austantil en 7-13 m/s V-til. Hæg breytileg átt í fyrstu, hvessir síðdegis. Gildistími korta er um hádegi 26° 33° 20° 21° 20° 22° 18° 22° 22° 27° 22° 30° 32° 36° 22° 24° 21° 20° 11° 3 m/s 12° 9 m/s 9° 5 m/s 9° 6 m/s 8° 4 m/s 9° 5 m/s 6° 6 m/s 14° 11° 10° 8° 12° 11° 13° 12° 13° 10° Alicante Aþena Basel Berlín Billund frankfurt friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London mallorca New York Orlando Ósló París San francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN peKInG, Afp Oft verður hitinn nær óbærilegur í Peking í Kína yfir sum- arið og fer stundum upp í fjörutíu gráður. Undanfarin ár hafa hitabylgjur gengið reglulega yfir borgina og önnur héröð landsins, með þeim afleiðingum að fólk lætur lífið eða þarf að leggjast inn á spítala vegna hitans. Þetta sumarið er engin undantekning í Peking en hitinn hefur farið allt upp í 37 stig. Peking er eins og gufuklefi og hefur fólki verið ráðlagt að halda sig innan- dyra. Þeir sem þurfa að mæta í vinnu reyna að kæla sig niður eins og öryggis vörðurinn á myndinni sem stendur í loftkældu glerbúri. - ebg Hitinn getur náð fjörutíu gráðum í hitabylgjum í Kína: Óbærilegur hiti í Peking Í GleRbúRI Í stað þess að standa í sólinni eða í heitri kompu stendur öryggisvörður í Peking í loftkældu glerbúri vegna þess mikla hita sem er í Kína þessa dagana. NORdIcPHOtOS/AfP MAnnRéttInDAMál Ríflega þús- und Íslendingar hafa ákveðið að sýna stuðning í verki við mann- réttindar- og frelsisbaráttu Pal- estínumanna og kaupa ekki ísra- elskar vörur. Á Facebook-síðu hópsins, Við kaupum ekki vörur frá Ísrael, er safnað saman upplýsingum um vörur frá Ísrael sem seldar eru á Íslandi, hvar þær fást, sem og upplýsingum um alþjóðleg fyrir- tæki sem styðja aðgerðir Ísraels- manna. - ebg Þúsund sýna stuðning í verki: Sniðganga vörur frá Ísrael

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 188. tölublað (13.08.2014)
https://timarit.is/issue/377361

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

188. tölublað (13.08.2014)

Gongd: