Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2014, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 17.09.2014, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 17. september 2014 | SKOÐUN | 17 ESB þróast á ógnarhraða þessa dagana. Þetta á eink- um við á fjármálasviðinu en ríki ESB vinna nú hörðum höndum að þróun Banka- bandalags Evrópu sem hefur það yfirlýsta markmið að búa innri markaði Evrópu öruggari og tryggari fjár- málageira. Þessi þróun hefur bein áhrif á kjarna EES- samstarfsins – innri markað- inn – og þar af leiðandi bein- ar afleiðingar fyrir Ísland. Hið nýtilkomna bankabandalag byggir á tveimur meginstoðum: Sam- eiginlegu fjármálaeftirlitskerfi svo og bankagjaldþrotskerfi. Þessar stoð- ir standa á sameiginlegum grunni: Samevrópsku regluverki fyrir fjár- málastofnanir á innri markaði Evrópu (Single Rulebook) sem á m.a. að tryggja Evrópubúum aukna vernd ef bankinn þeirra fer á hausinn. Markmið evrópska fjármála- eftirlitsins er að skapa stöðugleika í fjármálageiranum, skapa réttlát lánsskilyrði í allri Evrópu og sjá til þess að bankar, en ekki skattgreið- endur, borgi fyrir sín eigin mistök. Fram kemur í síðustu yfirlitsskýrslu sendiráðs Íslands í Brussel að „ESB og EFTA-ríkin vinn[i] nú sameigin- lega að lausn fyrir EFTA-ríkin við að innleiða reglur á sviði sameiginlegs fjármálaeftirlits“. Það er því ljóst að Ísland sér hag sinn í því að taka þátt í nýja fjármálaeftirlitskerfinu, enda myndi það auka tiltrú og traust á bankakerfi landsins. Hins vegar á Ísland mjög erfitt með það því lögfræðiálit komast ítrekað að þeirri niðurstöðu að það feli í sér of mikið framsal ríkisvalds til yfirþjóðlegra stofnana til að geta staðist stjórnar- skrána. Þeim sérlausnum sem lagð- ar voru til við ESB var hafnað. Málið hefur því staðið fast í kerfinu frá 2012 og engin lausn í sjón- máli. Á meðan engin lausn finnst nýtur Ísland ekki góðs af því öfluga stuðnings- neti sem evrópska fjármálaeftirlit- skerfið veitir. Þá er ljóst að á meðan ástandið er svona starfa íslenskir bankar ekki í jafn öruggu starfs- umhverfi og evrópskir bankar sem hefur neikvæðar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni þeirra og þar með íslenskan almenning sem nýtir sér þjónustu þeirra. Aðildin að innri markaðinum, sem EES-samningurinn veitir, hefur reynst Íslandi mjög vel. Ef við ætlum hins vegar að geta notið góðs af þeim betrumbótum sem orðið hafa á lög- gjöf innri markaðarins síðastliðin ár og veitt íslenska fjármálageiran- um betri umgjörð og aðhald en áður hefur þekkst, verðum við að tryggja að íslensk lög á sviði fjármálaþjón- ustu rími við löggjöf ESB. Áskorunin sem íslenskir stjórn- málamenn standa frammi fyrir er að svara því hvernig EES-sam- starfið á að geta staðið sem grunn- urinn að framtíðarsamskiptum Íslands og ESB ef ekki er hægt að finna leið til að innleiða EES-lög- gjöf á Íslandi. Hvernig ætlum við að tryggja íslenskum bönkum sam- bærilegt stuðningsnet við það sem samkeppnisaðilar þeirra í Evrópu hafa, ef við erum ófær um að inn- leiða viðeigandi EES-löggjöf? ➜ Á meðan engin lausn fi nnst nýtur Ísland ekki góðs af því öfl uga stuðningsneti sem evrópska fjármála- eftirlitskerfi ð veitir. RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM Framleiðum dýnur og rúm fyrir hótel og gistiheimili FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! · HAUSTTILBOÐ · 20-30% AFSLÁT TUR Mikil umræða fer nú fram um fjar- lagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grund- vallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræð- ingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrsl- unni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningar- málaráðuneytis og framhaldsskól- anna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi árs- ins 2015. Þar er hvergi að sjá við- brögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvö- földum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrek- að fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri fram- haldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekk- ert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnu- mótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlaga- frumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á fram- haldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæp- lega 5% fækkun nemenda í fram- haldsskólunum er ljóst að fjölmörg- um nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfs- námsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú megin- stefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án fram- haldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskóla- prófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlut- fall þeirra sem ljúka námi á tilsett- um tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmið- um – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur fram- haldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentspróf- ið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhalds- skólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grund- velli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum sam- félagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnún- ingur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða alþingis- menn vilja setja stafina sína við aftur hvarf til fortíðar í menntamál- um á Íslandi? Sýn stjórnvalda í mennta- málum, aftur til fortíðar MENNTAMÁL Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskóla- kennara Ólafur Sigurjónsson formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum Öngstræti í ESB-málum EVRÓPUMÁL Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmála- fræðingur ➜ Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlaga- frumvarpi ársins 2015.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.