Fréttablaðið - 17.09.2014, Síða 56

Fréttablaðið - 17.09.2014, Síða 56
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið 1 Hundar réðust að lömbum og átu þau lifandi 2 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn 3 Veikindi hjá velferðarsviði kosta borgina yfi r hundrað milljónir segir borgarfulltrúi 4 Umfj öllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Fjölnir 1-3 | Fjölnir úr fallsæti á kostnað Fram 5 Hefur fengið leyfi fyrir líknardrápi Á leið á rauða dregilinn í New York Leikarinn Ólafur Darri heldur til New York í dag þar sem hann verður við- staddur frumsýningu á kvikmyndinni A Walk among the Tombstones. Liam Neeson leikur aðalhlutverkið í myndinni en henni er leikstýrt af Scott Frank eftir samnefndri bók Lawrence Block. Ólafur Darri fer með hlutverk James Loogan í myndinni og mun án efa taka sig vel út á rauða dreglinum með Neeson. Myndin verður frumsýnd hér á landi um næstu helgi en nú þeg- ar hefur birst fjögurra stjörnu dómur á kvikmyndavefnum Empire. Annars er Ólafur Darri við tökur á myndinni The Last Witch Hunter þar sem hann leikur við hlið Vins Diesel og Elijah Wood. - áp VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín UPPLIFÐU ÞITT . wowair.is Köben - Beint flug allt árið Frá 9.990kr. Berlín - Beint flug allt árið Frá 9.990kr. Frá 9.990kr. París - Beint flug allt árið Barcelona - Beint flug til 20. okt. Frá 16.990kr. Alicante - Beint flug til 29. nóv. Frá 16.990kr. London - Beint flug allt árið Frá 9.990kr. Skrímsli verður til Allflestir þekkja til hópa á Facebook sem er umhugað um eitthvert eitt málefni. „Vinir lúpínunnar“, „Áhugamannafélag um gæði vinnubragða á fréttamiðlum“ og „Fimmaurabrandarafjelagið“ eru dæmi um hópa sem hafa sprottið upp og meðlimir viðra skoðanir sínar á málefninu eða segja lélega fimmaura- brandara. Fyrir rétt rúmum sólarhring stofnaði Kolbeinn Óttarsson Proppé hóp sem varð fljótur að vaxa og dafna og eru nú meðlimir hópsins rúmlega 400 talsins. Hópurinn heitir „Algjörlega óá- hugaverðar fótboltaupplýsingar“. Þar er reglan einföld: meðlimum er bannað að bera á torg áhugaverðar upplýs- ingar um knattspyrnu. Stefán Pálsson, Sveinn H. Guðmarsson, Líf Magneudóttir og Gerður Kristný hafa til dæmis öll sent inn afar óáhugavert efni um knatt- spyrnu. - sa

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.