Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 2
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 ■ Í skýrslu ríkislögreglustjóra frá 2013 um mat á skipulagðri glæpastarf- semi og hættu á hryðjuverkum segir að ganga megi út frá því sem vísu að umfang tölvu- og netglæpa aukist hér í fyrirsjáanlegri framtíð. ■ Tölvu- og netglæpir eru það form skipulagðrar glæpastarfsemi sem líklegast er að sé beint gegn almenningi hér á landi, samkvæmt skýrslunni. Þar er til dæmis átt við tilraunir til fjársvika. Einnig er vísað til tilrauna til að brjótast inn í tölvur og bankareikninga. Fyrirséð aukning á tölvu- og netglæpum STJÓRNMÁL Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta 132 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til ell- efu verkefna. Rúmlega 60 prósent af þeirri upphæð fara til verkefna í kjördæmi ráðherra eða rúmar 80 milljónir. Hæsta framlagið eða 52 milljónir, rennur til Öldrunarheimilis Akur- eyrar vegna endurbóta á húsnæði. Næsthæsta framlagið, 23 milljón- ir, rennur til Öldrunarheimilisins Dalbæjar í Dalvíkurbyggð. Þá fær Dvalarheimili aldraðra í Norður- þingi rúmar sex milljónir. Öll eru þessi heimili í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Samtals fá þessi verkefni 81,7 millj- ónir af þeim 132 sem var úthlutað. Úthlutun ráðherra byggir á til- lögum stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra. Stjórnin leggur mat á umsóknir um framlög úr honum og gerir tillögu til ráðherra. Alls bárust 23 umsóknir sam- kvæmt vef ráðuneytisins. hks@365.is Kristján Þór Júlíusson útdeilir styrkjum úr Framkvæmdasjóði aldraðra: 80 milljónir í eigið kjördæmi FRAMKVÆMDASJÓÐUR Um sextíu prósent úhlutananna fara til verkefna í kjördæmi ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FLUGMÁL Gat á nýrri eldsneytisleiðslu og röng viðbrögð flugmanna við ofrisi leiddu til þess að lítil fisflug- vél hrapaði til jarðar og flugkennari og nemandi fórust á Reykjanesi 20. október árið 2012. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nemandinn í fluginu, 42 ára karl- maður, hafði skömmu fyrir slysið keypt fisflugvélina ásamt öðrum. Hann var við stjórn vélarinnar þegar hún ofreis og hrapaði til jarð- ar skömmu eftir flugtak á Sléttu- flugvelli. Flugkennarinn var 66 ára. Rannsóknarnefndin telur að gat á nýrri eldsneytisleiðslu, sem eigend- urnir settu í sjálfir, hafi valdið gang- truflunum þannig að hreyfillinn missti afl. „Það er mat RNSA [rannsóknar- nefndarinnar] að viðbrögð flugmann- anna við ofrisi og spuna hafi ekki verið rétt,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að flugmaður ann- arrar kennsluflugvélar sem var á lofti fylgdist með flugi fisflugvélar- innar og myndaði það allt þar til hann missti símann úr höndunum eftir að fisið var byrjað að snúast til jarðar en rétt áður en vélin skall á nefið. Stuðst var við myndband hans og vitnisburð, auk frásagnar annars sjónarvotts á jörðu niðri við rannsókn slyssins. - gar Bilun og mistök kostuðu kennara og nemanda lífið segir rannsóknarnefnd: Tók myndir af flugvél að hrapa Á SLYSSTAÐ Fisflugvélin hrapaði á nefið en þegar fulltrúar Rann- sóknarnefndar samgönguslysa komu á staðinn var búið að snúa vélinni á réttan kjöl. MYND/HILMAR BRAGI-VÍKURFRÉTTIR Rán, fenguð þið leyfi hjá mannanafnanefnd fyrir nafn- inu Rómeyja? „Völd mannanafnanefndar ná ekki yfir stærstu ástarsögu allra tíma.“ Rán Ísold Eysteinsdóttir er formaður listafélags Verzlunarskóla Íslands sem setur upp leikritið Rómeó og Júlíu, með tveimur konum í aðalhlutverki. Persónurnar heita Rómeyja og Júlía. SAKAMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært sjötugan karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkams- árás. Árásin átti sér stað í sum- arhúsi á Suðurlandi árið 2012 en maðurinn er sakaður um að hafa slegið annan mann ítrekað með riffli, meðal annars í höfuð- ið. Fórnarlambið kjálkabrotnaði, hlaut mar víðs vegar um líkam- ann og þurfti að undirgangast aðgerð. Krafist er að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu á rúmlega tveimur milljónum króna í bætur. - sks Fórnarlambið kjálkabrotnaði: Ákærður fyrir árás með riffli SÝRLAND Þó nokkrar sprengjur féllu í gær í nágrenni tyrkneska bæj- arins Suruc sem er skammt frá landamærunum að Sýrlandi. Tugir þúsunda sýrlenskra Kúrda hafa flúið yfir landamærin til Tyrklands vegna loftárása Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á öfgasamtökin Íslamska ríkið í Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir því að þjóðir heims aðstoði Tyrki við að takast á við þenn- an aukna fjölda flóttamanna inn í landið. - fb Flóttamönnum fjölgar mjög í Tyrklandi vegna loftárása: Flúðu sprengjuregnið í Sýrlandi TROÐNINGUR Sýrlenskir Kúrdar troða sér inn í rútu eftir að hafa farið yfir landa- mæri Sýrlands og Tyrklands. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS ÖRYGGISMÁL Tölvuþrjótar sendu skilaboð á þúsundir Íslendinga í september í tilraun til að komast yfir aðgangsorð að heimabönkum en uppskera árásarinnar var rýr. Almenningur er berskjaldaðri fyrir netárásum með aukinni snjallsíma- notkun. Þegar vika var liðin af september bárust fréttir af tilraunum tölvu- þrjóta til að komast yfir aðgangs- orð að heimabönkum. Tölvupóstur var sendur til Íslendinga frá net- föngum sem líktust netföngum íslenskra banka. Strax í kjölfarið sendu allir bankarnir ásamt netör- yggissveit Póst- og fjarskiptastofn- unar og Ríkislögreglustjóra frá sér sameiginlega fréttatilkynningu, til að vara við árásinni. Þorleifur Jónasson, forstöðumað- ur tæknideildar Póst- og fjarskipta- stofnunar sem netöryggissveitin CERT-ÍS tilheyrir, segir ljóst að pósturinn barst þúsundum manna, en heildarfjöldi þeirra sem fyrir árásinni varð, er ekki þekktur. „Því miður er það þannig að ekki virðist skipta máli hvort svona póstur er skrifaður á vondri íslensku, fólk smellir samt. Ég held að enginn hafi lent í umtals- verðu tjóni, enda fór strax af stað aðgerð sem lokaði á síðuna sem fólki var ætlað að fara inn á. Aðgerðir okkar miðuðust við það,“ segir Þorleifur. Þorleifur játar því að þess séu sýnileg merki að netárásir að utan, og beinast að íslenskum almenn- ingi, séu að breytast í þá átt að óprúttnir aðilar vandi sig meira en áður var og fólk verði því að vera enn betur á varðbergi en áður. Þekkt eru dæmi, t.d. svo- kölluð Nígeríubréf, þar sem þýð- ingarvélar eru notaðar til að berja saman skilaboð sem flestir sjá strax í gegnum. Núna virðist þetta vera að breytast, í einhverjum til- vikum. En að fleiru er að hyggja, að sögn Þorleifs. Útbreidd notkun snjallsíma gerir það að verkum að fleiri eru líklegri til að opna svona sendingar. Skjárinn er minni, og viðmótið öðruvísi, svo fleiri virð- ast falla í gildruna. Viðmælendur Fréttablaðsins, bæði innan bankanna, stofnana og fyrirtækja, eru sammála um að íslenskur almenningur eigi að vera á verði sem aldrei fyrr. Jafnvel atburður eins og eldgosið í Holu- hrauni, með allri þeirri umfjöllun sem því fylgir, getur fjölgað net- árásum hérlendis fyrir það eitt að umfjöllun um landið er meiri en ella. svavar@frettabladid.is20% afsláttur Gildir í október Lyfjaauglýsing Nokkur þúsund urðu fyrir árás tölvuþrjóta Netárásir erlendis frá sýna þess merki að tölvuþrjótar vanda sig nú meira en áður – ekki síst við að koma gylliboðum sínum á framfæri á frambærilegri íslensku. Almenn snjallsímaeign gerir fólk berskjaldaðra fyrir árásum en áður var. Á VETTVANGI Almenningur verður sífellt að vera á varðbergi gagnvart netárásum hvers konar. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Því miður er það þannig að ekki virðist skipta máli hvort svona póstar eru skrifaðir á vondri ís- lensku, fólk smellir samt. Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar NOREGUR Norsk stjórnvöld kynntu í gær stefnu sína í menntamálum og var meðal annars greint frá því að herða ætti kröfur fyrir kenn- aranám. Hægri flokkurinn vill hækka viðmið um lágmarksein- kunnir í öllum grunnfögum, einn- ig norsku og ensku. Menntamála- ráðherra Noregs, Torbjørn Røe Isaksen, hyggst hins vegar herða kröfurnar í áföngum og byrja á stærðfræði. Hann segir 70 prósent umsækj- enda í fyrra ekki myndu hafa kom- ist að ef kröfur hefðu verið hertar í norsku og stærðfræði. - ibs Stefnubreyting í Noregi: Meiri kröfur til kennaranema STJÓRNSÝSLA Embætti Sérstaks saksóknara hefur sagt upp sextán starfsmönnum. Ólafur Þór Hauksson, sérstak- ur saksóknari, segir að stefnan sé að fækka starfsmönnum emb- ættisins í fimmtíu en fjárframlög til embættisins hafa verið skorin mikið niður bæði á fjárlögum þessa árs sem og því næsta. Um hópuppsögn er að ræða og segir Ólafur að farið verði eftir því ferli sem kveðið er á um í lögum um slíkar uppsagnir. - skh Fækka á starfsmönnum: Hópuppsögn hjá Sérstökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.