Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 28
 | 6 1. október 2014 | miðvikudagur NETTÓ Kaupfélag Suðurnesja er stærsti hluthafinn í Samkaupum sem meðal annars reka Nettó. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fimmtán samvinnufélög eru með skráða kennitölu í fyrirtækjaskrá, en þau eru mjög misjöfn að stærð og burðum. Umsvifamest þeirra eru án efa Kaupfélag Skagfi rðinga, KEA, Kaupfélag Fáskrúðsfi rðinga og Kaupfélag Suðurnesja. Eignir Kaupfélags Skagfi rðinga (KS) eru mestar, en þær nema um 32,3 milljörðum króna og nemur eigið fé 22,2 milljörðum. Eigin- fjárhlutfallið er því um 69 prósent. Eins og fram hefur komið er stærsta eignin hundrað prósent hlutur í útgerðarfélaginu FISK-Seafood, en það er fi mmta stærsta útgerðar- félagið á Íslandi. Í gegnum útgerð- arfélagið á KS rífl ega þriðjungshlut í Olíufélagi Íslands. Að auki á KS hlut í Fóðurblöndunni í Reykjavík, Vörumiðlun Sauðárkróki, Vogabæ – móðurfélagi Mjólku, og mörgum fl eiri félögum. Þá á KS jafnframt rétt innan við 10 prósent í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Annað mjög burðugt kaupfélag er rekið á Fáskrúðsfi rði. Eignir kaup- félagsins og dótturfélaga námu 5,8 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um 1,8 milljarða frá því í árslok 2011. Stærsta eign Kaup- félags Fáskrúðsfi rðinga er liðlega 80 prósent hlutur í Loðnuvinnslunni, en að auki á félagið hlut í Fjarðarneti. Útgerðarfélagið Loðnuvinnslan er rekið á Fáskrúðsfi rði, eins og Kaup- félagið, og gerir einkum út skip í veiðum á uppsjávarfi ski. Gísli Jón- atansson lét af störfum sem fram- kvæmdastjóri kaupfélagsins um mitt síðasta ár eftir 38 ára starf. Við tók Friðrik Mar Guðmundsson, sem var áður framkvæmdastjóri Mjólku og Vogabæjar. „Okkar arður fer í að byggja upp í heimabyggð, byggja upp félagið áfram. Við höfum verið að efla félagið smátt og smátt og við höfum verið að afl a meiri veiðiheimilda og keyptum nýtt skip í uppsjávar- fi ski,“ segir Friðrik Mar. Nýja skipið kom til landsins 6. júlí síðastliðinn. Kaupfélagsstjórinn segir félagið líka leggja mikla áherslu á sam- félagslega ábyrgð og bendir sem dæmi á að í sumar hafi kaupfélagið byggt upp sólstofu við elliheimilið í Fáskrúðsfi rði. „Heimamenn upp- lifa það virkilega að þeir eigi þetta félag,“ segir hann. KEA keppir við stóra sjóði Þriðja kaupfélagið sem vert er að nefna er KEA, en heildareignir KEA námu um síðustu áramót yfi r 6,2 milljörðum íslenskra króna og eigið fé var tæplega 4,9 milljarð- ar króna. KEA á meðal annars 100 prósent hlut í fasteignafélögunum Kl0ppum og H98 sem leigja út fast- eignir á Akureyri. Heildarstærð fasteigna í eigu félagsins er 3600 fermetrar. KEA á helmingshlut í Sparisjóði Höfðhverfi nga, sem er næstelsta starfandi fyrirtæki lands- ins og þriðjungshlut í fjárfestinga- félaginu Tækifæri. KEA á líka Kaupfélögin eru hvergi nærri útdauð Stærstu kaupfélögin sem enn eru starfandi velta milljörðum á ári hverju. Það stærsta, Kaupfélag Skagfirðinga, á eignarhluti í tugum félaga. Þau félög eru allt frá því að vera útgerðarfyrirtæki, mjólkurvinnsla og dagblað. KEA seldi flestar eigur sínar fyrir bankahrun og er í dag rekið sem fjárfestingafélag sem keppir við stóra fagfjárfesta. ➜ Samkaup, sem eru að stærstum hluta í eigu Kaup- félags Suðurnesja, reka Nettó og fleiri verslanir. ÚTTEKT jonhakon@frettabladid.is Verð kr. 89.900 SHARP SJÓÐVÉL Verð kr. 49.900 SHARP SJÓÐVÉL Verð kr. 74.900 SHARP SJÓÐVÉL sjóðvélar sem gera það gott um heim allan 8 Vöruflokkar · 200 PLU númer · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · Rafrænn innri strimill · Mjög auðveld í notkun 99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · Íslenskur strimill · Mjög auðveld í notkun 99 vöruflokkar · Allt að 10,000 PLU númer · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · Íslenskur strimill · Mjög auðveld í forritun XE-A307XE-A207BXE-A147B LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.