Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 62
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34 KVIKMYNDIR ★★★★ ★ Heiti: The War You Don‘t See LEIKSTJÓRI: John Pilger ROTTEN TOMATOES: 92%, IMDB: 8,3, METACRITIC: EKKI TIL Breski blaðamaðurinn John Pilger hefur flutt fréttir frá fjölmörg- um stríðssvæðum í hátt í aldar- helming. Myndin hans The War You Don’t See frá 2010 er byggð á reynslu hans en hún fjallar um hlutverk fjölmiðla í stríði. Pilger stiklar á stóru en fókusinn er aðal- lega á stríðunum í Írak, Afganist- an og átökunum milli Ísraels og Palestínu. Pilger færir greinargóð rök fyrir því hvernig fréttir um stríðs- rekstur Vesturlanda eru brenglað- ar af áróðursmaskínum. Honum tekst vel að sýna hvernig Vestur- landabúar fá glansmynd af þessum stríðum og hann stendur margar stærstu fréttaveitur Vesturlanda að því að enduróma útskýringar og afsakanir háttsettra stjórn- málamanna án þess að fara frek- ar í saumana á þeim. Þó að myndin sé ekki mjög fag- urlega sett upp og virki frekar eins og sjónvarpsmynd þá er þetta afar áhugaverð úttekt á vestrænum fjölmiðlum og „hinu dulda stríði“. Pilger er svo harður í viðtölum að allir blaðamenn ættu að taka hann sér til fyrirmyndar, sérstak- lega íslenskir, enda er orðin lenska hér á landi að blaðamenn sýni litla hörku og leyfi pólitíkusum að valta yfir sig í viðtölum. Undir lok myndarinnar vitnar Pilger í hin fleygu orð blaðamannsins Cock- burns: „Aldrei trúa neinu fyrr en því hefur verið neitað opinber- lega.“ Þórður Ingi Jónsson Áróðursmaskínan að verki BAKÞANKAR Viktoríu Hermannsdóttur Sætu stelpurnar eiga ekki að bera kylfur Í vikunni bárust fréttir af því að uppboði á námsmeyjum í Verslunarskóla Íslands hefði verið hætt. LÍKLEGA ráku margir upp stór augu líkt og ég við þessar fréttir. Ekki af því að verið væri að láta af hefðinni, heldur að hún hafi verið til yfirhöfuð. Hefðin var í grófum dráttum sú að stúlkur innan skólans voru boðnar upp sem kylfuberar fyrir árlegt golfmót og þær sem þóttu álitlegastar fengu svo þann vafasama heiður að bera kylfur fyrir eldri bekkinga skólans. ÞAÐ þarf kannski engan að undra að enn sé töluverður launamunur milli kynjanna þegar litið er til þess, að þessi tiltekna kylfubera- hefð hafi verið við lýði allt þar til í ár. Útskrifaðir nemendur úr Versl- unarskólanum hafa væntanlega farið með þá hugmynd út í lífið að ekkert óeðlilegt væri við það að sætustu stelp- urnar bæru kylfurnar fyrir þá. Sam- félagslega viðurkennd hefð þó ekki hafi farið mikið fyrir henni. EF nánar er að gáð er kannski ekki skrýtið að þetta hafi enn verið í gangi. Þegar ég var í skóla hófst nefnilega fegurð- argreiningin strax í barnaskóla. Kosið var um fegurstu nemendurna; þá sem höfðu fal- legustu einstöku líkamspartana eða besta brosið. Ég veit ekki hvernig þessu er háttað í dag en þegar maður hugsar til baka þá er einkennilegt að yfirhöfuð sé verið að velja þá sem fallegastir eru í barnaskóla. MARGT hefur breyst undanfarin ár. Einu sinni þótti til dæmis töff að taka þátt í feg- urðarsamkeppni en í dag þykir mörgum það tímaskekkja. Þarna er líklega femín- istabarátta undanfarinna ára að skila sér. Kynslóðin sem nú fetar menntaskólaveginn er nefnilega talsvert meðvitaðri um jafn- rétti kynjanna en kynslóðirnar á undan. FEMÍNISTAFÉLÖG eru starfrækt í fjölda framhaldsskóla og þar eru frábærar fyrir- myndir sem láta ekki bjóða sér það að fólk sé dregið í dilka eftir fegurð; eða gerir allavega athugasemdir við það. ÉG vona að kynslóðin sem er í framhalds- skóla núna útrými launamun kynjanna. Þarna er nefnilega fólk með bein í nefinu sem veit að sætustu stelpurnar eiga ekki að vera kylfuberar fyrir einn eða neinn. Presturinn TD Jakes segir að rappararnir Young Jeezy og Kendrick Lamar hafi notað í óleyfi bút úr messu eftir hann í laginu Holy Ghost. Jakes, sem predikar við risakirkju eða það sem kallast „megachurch“, segir á Fésbókarsíðu sinni að hann hafi hvorki gefið leyfi fyrir notkun á ræðunni né vitað af því yfir höfuð. Jakes segir að hann ætli að reyna að fá lagið úr spilun þar sem tónlistarmennirnir hafi notað hugverk hans í óleyfi. Sér- fræðingur í höfundarréttarlög- um hefur þó greint frá því við dagblaðið Daily News að rappar- arnir gætu haft góðan rökstuðn- ing fyrir sanngjarnri og eðli- legri notkun á laginu, eða það sem kallast „fair use“, þar sem þeir séu að nota ræðubútinn til að leggja áherslu á „hlutverk trúarbragða í huga fólks“. Ósáttur við rappara ÓSÁTTUR TD JAKES predikar við risakirkju. THE EQUALIZER 8, 10:40 WALK AMONG TOMBSTONES 5:45, 8, 10:20 MAZE RUNNER 5:40, 8, 10:20 PÓSTURINN PÁLL 2D 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK FRÁBÆR NÝ ÍSLENSK GAMANMYND FRÁBÆR TÓNLIST, MÖGNUÐ SAGA BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK TÍMI STAÐUR Allar upplýsingar á riff.is DAGSKRÁ RIFF MIÐVIKUDAGURINN 1.10 Sýningarstaðir: HÁSKÓLABÍÓ, BÍÓ PARADÍS, TJARNARBÍÓ og NORRÆNA HÚSIÐ 13:30 Bíó Paradís 1 Virunga 13:30 Bíó Paradís 2 Spígsporað 14:00 Bíó Paradís 3 Framleitt samþykki: 15:30 Bíó Paradís 1 Difret 15:30 Bíó Paradís 2 List og handíðir 17:00 Bíó Paradís 3 Maputo. Draumur á kostnaðarverði 17:30 Bíó Paradís 1 Nakin 17:30 Bíó Paradís 2 Los Angeles vatn Q&A 18:00 Háskólabíó 2 Heimurinn 18:00 Háskólabíó 3 Sumarnætur 18:00 Tjarnarbíó Íslenskar stuttmyndir 1 18:30 Bíó Paradís 3 Thulethuvalu Q&A 19:30  Bíó Paradís 2 Hættulegur leikur Q&A 20:00 Bíó Paradís 1 Allt á hvolfi 20:00 Háskólabíó 2 Bonobo Q&A 20:00 Háskólabíó 3 Mannætuöldin 20:00 Norræna húsið Marmato 20:00 Tjarnarbíó Gullna eggið A 20:45 Bíó Paradís 3 Straumröst Q&A 21:45 Bíó Paradís 2 Gengið neðansjávar 22:00 Háskólabíó 2 Maísey 22:00 Háskólabíó 3 Í náðinni 22:00 Tjarnarbíó Íslenskar stuttmyndir 3 22:45 Bíó Paradís 3 Ég get hætt þegar ég vil 23:00 Bíó Paradís 1 Beðið fram í ágúst 23:30 Bíó Paradís 2 Morgunroði MYND BONOBO SÉRVIÐBURÐIR 13:00 Hátíðarsalur HÍ Meistaraspjall með 17:00 Norræna húsið Umræður: 19:30 Salurinn í Kópavogi Kvikmyndatónleikar: Judith er fráskilin, uppskrúfuð kona á miðjum aldri sem sýnir því engan skilning þegar dóttir hennar, Lily, hættir í laganámi og flytur inn í kommúnu utangátta hippa. Noam Chomsky og fjölmiðlar Mike Leigh. Ókeypis! Rússland og átökin í Úkraínu Sólstafir með Hrafninn flýgur BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! THE EQUALIZER KL. 5 - 8 - 10.45 THE EQUALIZER LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 - 10.30 THE NOVEMBER MAN KL. 10.15 PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL2D KL. 3.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 3.30 - 5.45 - 8 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 - 10.20 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D KL. 3.30 THE EQUALIZER KL. 6 - 10.15 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 VONARSTRÆTI KL. 9 Söngkona Eurythmics, Annie Lennox, gagnrýndi femínista- tjáningu söngkonunnar Beyoncé í viðtali um daginn. Hún sagði að henni þætti framkoma henn- ar á MTV-hátíð- inni yfirborðs- leg og innantóm. „Ekki misskilja mig, mér finnst hún frábær, en ég væri til í að setjast niður með henni og ræða þetta við hana. Reyndar væri ég til í að ræða við fleiri tónlistar- menn í dag,“ sagði hún. „Ég veit að nekt selur og það er ekkert að því, en þegar markhópurinn er sjö ára börn þá er það ekki í lagi.“ - asi Gagnrýnir Beyoncé Nýbökuðu hjónin George Clooney og Amal Alamuddin prýða forsíðu tímaritsins People sem kemur í verslanir vestan hafs í dag. Inni í tímaritinu eru síðan 25 myndir úr brúðkaupi hjónanna sem fór fram í Feneyjum um síðustu helgi. George og Amal voru gefin saman á glæsilegu hóteli, Aman Canal Grande Venice, og voru gestirnir um hundrað talsins. Aðspurður um hjónabandið segir George að það „sé ansi hreint frá- bært“, í samtali við tímaritið. Fyrsta brúð- kaupsmyndin NÝBÖKUÐ HJÓN George Clooney og Amal Alamuddin prýða forsíðu Hello!.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.