Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 12
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 HONG KONG, AP Mótmælendur í Hong Kong hafa krafist þess að leiðtogi borgarinnar fundi með þeim. Ef hann vill það ekki hafa þeir hótað frekari mótmælaaðgerðum. Leiðtoginn, Leung Chun-ying, sagði í gær að Kínverjar ætluðu ekki að víkja frá ákvörðun sinni um að takmarka kosningaúrbæt- ur í borginni, sem er miðpunktur fjármála í Asíu. „Ef Leung Chun- ying mætir ekki á Almenningstorg- ið fyrir miðnætti held ég að óum- flýjanlegt sé að fleira fólk komi út á göturnar,“ sagði Alex Chow, tals- maður nemendanna. Hann sagði að þeir væru að íhuga ýmsa kosti í stöðunni, þar á meðal að mótmæla á stærra svæði, krefjast verkfalls verkamanna og hugsanlega setjast að í byggingu í eigu stjórnvalda. Búist er við auknum fjölda mótmæl- enda á þjóðhátíðardegi Kínverja í dag og talið er að þeir verði í heild- ina um 100 þúsund. Xi Jinping, for- seti Kína, hét því í þjóðhátíðarræðu sinni að styðja þétt við bakið á hag- sæld og stöðugleika í Hong Kong. Hann sagði að stjórnvöld í Peking, höfuðborg Kína, teldu að Hong Kong myndi „skapa enn betri framtíð fyrir hina stóru fjölskyldu móður- landsins“. Stjórnvöld í Kína hafa for- dæmt mótmælin í Hong Kong, sem mennta- og háskólanemendur hafa staðið fyrir, og segja þau ólögleg. Enn sem komið er hafa þau ekki gripið inn í og hafa því látið hin hálf- sjálfstæðu stjórnvöld í Hong Kong takast á við vandann. Eftir að Leung Chun-ying hafnaði kröfum nemenda dró úr vonum um skjótfengna lausn á deilunni, sem hefur staðið yfir í sex daga. Mótmælendur hafa lokað götum víða í Hong Kong og hefur þurft að loka mörgum skólum og skrifstofum af þeim sökum. Lög- reglan notaði táragas og piparúða á mótmælendur um síðustu helgi en hefur ekki beitt sömu aðferðum síðan þá, enda urðu þær síður en svo til að draga úr mótmælunum. „Við erum ekki hrædd við óeirða- lögregluna, við erum ekki hrædd við táragas, við erum ekki hrædd við piparúða. Við förum ekki í burtu fyrr en Leung Chun-ying segir af sér. Við ætlum ekki að gefast upp, við munum þrauka áfram,“ hrópaði Lester Shum, einn af leiðtogum mót- mælenda, yfir mannfjöldann. freyr@frettabladid.is Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum og styrktu Bleiku slaufuna um leið Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða. ein öruggustu dekk sem völ er á ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Bíldshöfða 5a, Rvk Jafnaseli 6, Rvk Dalshrauni 5, Hfj Aðalsímanúmer 515 7190 Opnunartími: Virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingum MAX1. Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum út október og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins. Eru dekkin þín lögleg? Kynntu þér nýja reglugerð um mynstursdýpt á MAX1.is Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta) MAX1 & DANMÖRK Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir mikilvægara að Danir sem eru atvinnulausir komist aftur út á vinnumarkaðinn heldur en að útlendingum verði gert auðveldara að fá vinnu í Danmörku. Í ræðu á fundi með dönskum atvinnurekendum í gær sagði for- sætisráðherrann að kæmu útlend- ingar með rétta fagmenntun til Danmerkur gætu þeir átt þátt í að auka efnahagslega velsæld í land- inu. - ibs Helle Thorning-Schmidt: Atvinnulausir Danir í forgang Vilja fund með leiðtoga Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong krefjast fundar með Leung Chun-ying leiðtoga borgarinnar. Hann segir Kínverja ekki gefa neitt eftir. REGNHLÍFAR GEGN PIPARÚÐA Óeirðalögreglan beitir piparúða gegn mótmæl- endum eftir að þúsundir þeirra höfðu lokað aðalgötunni sem liggur að miðstöð fjármálahverfisins í Hong Kong. Mótmælendurnir notuðu regnhlífar til að verjast úðanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mótmælendurnir vilja að dregin verði til baka ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að dómnefnd þurfi að samþykkja alla frambjóðendur í fyrstu beinu kosningunum í Hong Kong sem eru fyrirhugaðar árið 2017. Kínverjar tóku við stjórn Hong Kong af Bretum árið 1997 og kvað sam- komulag þeirra á um „eitt land, tvö kerfi“. Það átti að tryggja þessari fyrr- verandi nýlendu Breta aðskilið laga- og hagkerfi í anda vestrænna ríkja. ➜ Samkomulag um „eitt land, tvö kerfi“ WASHINGTON, AP Julia Pierson, yfir- maður leyniþjónustu Bandaríkj- anna, viðurkenndi að stofnunin hefði brugðist skyldum sínum eftir að maður vopnaður hnífi komst óáreittur inn í Hvíta húsið og hljóp um helming þess áður en hann var yfirbugaður. „Þetta er óásættanlegt,“ sagði Pierson, þegar hún var yfirheyrð af þingnefnd í Washington vegna atviksins. Hún lofaði því að fara yfir starfshætti stofnunarinnar og hvers vegna henni tókst ekki að stöðva manninn fyrr. Pierson gekkst við ábyrgð á því sem gerðist og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Hún hefur verið harðlega gagn- rýnd vegna atviksins. „Ég vildi óska að þú hefðir verndað Hvíta húsið eins og þú varðir mannorð þitt hérna í dag,“ sagði fulltrúi demó- krata við yfirheyrsluna. Skömmu áður en hinn vopnaði maður stökk yfir girðinguna við Hvíta húsið báru tveir einkennisklæddir starfsmenn leyniþjónustunnar kennsl á hann frá fyrri samskiptum sínum við hann. Þeir töluðu samt ekkert við hann og létu yfirmenn sína ekki vita af því að maðurinn væri á svæðinu. Hann hafði verið stöðvaður 25. ágúst með litla exi skammt frá girðingu Hvíta hússins. Barack Obama Bandaríkjaforseti var ekki í Hvíta húsinu, þegar mað- urinn ruddist þangað inn og ekki heldur fjölskylda hans. - fb Maðurinn sem komst óáreittur inn í Hvíta húsið: Leyniþjónustan brást skyldum sínum VIÐ YFIR- HEYRSLUNA Julia Pierson viðurkenndi að leyniþjónustan hefði brugðist skyldum sínum við verndun Hvíta hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Sextán manns voru hand- teknir í Ósló í gær í aðgerðum yfir 100 lögreglumanna gegn skipu- lagðri fíkniefnasölu. Í kjölfar leitar á um þrjátíu stöðum fengu barna- yfirvöld fimmtíu til 100 tilkynn- ingar, að því er segir á vef norska ríkisútvarpsins. Börn munu hafa verið send út til að selja eða verið í fylgd með foreldrum við sölu fíkni- efna. Lögreglan lagði hald á fíkni- efni, skotvopn og háar peningaupp- hæðir. Flestir hinna handteknu eru norskir ríkisborgarar. - ibs Fíkniefnasalar handteknir: Hald lagt á skotvopn og fé Við erum ekki hrædd við óeirðalögregluna, við erum ekki hrædd við táragas, við erum ekki hrædd við piparúða Leung Chun-ying, leiðtogi mótmælenda HEILBRIGÐISMÁL „Það mætir ekki nema tæplega helmingur þeirra kvenna sem eru boðaðar í leit að leg- hálskrabbameini,“ segir Ragnheið- ur Haraldsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélags Íslands. Félagið auglýsir nú eftir þeim konum sem ekki hafa látið sjá sig í tilefni af árlegu árveknis- og fjár- öflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands, kenndu við Bleiku slaufuna. „Það má segja að allir aldurs- flokkar mæti illa en verst þess- ar yngstu. Við gerðum könnun til þess að reyna að skoða hvers vegna konur koma ekki. Aðalástæðan var framtaksleysi og frestunarárátta,“ segir Ragnheiður en allar konur á aldrinum 23 til 65 ára eru boðaðar í skoðun á þriggja ára fresti. Ragnheiður telur leitina afar mik- ilvæga. „Það greinast 1.800 frum- sýni með frumubreytingum en um tvær konur látast á hverju ári úr þessum sjúkdómi. Það er talið að það bjargist um tuttugu konur á ári vegna leitarinnar,“ segir Ragnheið- ur. - ih Um tuttugu konum er bjargað ár hvert með leit að leghálskrabbameini: Þær yngstu mæta verst í skoðun BLEIKT Þjóðmenningarhúsið verður lýst bleiku ljósi í október vegna átaks Krabbameinsfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.