Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. október 2014 | SKOÐUN | 17 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis- ins (HH) starfrækir heimahjúkrun í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsumdæmi. Þegar þetta er skrifað sinna hjúkrunarfræð- ingar, sjúkraliðar og félagsliðar heimahjúkrunar HH rúmlega 600 sjúklingum, sumum hverjum oft á dag. Greinarhöfundar gerðu úttekt á starfseminni þar sem einblínt var á árin 2010 og 2013. Hér verður farið yfir meginniðurstöður þeirr- ar vinnu en skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu HH http://www. heilsugaeslan.is/?PageID=61. Á árunum 2010-2013 varð fjórð- ungsaukning í sjúklingafjölda og 27% í aukningu vitjana hjá heima- hjúkrun HH. Nokkrar meginskýr- ingar eru á þessu aukna álagi. Stefna stjórnvalda hérlendis hefur verið að draga úr stofnanavistun, legudögum sjúkrahúsa fækkar, íbúum fjölgar og hlutfall aldraðra eykst. Tækninýjungar gefa veik- um einstaklingum tækifæri á að lifa lengur og aukinn vilji er hjá sjúklingum að liggja banaleguna í heimahúsi. Því miður hefur fjármagn til starfseminnar ekki aukist að sama skapi en HH er á fjárlögum ríkisins. Mesti álagstíminn hjá heimahjúkr- un HH er dagvakt á virkum dögum en á umræddu þriggja ára tímabili var engin fjölgun stöðugilda á þeim vöktum. Ef mönnunin hefði átt að haldast í hendur við fjölgun sjúk- linga hefði þurft að fjölga stöðu- gildum á dagvakt á virkum dögum um 28%, þ.e. úr 37 stöðugildum í 47 stöðugildi. Á viðmiðunarárinu 2010 var aukins álags þegar farið að gæta hjá heimahjúkrun HH því sú þróun var þá hafin sem hér að fram- an er lýst. Takmarkað svigrúm var því til að mæta þessu aukna álagi. Hér er ekki um tímabundið ástand að ræða. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að öldruðum fjölgi um 14% á næstu fjórum árum hérlendis, en í dag er þessi aldurshópur 84% af skjólstæðingum heimahjúkrunar HH. Er pláss fyrir tengdó? Að mati greinarhöfunda er búið að hagræða eins og frekast er unnt hjá heimahjúkrun HH. Starfsfólk hefur í síauknum mæli þurft að grípa til aðgerða, s.s. að auka kröfur um aðkomu aðstandenda, skera vitjun- artíma við nögl og mynda biðlista. Starfsfólk telur sig ekki ná að sinna sjúklingum sínum eins vel og þörf er á og sjúklingar, aðstandendur og starfsfólk annarra heilbrigðisstofn- ana lýsa óánægju sinni með ófull- nægjandi þjónustu heimahjúkr- unar HH. Aukið fjármagn þarf til heimahjúkrunar HH til að hægt sé að fylgja stefnu stjórnvalda og bjóða upp á viðunandi hjúkrunar- þjónustu í heimahúsi. Að öðrum kosti þarf að endurskilgreina og í kjölfarið draga verulega úr þeirri þjónustu sem heimahjúkrun HH er ætlað að veita. Sú leið er ekki væn- leg að mati greinarhöfunda, hvorki fjárhagslega né fyrir samfélagið þar sem það hefði ný vandamál í för með sér, s.s. auknar innlagnir á sjúkrahús, bugaða aðstandendur og óánægju í þjóðfélaginu. Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? er yfirskrift komandi hjúkr- unarþings Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Þetta er spurning sem þú, lesandi góður, gætir þurft að spyrja sjálfan þig ef heldur fram sem horfir. Heimahjúkrun HH – ört vaxandi álag Nú, þegar menn hafa grátið úr sér augun yfir lélegu gri l l sumri og óseldu rollukjöti, kemur skýrsla frá OECD út. Ekki er hún fal- leg, því þar segir að við Íslending- ar séum í djúp- um skít, hvað meðferð okkar á landinu viðkem- ur. Gróðureyðing af völdum ofbeit- ar SEM BORGAÐ ER MEÐ. Það er eins og ég kannist eitthvað við þetta! Jú, einmitt. Nokkuð sem ég hef bent hér á í skrifum mínum undanfarinn rúmlegan áratug. Við höfum nefnilega verið að borga með ofbeitinni en dregið lappirn- ar í að græða upp landið eins og til stóð þarna um árið. Hættum nú að stinga hausnum í sandinn og rífum okkur upp á ra…….. og gerum ærlega tiltekt í þessu vandræða- lega máli sem sauðfjárbúskapur hefur ratað í. Nú hvað er til ráða? 1. Hætta beingreiðslum. 2. Friða allt viðkvæmt land og koma fé í beitarhólf. 3. Framleiðum aðeins það sem við torgum hér innanlands. Sem þýðir að við getum refsað Rússum í leið- inni og hætt að selja þeim okkar dýrmæta gróður í formi kjöts. 4. Eflum uppgræðslu með lúpínu og hættum að vera svona ofboðs- lega hrædd við hana. Hún er ekki bara falleg heldur breytir hún eyðimörkinni í frjósaman jarð- veg. Hopar svo fyrir öðrum gróðri í fyllingu tímans. Þetta má sjá víða um land. 5. Stóreflum skógrækt. Ekki veitir af í þessu eldfjallalandi, þar sem koldíoxíðkvótinn getur gufað upp í einu gosi. Það er kominn tími til að tengja. Stórminnkum sauðfjárrækt, frið- um öll viðkvæm svæði og græð- um landið upp. Verum okkur ekki lengur til skammar í alþjóðasam- félaginu. Grenjað yfi r grillinu HEILBRIGÐISMÁL Anný Lára Emilsdóttir hjúkrunarfræðingur, Heimahjúkrun Garðabæjar Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir yfi rhjúkrunar- fræðingur, Heilsu- gæslu Garðabæjar ➜ Mesti álagstíminn hjá heimahjúkrun HH er dagvakt á virkum dögum en á umræddu þriggja ára tímabili var engin fjölgun stöðugilda á þeim vöktum. LANDBÚNAÐUR Margrét Jónsdóttir eft irlaunaþegi á Akranesi ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur l íkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir h jarta og æ ðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A S IA .IS N AT 5 80 50 0 3/ 12 A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.