Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 10
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 5.990.000 kr. Kia Sportage X-Tra Árgerð 2/2014, ekinn 37 þús. km, dísil, 1.995 cc, 136 hö, sjálfskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 6,9 l/100 km. 3.590.000 kr. Kia cee’d EX Árgerð 3/2014, ekinn 7 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,3 l/100 km. 6.190.000 kr.4.990.000 kr. Kia Sorento ClassicKia Sportage EX Árgerð 7/2013, ekinn 36 þús. km, dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km. Árgerð 6/2013, ekinn 33 þús. km, dísil, 1.995 cc, 136 hö, beinskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 5,7 l/100 km. 2.390.000 kr. Kia cee’d LX Árgerð 4/2013, ekinn 78 þús. km, dísil, 1.396 cc, 90 hö, beinskiptur, eyðsla 4,4 l/100 km. *Á by rg ð er í 7 á r fr á sk rá n in ga rd eg i b if re ið ar Afborgun aðeins 36.000 kr. á mánuði m.v. 239.000 kr. útborgun og 90% bílalán frá Lykli í 84 mánuði. 9,15% vextir, 10,87% árleg hlutfallstala kostnaðar og lán til 84 mánaða. Nánar á lykill.is Útbo rgun aðe ins: 239. 000 kr. Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia*Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 HEILBRIGÐISMÁL Verktökulæknar sem fara út á land í afleysingar á heilsugæslustöðvum fá um 900 þúsund krónur í laun á viku, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Víða á landsbyggðinni eru heilsu- gæslustöðvar mannaðar með því að fá lækna til starfa í verktöku. Til að fylla allar fastar stöður heimilislækna úti á landi með fastráðnum læknum vantar um 40 lækna. Ýmsir fastráðnir sérgreina- læknar og heimilislæknar á höfuð- borgarsvæðinu fara til starfa úti á landi í skamman tíma. Það gera þeir í sumarleyfum, í vaktafríum eða þegar þeir hafa safnað upp frítökurétti. Menn geta því drýgt föstu launin sín með því að fara út á land. Menn vilja ekki ræða opinskátt um hvað læknar fá í laun, en lækn- ir sem hefur tekið að sér að skipu- leggja slíka þjónustu fyrir heil- brigðisstofnanir á landsbyggðinni segir að verktökulaunin geti verið 900 þúsund krónur á viku. Þá er miðað við að læknirinn sé á sólar- hringsvöktum alla vikuna og sjái sjálfur um að greiða skatta og önnur gjöld af launum sínum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra segir að launatölur upp á 900 þúsund á viku hljómi nokk- uð háar við fyrstu sýn. „Það verð- ur þó að hafa í huga að inni í þess- ari tölu, eftir því sem ég best veit, er gert ráð fyrir launatengdum gjöldum, lífeyrisskuldbindingum, sumar- og námsleyfum auk þess sem viðkomandi hefur ekki rétt á launuðu veikindaleyfi. „Ég tel að við núverandi aðstæð- ur sé þetta úrræði nauðsynlegt. Það er betra að hafa lækni á staðn- um en hafa engan lækni,“ segir ráðherra og bætir við að þeir sem stjórni heilsugæslunni telji þetta ódýrara en að hafa fastráðna lækna á staðnum og hafi fært fyrir því ágætis rök. „Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að við viljum að sjálfsögðu hafa fastráðna heimilis- lækna úti á landi,“ segir Kristján. „Við höfum mannað norðanvert Snæfellsnesið með verktökulækn- um. Þessir staðir eru mannaðir með læknum sem eru í fullu starfi annars staðar en nota frítökurétt- inn sinn til að koma til starfa hjá okkur,“ segir Þórir Bergmunds- son, yfirlæknir hjá Heilbrigðis- stofnun Vesturlands. Hann segir launakjör verktöku- læknanna trúnaðarmál en það sé hagkvæmt að fá þá til starfa. Það sé enginn halli á rekstrinum þar sem verktökulæknar séu við störf, þar sé reksturinn í jafnvægi. „Ef við berum þetta saman við að hafa fastráðna lækna þá er þetta mjög hagkvæmt fyrir stofn- unina. Við sleppum við að greiða launatengd gjöld, veikindarétt, námsfrí og annað sem læknar eiga rétt á samkvæmt kjarasamning- um,“ segir Þórir. Hann segir þó að þetta sé ekki sú staða sem menn kjósi. „Okkur vantar heimilislækninn sem viðhefur hin gömlu og góðu gildi. Hann þekkir sjúklingana og fjölskyldur þeirra og hefur því mikla yfirsýn yfir sjúkrasögu þeirra,“ segir Þórir. Á Heilbrigðisstofnun Norður- lands á Blönduósi hafa menn fjög- urra ára reynslu af því að manna lausar stöður heimilislækna með verktökulæknum. Valbjörn Steingrímsson, for- stöðumaður tekur undir með Þóri að það sé hagkvæmt að manna með verktakalæknum. Það kosti minna en vera með fastráðna lækna. „Þetta kerfi hefur reynst afar vel hér. Þetta eru frábærir læknar sem koma til okkar og manna þær stöður sem eru lausar. Á meðan verktökulæknarnir koma hingað þá er ekki hægt að tala um lækna- skort hér,“ segir Valbjörn og bætir við hann telji að fólk fái að mörgu leiti betri þjónustu með þessu kerfi. „Hér kemur hjartalæknir, lungnalæknir, innkirtlafræðing- ur og fleiri sérgreinalæknar. Það kemur fjölbreyttur hópur lækna með mismunandi reynslu. Að fá svo fjölbreyttan hóp lækna er gott fyrir það fólk sem við þjónum hér í Húnavatnssýslum,“ segir Val- björn. johanna@frettabladid.is Verktökulæknar sem fara út á land fá um 900 þúsund á viku Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni að fá verktökulækna eins og staðan sé í dag. Stjórnendur tveggja heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni segja hagstæðara að fá verktökulækna til starfa en vera með fastráðna heilsugæslulækna. LÆKNASKORTUR Ráðamenn segja nauðsynlegt fyrir heilsugæsluna á landsbyggð- inni að fá verktökulækna til starfa. Án þeirra væri læknaskortur á landsbyggðinni. MYND/GETTY Ég tel að við núverandi aðstæður sé þetta úrræði nauðsynlegt. Það er betra að hafa lækni á staðnum en hafa engan lækni Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.