Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 45
 7 | 1. október 2014 | miðvikudagur LOÐNUVINNSLAN Stærsta eign Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga er Loðnuvinnslan. Fréttablaðið/GVA bréf í Icelandair fyrir 11 millj- ónir króna að nafnverði, en sá hlut- ur var liðlega 200 milljóna króna að markaðsvirði við áramót. Einnig á KEA hlut í Högum sem var um 116 milljón krónur að markaðsvirði við áramót. Í ársreikningi kemur fram að rekstur KEA var með svipuðu móti á síðasta ári og á árinu 2012. Hagnaðurinn nam 226,7 milljónum króna í fyrra, en hann var tæplega 279 milljónir króna árið á undan. Stærstur hluti eigna KEA var seldur fyrir um það bil áratug, eða áður en efnahagshrunið skall á. Fyrir þann tíma átti fyrirtækið afurðastöð, útgerð og fl eira líkt og önnur kaupfélög. Nú er félagið að vinna að nýju í fjárfestingum, en í ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár segir að gengið hafi hægar en vonir stóðu til að ná að framfylgja stefnu félagsins, það er að fjárfesta stórt í fáum og jafnvel einu fyrirtæki. Félagið hafi einnig búið við þá sér- kennilegu stöðu að keppa um fjár- festingarkosti við aðila sem hafa keypt krónur á 20-30% lægra verði en öðrum býðst í gegnum svokall- aða fjárfestingarleið Seðlabankans. „Jafnframt fjölgar sífellt sjóðum sem sérhæfa sig í að fi nna og fjár- festa í sambærilegum verkefnum og KEA leitar að. Nú eru a.m.k. sex sér- hæfðir sjóðir starfandi á þessu sviði með 5-10 milljarða í fjárfestagetu hver og einn; tugir milljarða króna bíða á hliðarlínunni. Samkeppni um hin fáu verkefni er því hörð og langt í frá að þessir sjóðir og önnur fjár- festingarfyrirtæki hafi enn þá náð markmiðum sínum um fjárfesting- ar,“ segir í ársskýrslunni. Verslunarrisi Kaupfélag Suðurnesja er ólíkt hinum félögunum á þann hátt að eig- infjárstaða félagsins er neikvæð. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir samstæðunnar umfram eignir séu um það bil 1.120 millj- ónir króna og eiginfjárstaða móð- urfélagsins neikvæð um 696 millj- ónir króna. Í ársreikningi fyrir árið 2013 segir að móðurfélagið hafi árið 2012 gert samkomulag við stærstu lánardrottna sína sem leiði til þess að rekstrarhæfi félagsins sé tryggt. Á árinu 2013 hafi náðst samkomulag við aðra lánardrottna. Þetta þýddi að höfuðstóll skulda móðurfélags- ins var færður niður um 1,5 millj- arða króna og samstæðunnar um 1,6 milljarða króna á árinu 2012 og í fyrra voru skuldir færðar niður um 54 milljónir króna. Þetta leiðir til þess að félagið getur staðið undir greiðslu skuldbindinga. Stærsta eign Kaupfélags Suðurnesja er hlutur í Samkaupum en í heild áttu Kaupfélagið og dótturfélög þess um 63 prósent hlut í lok síðasta árs. Samkaup reka 48 verslanir á 34 stöðum um landið. Þar á meðal er Nettó, Kaskó, Samkaup úrval og Samkaup strax. Velta Samkaupa og dótturfélagsins Búrs, var tæp- lega 23,5 milljarðar á síðasta ári og jókst um tæp 3,6 prósent frá fyrra ári. Stærstu eigendur Samkaupa voru, auk Kaupfélag Suðurnesja, Kaupfélag Borgfi rðinga ásamt dótt- urfélagi sem átti 21,9 prósenta hlut. Við höfum verið að efla félagið smátt og smátt og við höfum verið að afla meiri veiði- heimilda og keyptum nýtt skip í uppsjávarfiski. Kaupfélag Skagfirðinga á rétt tæplega tíu prósenta hlut í útgáfufélaginu Árvakri sem gefur meðal annars út Morgunblaðið og heldur úti frétta- vefnum mbl.is. Eignatengslin eru þannig að kaupfélagið á níu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Þórsmörk ehf., sem á svo aftur 99 prósenta hlut í Árvakri. Á meðal annarra hluthafa í Árvakri er Hlynur A, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélagsins. Krossanes, sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar í Samherja, á fimmtungs- hlut í Þórsmörk og Áramót ehf., í eigu Óskars Magnússonar, á einnig um fimmtungshlut. Aðrir eiga minna. Eiga tæplega 10 prósent hlut í Árvakri ÁRVAKUR Útgáfufélag Morgunblaðsins er að hluta til í eigu Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum eignarhaldsfélagið Þórsmörk. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA KEYPTU BÚR Heildverslunin Innnes keypti Búr. Tilkynnt var um söluna um miðjan síðasta mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Samkaup hf., Kaupfélag Vestur-Húnvetninga og Kaupfélag Steingríms- fjarðar seldu Innnesi um miðjan september hlut sinn í Búri ehf., dótturfélagi Samkaupa. Búr ehf. var stofnað árið 1995 og sérhæfir sig í innlendum og innfluttum vörum á ávaxta- og grænmetismarkaði. Í til- kynningu vegna kaupanna sagði að Búr ehf. byði upp á yfir 400 vöruliði að staðaldri í ferskum ávöxtum og grænmeti. Íslensk framleiðsla nemur um þriðjungi af sölu fyrirtækisins. Seldu Búr til Innnes Húseign kynnir til leigu frábærlega staðset tar skrifstofur miðsvæðis í Reykjavík til leigu, möguleiki á sameiginlegri mót töku og símsvörun, bókhaldsþjónustu. Ljósleiðara internet. Góð fundarherbergi og ráðstefnusalur. Möguleiki á að leigja eingöngu skrifborð í alrými. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898-1177 eða á skrifstofu Húseignar í síma 585-0100 Suðurlandsbraut 48, Reykjavík s. 585-0100 www. huseign.is huseign@huseign.is Opið hús í skrifstofuhóteli að Laugavegi 178, Reykjavík fimmtudaginn 2. október frá kl. 16-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.