Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 8
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NÁTTÚRA Dragist eldgosið í Holu- hrauni á langinn er viðbúið að tær- ing málma verði viðvarandi vanda- mál. Gosmökkurinn er ríkur af efnasamböndum sem geta verið mjög tærandi. Á þetta bendir Þorsteinn Jóhanns- son, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun, sem segir að stofnunin hafi nú þegar fengið eina ábendingu um aukna ryðmyndun, sem tengd er gosmekkinum frá Holuhrauni. „Þessi efni sem um ræðir tæra flesta málma, en það er breytilegt hversu viðkvæmir þeir eru fyrir þessu. Ryðfrítt stál stendur þetta kannski af sér, en flestir aðrir málmar tærast. Mesti skaðvaldur- inn varðandi tæringu er brenni- steinsdíoxíðið sjálft en hluti þess getur breyst í brennisteinssýru eftir efnahvörf við rakann í andrúms- loftinu. Svo koma einnig upp, þótt í miklu minna magni sé, saltsýra og flússýra. Samanlagt geta þess- ar sýrur haft töluverðan tæringar- mátt,“ segir Þorsteinn. Eins og komið hefur fram hafa jarðvísindamenn þráfaldlega bent á að líkur eru á því að eldsumbrot í og við Vatnajökul geti staðið árum saman. Ármann Höskuldsson eld- fjallafræðingur er t.d. þess fullviss að lokist sprungan í Holuhrauni á næstunni, þá sé aðeins tímaspurs- mál hvenær byrji að gjósa annars staðar – undir jökli eða á svipuðum slóðum og nú er. Þorsteinn segir að vissulega sé inni í myndinni að tæringin stytti líftíma burðarvirkja raflína, fjar- skiptamastra eða þakjárns. Hins vegar sé það viðkvæmari tæknibún- aður sem lætur fyrst á sjá. Guðlaugur Sig ur geirs son , deild- ar stjóri netrekstr ar hjá Lands- neti, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að láta kanna hugsan- leg áhrif mengunarinnar á mann- virki og búnað. Hann segir enga ástæðu til að álykta að mengunin hafi nefnd áhrif – sérstaklega ekki þegar til skamms tíma er litið, en nauðsynlegt hafi verið að hafa vaðið fyrir neðan sig standi eldgosið mán- uði, eða jafnvel ár. Margir þekkja til vandamála sem fylgja útblæstri brennisteinsvetnis eins og t.d. frá Hellisheiðarvirkjun. Guðlaugur segir merki um að vetnið sé tærandi. „Við vildum því láta gera athugun á þessari ógn til að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Guð- laugur og bætir við að helst sé litið til viðkvæms búnaðar. Burðarvirkin séu ekki áhyggjuefni núna, heldur frekar viðkvæmur stjórnbúnaður sem tengist fjarstýringu á virkjum frá höfuðstöðvunum í Reykjavík. svavar@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Már Guðmunds- son seðlabankastjóri mun kynna ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti á fundi bankans í dag. Greiningardeildir allra stóru viðskiptabankanna þriggja gera ráð fyrir að stýrivextir verði óbreyttir enn um sinn. Greiningardeild Arion telur að þrátt fyrir að dregið hafi enn frekar úr verðbólgu og hagvöxt- ur verið nokkuð undir vænting- um á fyrri helmingi ársins, sem almennt gæti gefið tilefni til lækkunar stýrivaxta, séu horf- ur í efnahagsmálum ekki mikið breyttar frá seinasta fundi. Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd bankans muni halda stýrivöxtum bankans óbreyttum fram á seinni hluta næsta árs. Þetta er breyting frá fyrri spá en þá var gert ráð fyrir að nefnd- in myndi byrja að hækka stýri- vexti sína snemma á næsta ári. Ástæðan fyrir þessari breyt- ingu eru betri verðbólguhorfur og mildari vaxtahækkunartónn í yfirlýsingu peningastefnunefnd- ar vegna síðasta vaxtaákvörðun- arfundar. - jhh Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnir vaxtaákvörðun bankans í dag: Allir spá óbreyttum vöxtum BANKASTJÓRAR Þeir Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson sitja báðir í pen- ingastefnunefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Ferðakostnaðar- nefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostn- aðar ríkisstarfsmanna á ferðalög- um innanlands á vegum ríkisins. Dagpeningar fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring verða 24.900 krónur, en voru áður 31.300 krónur. Dagpeningar fyrir gistingu í einn sólarhring verða 14.100 krónur en voru áður 20.500 krónur. Dagpeningar þegar ekki er gist yfir nótt verða þó óbreyttir. - ih Ferðalög ríkisstarfsmanna: Dagpeningar lækka talsvert JAFNRÉTTISMÁL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra tilkynnti hjá Sameinuðu þjóðunum á mánudag að boðað yrði til rakarastofuráðstefnu á vettvangi samtakanna á næsta ári þar sem karl- ar ræði ofbeldi gegn konum. Ísland mun ásamt Súrínam standa fyrir ráð- stefnu þar sem karlar koma saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. „Súrínam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli, ofbeldi gegn konum, og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunnar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi. Á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Pek- ing. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karl- manna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess.“ - hmp Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segir að boðað verði til rakarastofuráðstefnu á næsta ári: Ísland og Súrinam funda um jafnréttismál GUNNAR BRAGI SVEINSSON Utanríkis- ráðherra heldur ræðu hjá SÞ á mánudaginn. MYND/SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Málmtæring vanda- mál í langdregnu gosi Efnasambönd í gosmekkinum frá Holuhrauni eru mjög tærandi – og viðbúið að upp komi vandamál dragist gosið á langinn. Umhverfisstofnun hefur borist ábending um ryðmyndun sem tengist gosinu. Landsnet lætur kanna áhrif á sín mannvirki. Í HOLUHRAUNI Talið er víst að eldgosið sé það gasríkasta á Íslandi í um 150 ár. MYND/MAGNÚS TUMI Þessi efni sem um ræðir tæra flesta málma, en það er breytilegt hversu viðkvæmir þeir eru fyrir þessu. Ryðfrítt stál stendur þetta kannski af sér, en flestir aðrir málmar tærast. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Ryksuguúrval Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota pokiDrive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta Model-LD801 Cyclon ryksuga Kraftmikil Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is • www.sorg. is • sorg@sorg. is Sr. Halldór Reynisson fjallar um sorg og sorgarviðbrögð á fyrirlestri hjá Nýrri dögun, 2. október n.k. í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesturinn hefst kl 20:00 Sjá vetrardagskrá Nýrrar dögunar á www.sorg.is Allir velkomnir. GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.