Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 24
 | 2 1. október 2014 | miðvikudagur SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur sektað Mjólkursamsöluna (MS) um næstum fjögur hundruð milljónir fyrir sam- keppnislagabrot þar sem fyrirtæk- ið misnotaði markaðsráðandi stöðu sína. Þetta er ekki síst merkilegt fyrir þá sök að MS er að verulegu leyti undanþegið samkeppnislögum. En það virðist ekki nægja og betur má ef duga skal. Risinn gat ekki látið hjá líða að skella viðbótarálagningu á hrámjólk sem hann seldi litlum samkeppnisaðilum. MS hefur notið ríkulegra forrétt- inda á markaði allt frá því Mjólk- ursölulögin frá 1934 skekktu samkeppnistöðu á markaði og gerðu mjólkurbúi Thors Jens- ens að Korpúlfsstöðum ókleift að keppa við ríkisstuddan iðnað. Á þeim áttatíu árum sem síðan eru liðin hafa nokkrar til- raunir verið gerðar til að stofna til alvöru samkeppni við MS og tengd fyrirtæki. Ostaframleiðsla í Hvera- gerði mátti síns lítils. Sama gilti um Baulu. Kjörís neyddist til að fram- leiða jurtaís í stað rjómaíss til að losna undan hrammi MS. Mjólku var komið á hnén með sérstakri við- bótarálagningu á heildsöluverð hrá- mjólkur sem keypt var af MS. Sú viðbótarálagning var endurgreidd Mjólku þegar hún var komin í hend- ur Kaupfélags Skagfi rðinga. MS er markaðsráðandi fyrirtæki í einokunarstöðu. Sektarálagning skiptir slík fyrirtæki litlu máli því sektinni verður velt út í verðlag og lendir á neytendum. Markaðsmis- notkun ráðandi fyrirtækja mun ekki linna fyrr en stjórnendur þeirra verða persónulega látnir sæta ábyrgð fyrir samkeppnisbrot. SAMKEPPNISBROT eru brot gegn neytendum þó að þau beinist að fyrir tækjum. MS hefur í gegnum tíðina sýnt neytendum nær tak- markalausa lítilsvirðingu. Fyrir- tækið auglýsir vöru sína sérstak- lega sem íslenska en skirrist ekki við að blanda innfl uttu smjöri saman við íslenskt og selja sem óblandað íslenskt. MS mun vera stærsti syk- urinnfl ytjandi landsins og margar vörur fyrirtækisins eru hlaðnar við- bættum sykri. Á það ekki síst við um vörur sem ætlaðar eru börnum og ungmennum. NÚ MUN NÆST Á DAGSKRÁ hjá MS að selja skyr í Bandaríkjunum. Sam- kvæmt Forbes viðskiptatímaritinu telst það mjög góður árangur að selja nýja vöru á Bandaríkjamark- aði fyrir tæplega 40 milljónir doll- ara, eða tæplega 5 milljarða króna, á fyrsta ári. Kostnaðurinn við að koma nýrri vöru á markað er hins vegar talinn nema rífl ega 70 milljónum dollara, eða 8,5 milljörðum króna, samkvæmt Forbes, og er þó engin trygging fyrir góðum árangri. MS þarf því að selja ansi margar skyrdósir í Bandaríkjunum til að ná upp í kostnað. Gangi dæmið ekki upp verður reikningurinn væntanlega sendur til íslenskra neytenda, sem eru hvort eð er vanir rándýrum og sykurmettuðum mjólkurvörum frá fyrirtæki sem skákar í skjóli einok- unarverndar og innfl utningstolla. Sk jó ða n Kyndilberi neytendahagsmuna? SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Cisco CCNA R&S ein öflugasta gráðan í dag! 09 stundir - verð: 329.000 Kvöldnámskeið 13. nóv. – 17. jan. + 3 verklegir laugardagar 1 CCNA R&S gráðan er af mörgum talin ein öflugasta gráðan í upplýsingatækni sem völ er á. Ef þú hefur áhuga á að verða sérfræðingur í uppbyggingu á tölvunetum og þeim tækjum sem notuð eru í samskiptum í netheiminum í dag, þá er þetta námskeiðið fyrir þig. Námið er undirbúningur fyrir prófið 200 120 sem er CCNA R&S prófið frá Cisco og er það innifalið í verði námskeiðisins. Þetta er nám sem gerir talsverðar kröfur til nemenda, en styrkir án efa stöðu þeirra á vinnumarkaðinum. Kennari, Áki H. Barkarson (CCIE) frá Advania, hefur 15 ára reynslu sem sérfræðingur í netkerfum. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Fyrirtækin Congress Reykjavík og Practical hafa sameinast undir nafninu CP Reykjavík. Congress Reykjavík sérhæfi r sig í skipu- lagningu ráðstefna, funda og þinga en Practical veitir þjónustu til fyrirtækja, stofnana og félaga- samtaka við skipulagningu hvers kyns viðburða, skemmti- og hvata- ferða og ýmissa sérferða. Með sameiningunni verður til öfl ugt fyrirtæki á ráðstefnu-, við- burða- og ferðaþjónustumarkaði, með áætlaða veltu upp á milljarð króna. Starfsmenn verða fjórtán, auk fjölda verktaka sem sinna ýmsum verkefnum fyrir félagið. Jón Karl Ólafsson, stjórnar- formaður sameinaðs fyrirtækis og meðeigandi, segir bæði fyrir- tækin hafa verið komin með góða stöðu á markaði, sérstaklega meðal ferðamanna sem hingað koma í dýrar ferðir. „Þetta er vaxandi markaður og spennandi tímar fram undan,“ segir hann. Jón Karl segir það hafa legið beint við að sameina fyrirtækin. Congress Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í ráðstefnu- haldi og Practical í viðburða- og hvataferðum og fyrirtækin tekið á móti þúsundum gesta. „Það að vera síðan með eitthvert söluvænt efni í framhaldinu fyrir ráðstefnu- gesti og bjóða þeim eitthvað til viðbótar þýðir að þeir vilja koma aftur. Þetta talar mjög vel saman og skarast hvergi.“ Marín Magnúsdóttir, stofnandi Practical segir viðburðadeild- ina hjá þeim eiga heima með ráð- stefnuþætti Congress Reykjavík. „Viðburðadeildin kemur í mjög eðlilegu framhaldi af ráðstefn- unum, þátttakendur sitja ekki eingöngu ráðstefnurnar heldur vilja kannski sjá meira af landinu þegar ráðstefnu lýkur eða fara í hvataferðir. Þar kemur viðburða- og hvatadeildin til sögunnar.“ Jón Karl segir að í þeim fjölda ferðamanna sem hingað komi sé tækifæri fyrir fyrirtæki á borð við CP Reykjavík. „Í svona vexti eins og við erum að upplifa í dag felast mörg tækifæri, þessir millj- ón ferðamenn sem stefnir í að komi til landsins gætu orðið kaup- endur að ráðstefnum eða hvata- ferðum.“ Lára B. Pétursdóttir, stofnandi Congress Reykjavík, segir sam- legðina við sameininguna mikla. „Practical hefur verið í stórum viðburðum og hvataferðum fyrir bæði innlenda og erlenda aðila. Innan þessara fyrirtækja eru tækifæri á báða bóga, menn þurfa að halda bæði árshátíðir og starfs- mannaferðir en oft líka ráðstefn- ur, aðalfundi og fl eira slíkt. Þarna sér maður ákveðna möguleika til samvinnu.“ CP Reykjavík verður þannig eitt stærsta sérhæfða ferðaþjón- ustufyrirtæki landsins, þar sem lögð verður áhersla á klæðskera- sniðnar lausnir. Practical og Reykjavík Congress sameinast Tvö viðburðaþjónustufyrirtæki sameinast. Með sameiningu verður til eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, CP Reykjavík, þar sem mikil tækifæri eru í vaxandi fjölda ferðamanna til landsins. CP REYKJAVÍK Stjórnendur nýja fyrirtækisins segja það hafa legið beint við að sameinast. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Fanney Birna Jónsdóttir | fanney@frettabladid.is Ingvi Jökull Logason hefur keypt alla hluti í auglýsingastofunni H:N Markaðssamskiptum. Hann átti áður þriðjungshlut í fyrir- tækinu á móti þeim Ragnheiði K. Sigurðardóttur og Ólöfu Þor- valdsdóttur. „Það verða ekki gerðar stór- vægilegar breytingar á stofunni þó eignarhaldið hafi breyst, þessi yfirfærsla hefur staðið yfir í tvö ár,“ segir Ingvi Jökull í tilkynn- ingu fyrirtækisins um breyting- arnar. Hann hefur starfað hjá auglýsingastofunni í rúm tutt- ugu ár, þar af í tíu ár sem fram- kvæmdastjóri. Fyrirtækið fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári en það hét upphaflega Hér&Nú auglýs- ingastofa. „Síðan þá hefur hún einu sinni skipt um nafn, einu sinni um eld- húsinnréttingu, þrisvar um lógó en aldrei um kennitölu,“ segir í tilkynningunni. - hg Ingvi Jökull Logason hefur keypt alla hluti í auglýsingastofunni H:N Markaðssamskiptum: Eignast fyrirtækið að fullu Á ÍMARK-HÁTÍÐINNI Ingvi átti þriðj- ungshlut sinn í stofunni í fimmtán ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.