Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 70
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 42 Fyrsta mynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, hrollvekjan Blóðrautt sól- arlag, hefur nú loksins séð dags- ins ljós aftur en myndin var sýnd á RIFF heima hjá Hrafni um helgina. Myndin hefur verið ófá- anleg í langan tíma og eru reynd- ar margar íslenskar myndir frá 20. öldinni ófáanlegar. Þumal- puttareglan er kannski sú að ef myndin er ekki fáanleg á bóka- söfnum landsins, þá er hún ekki fáanleg yfirhöfuð, nema Kvik- myndasafnið eigi hana til. „Kvikmyndasafnið er með gríð- arlega mikið af myndum í sínum geymslum. Hjá okkur er titlaskrá upp á 20.000 titla, útgefna og óút- gefna,“ segir Erlendur Sveins- son, forstöðumaður Kvikmynda- safnsins, sem skráir og varðveitir íslenskar kvikmyndir. Nú stend- ur yfir átak á vegum safnsins og Kvikmyndamiðstöðvar að hafa uppi á öllum íslenskum kvikmynd- um á filmu, sem enn kunna að leynast á kvikmyndavinnustofum erlendis. Safnið stefnir á að hefja útgáfu á íslenskum kvikmyndum þegar höfundarréttarmál hafa verið leyst. Þá þarf auðvitað að huga að sem bestum myndgæð- um en týndar myndir eru oft sett- ar aftur saman úr mörgum mis- munandi filmum sem hafa verið grafnar upp. Til dæmis má nefna að mynd- in Gullsandur frá árinu 1984 var talin týnd lengst af en uppruna- lega negatívan fannst loksins á erlendri vinnustofu mörgum árum seinna. Nú hefur myndin verið skönnuð í fullum gæðum. Safnið vinnur nú meðal annars að end- urgerð á Morðsögu frá 1977, sem hefur fengið yfirhalningu á mynd og hljóði til að tryggja sem bestu mynd- og hljóðgæði á myndinni. Erlendur segir að Kvikmynda- safnið leiti nú að nútímalegum leiðum til að miðla kvikmyndaarfi landsins. „Ég veit að kvikmynda- söfnin eru mikið að velta fyrir sér sinni miðlun í þessum breytta heimi,“ segir hann en alþjóðleg- ur fundur kvikmyndasafnstjóra verður einmitt haldinn í Stokk- hólmi í lok október, þar sem þessi miðlun kvikmyndasafnanna verð- ur rædd. „Það er partur af stefnuskránni hjá mér að safnið geti gefið út vandaðar endurgerðir á gömlum kvikmyndum þannig að almenn- ingur geti notið þeirra. Ég er síðan með heilmiklar hugmyndir um það hvernig eigi að þróa sýn- ingarþátt safnsins í náinni fram- tíð með því að nýta nútímatækni,“ segir Erlendur. Fjölmargir leggja leið sína í safnið svo sem dagskrárgerðar- fólk og erlendir fræðimenn. „Fólk hefur jafnvel komið til að leita að afa sínum í gamalli mynd, og við hjálpum eins og við getum,“ segir Erlendur en í augnablikinu starfa rúmlega fimm manns á safninu. - þij „Dilla hafði áhrif á okkur alla og í rauninni byrjaði hann að hafa áhrif mjög snemma, eða í kringum 14 ára aldur,“ segir Benedikt Freyr Jóns- son eða Benni B-Ruff, einn með- lima hljómsveitarinnar Dillalude sem heldur fría tónleika á Kexi Hosteli í kvöld klukkan 21.00. Sveitin er fjögurra manna súp- ergrúppa úr Reykjavík og er óður meðlimanna til pródúsentsins J Dilla, sem þykir einn af merkustu hipphopp-taktsmiðum samtímans. „Hann lét lítið fyrir sér fara en bjó til svo mikið af gúrmet-tónlist á svo mörgum mismunandi svið- um.“ Dilla féll frá langt fyrir aldur fram af völdum sjúkdóms fyrir átta árum. Meðlimir Dillalude eru þeir Ari Bragi Kárason, Benedikt Freyr Jónsson eða Benni B-Ruff, Magnús Trygvason Elíassen og Steingrímur Teague. Þeir hafa langflestir komið víða við á sviði íslenskrar tónlist- ar en fólk ætti að kannast við þá úr sveitum á borð við Forgotten Lores, Moses Hightower, Tilbury, Of Monst ers and Men og svo fram- vegis. „Eitt gott sem trommarinn goðsagnakenndi Questlove úr The Roots sagði um Dilla: „Hann kenndi mér að tromma hipphopp,““ segir Benni. - þij Alíslensk matreiðslubók fyrir alla krakka með einföldum og skemmtilegum uppskriftum! LEITA LEIÐA Erlendur segir Kvikmyndasafnið leita leiða til þess að miðla kvikmyndaarfi landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leita að týndum íslenskum myndum Hrollvekjan Blóðrautt sólarlag frá 1977 er loksins fáanleg. Kvikmyndasafnið stendur fyrir átaki þar sem leitað er að týndum íslenskum kvikmyndum á fi lmu. Ég myndi segja Romantics Anonymous. Hún er sæt. Kolfinna Kristófersdóttir fyrirsæta MIÐVIKUDAGSMYNDIN Heiðra guð taktsmiðanna í kvöld Dillalude er óður til eins áhrifamesta pródúsents allra tíma, J Dilla. PLAKAT eftir Geoffrey Huntingdon- Williams „Það er ekki í boði að fara í skipti nám í hjúkrun frá Háskóla Íslands, svo við ákváðum bara að gera þetta sjálfar,“ segir Inga María Árnadóttir, hjúkrunarnemi við Háskóla Íslands. Hún og sex bekkjarsystur henn- ar ætla til Kambódíu næsta sumar að vinna sem sjálfboðaliðar á sjúkrahúsi. „Við ætlum að taka með okkur ýmsar hjúkrunarvörur út og skilja eftir. Núna erum við að leita að fyrirtækjum sem vilja mögulega styrkja okkur og gefa hreinlætis- og hjúkrunarvörur,“ segir Inga. „Við munum, ásamt því að sinna hjúkrunartengdum störfum, vera með fræðslu inni á spítalanum um hreinlæti og þess háttar. Það er mikil fátækt þarna svo þörfin er mikil,“ segir Inga, en þær eru í samstarfi við samtökin The Green Lion. „Að fara í ferð sem þessa er kostnaðarsamt og til þess að fjármagna ferðina tóku þær sig til og bjuggu til velúrhárbönd sem þær eru að selja. „Við vildum samt taka þetta skrefinu lengra og höfðum samband við Krabbameinsfélagið og gerðum samning við það. Nú er október, mánuður bleiku slaufunnar, að ganga í garð og við ætlum að gera bleik bönd og renna 500 krónur af hverju seldu bandi til Krabbameins- félagsins,“ segir Inga. - asi Hjúkrunarnemar í hjálparstarf í Kambódíu Sjö bekkjarsystur í Háskóla Íslands ætla í sjálfb oða- liðastarf til Kambódíu næsta sumar. Dilla hafði áhrif á okkur alla og í rauninni byrjaði hann að hafa áhrif mjög snemma, eða í kringum 14 ára aldur Benedikt Freyr Jónsson Nokkrar týndar myndir Åt Häcklefjäll (1911) Sænski skopteiknarinn Albert Engström dvaldi hér á landi á fyrri hluta 20. aldarinnar ásamt kvikmyndatökumanninum Wulf og skrifaði meðal annars bókina Åt Häcklefjäll um leiðangur sinn til Heklu. Erlendur segist hafa leitað að myndinni dyrum og dyngjum. „Þetta eru ómetanlegar upptökur af atvinnuháttum, þjóðlífi og helstu sögustöðum landsins.“ Erlendur telur að myndin sé sennilega glötuð enda var hún gerð á þeim tíma þar sem filmur gátu léttilega brunnið upp til agna. Ólafur Liljurós (1977) Ein mikilvægasta myndlistarkona Íslands, Róska, gerði eða átti þátt í gerð nokkurra kvikmynda hér á landi á sínum tíma, ásamt eiginmanni sínum, Manrico Pavolettoni. Sýningareintak af myndinni Sóley frá 1982 er fáanlegt en Ólafur Liljurós er ekki fáanleg. Ýmsir bóhemar Reykjavíkur á áttunda áratugnum leika í myndinni svo sem Dagur Sigurðarson, Birna Þórðardóttir og Megas, sem gerði tónlistina. Sjúgðu mig Nína (1985) Oxsmá var goðsagnakennd listapönkhljómsveit á níunda áratugnum sem stóð að ansi geggjuðum uppákomum og kvikmyndum líka. Auk stuttmyndarinnar Oxsmá-plánet- unnar leikstýrði Óskar Jónasson myndinni Sjúgðu mig Nína í fullri lengd. Samkvæmt Kvikmyndavefnum er þetta „hröð og spennandi glæpamynd sem á sér stað í Reykjavík árið 1973. Harðsvíraðir eiturlyfjaneytendur svífast einskis til að viðhalda LSD-magninu í blóðinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.