Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 6
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VINNUDEILUR Læknar landsins eru á leið í verkfall takist samningar ekki á næstunni. Annað kvöld hefst atkvæða- greiðsla meðal lækna um hvort boðað verði til verkfalls. Verði sam- þykkt að fara í verkfall hefst það að óbreyttu 27. október. Læknisþjónusta í landinu leggst þó ekki af þó læknar fari í verkfall. Samkvæmt lögum verður að halda uppi neyðarþjónustu. Á hverju ári er gefinn út svokallaður undanþágu- listi en á honum er skilgreint hverjir eigi að sinna vinnuskyldu í verkfalli. „Ef læknar fara í verkfall verð- ur náttúrulega skert þjónusta þann tíma sem verkfallið varir. Við munum auðvitað reyna að tryggja það eftir fremsta megni að það bíði enginn skaða af verkfallinu. Við leggjum áherslu á það,“ segir Þor- björn Jónsson, formaður Lækna- félags Íslands. Kjarasamningur lækna rann sitt skeið á enda fyrir rúmum átta mánuðum og síðan hafa þeir verið samningslausir. Læknar segjast orðnir langþreyttir á því sem þeir kalla ábyrgðarleysi stjórn- valda við að tryggja heilbrigðisþjón- ustuna. - jme Ef læknar fara í verkfall verður náttúrulega skert þjónusta Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands 1. Í hvaða sæti lenti íslenska lands- liðið í kotru á Evrópumótinu? 2. Hvaða leikrit setur Listafélag Verzló upp í vetur? 3. Við hvaða lið hefur Jón Arnór Stef- ánsson gert samning? SVÖR: 1. Í fi mmta sæti. 2. Rómeó og Júlíu. 3. Unicaja Malaga. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun allra lækna hefst á fimmtudagskvöld: Á leið í verkfall í mánaðarlok BANDARÍKIN Búið er að greina fyrsta tilfelli ebólu á bandarískri grund. BBC greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld í Dallas í Texas staðfestu það í gærkvöldi. Talið er að maðurinn hafi smitast í Líberíu en hafi var einkennalaus þar til hann kom til Bandaríkj- anna. Hingað til hafa nokkrir banda- rískir heilbrigðisstarfsmenn greinst með ebólu en hafa náð heilsu eftir að flogið var með þá til Bandaríkjanna til meðferðar. - ih Smitaðist líklega í Líberíu: Ebóla greinist í Bandaríkjunum LÖGREGLUMÁL Grunur leikur á að lögreglumaður við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði hafi brotið af sér í starfi með alvar- legum hætti. Málið kom upp í lok ágúst og var tilkynnt til ríkis- saksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rann- saka málið. Jónas Wilhelmsson, yfirlög- regluþjónn á Eskifirði, segir brotið ekki snúa beint að skjól- stæðingum lögreglunnar en vildi annars lítið tjá sig um málið. Ekki er búið að yfirheyra lög- reglumanninn. - ak Lögregla til rannsóknar: Grunaður um alvarlegt brot NEW YORK, AP Samkvæmt alþjóð- legri skýrslu þar sem tekin eru með í reikninginn efnahagslegt öryggi, heilsa og fleiri atriði, þá hefur eldra fólk í Noregi það best allra í heiminum. Ísland er í sjö- unda sæti en í því neðsta er Afgan- istan. Skýrslan Global AgeWatch Index var birt í gær en hún var sett saman af fyrirtækinu Hel- pAge International. Tilgangur þess er að hjálpa öldruðum við að vinna gegn mismunun, koma í veg fyrir fátækt og að lifa öruggu og við- burðaríku lífi. Auk Noregs voru í fimm efstu sætunum Svíþjóð, Sviss, Kanada og Þýskaland. - fb Alþjóðleg skýrsla birt í gær: Öldruðum líður best í Noregi Í RÆKTINNI HIn áttræða Marianna Blomberg stundar líkamsrækt í Stokk- hólmi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ? STJÓRNSÝSLA Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndar- stofu, Fjölmenningarseturs, rétt- argæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðu- neytið sinnir, verði höfð á lands- byggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félags- málaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva. Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofn- un á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vand- lega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalam- ir þegar kemur að þessum mála- flokkum. „Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skil- greina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónust- unni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leið- andi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslu- stofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveit- arfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefnd- arinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur. johanna@frettabladid.is / sveinn@frettabladid.is Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. ÚT Á LAND Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að það eigi að flytja opinber störf út á land. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjón- usta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæða- stöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert i heilbrigðis- þjónustunni. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.