Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 46
 | 8 1. október 2014 | miðvikudagur Hagnaður af rekstri Fiskmark- aðarins nam 48,1 milljón króna á síðasta ári, en hann var 34,8 millj- ónir árið á undan. Hagnaðurinn jókst því um 13,3 milljónir eða 38 prósent á milli ára. Hluthaf- ar í félaginu eru tveir. Það er þau Ágúst Reynisson og Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, en þau eiga helmingshlut hvort. Þau munu fá greiddan arð í ár að upphæð 34 milljónir króna. Í fyrra voru ell- efu milljónir greiddar í arð og þar áður 5,4 millj- ónir. Hagnaður Grillmarkaðar- ins, sem er dótt- urfélag Fisk- markaðarins, nam 56,6 milljón- um króna í fyrra. Það er einnig veruleg aukning frá árinu á undan þegar hagnaðurinn nam 32,6 milljónum króna. Eigend- ur Grillmarkaðarins eru þrír, en það eru matreiðslumaðurinn Guð- laugur Papkum Frímannsson, sem á 30 prósent, Fiskmarkaðurinn á 60% og Grillmarkaðurinn á 10% hlut í sjálfum sér. Fimmtíu milljóna króna arður verður greiddur hlut- höfum í ár. Veitingastaðirnir Grillmarkaður- inn og Fiskmarkaðurinn eru báðir í miðborg Reykjavíkur. Fiskmark- aðurinn er í Aðalstræti 12 en Grill- markaðurinn er í nýlegu húsnæði á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Ætlar að sjá Gunnar Nelson í Svíþjóð Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Glerborgar, rak áður eitt elsta glerfyrirtæki landsins. Hann er menntaður í viðskiptafræði og með MSc-gráðu í fjármálum fyrirtækja. Frítíminn fer meðal annars í að spila körfubolta. „Ég rak áður Glerslípun og speglagerð sem var minna fyrirtæki í þessum bransa og elsta glerfyrirtæki landsins stofnað árið 1922,“ segir Rúnar Árnason, framkvæmda- stjóri Glerborgar, spurður hvernig það kom til að hann fór að stýra fyrirtækinu í sept- ember í fyrra. Rúnar hafði starfað sem framkvæmda- stjóri Glerslípunar og speglagerðar í þrjú ár þegar hann ákvað ásamt föður sínum að kaupa Glerborg og sameina fyrirtækin. „Við stukkum á tækifærið þegar við sáum að fyrirtækið var til sölu. Það hefur geng- ið nokkuð vel að fara inn í þetta hlutverk en það var að mörgu að huga,“ segir Rúnar. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og lauk námi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2007. Eftir það lá leiðin í Háskólann í Reykjavík en Rúnar útskrifaðist þaðan með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja árið 2009. „Þá datt ég inn í laxeldisfyrirtækið Fjarðalax og tók þátt í þeirri uppbygg- ingu frá byrjun en það fyrirtæki var stofn- að haustið 2009. Þá sinnti ég einnig starfi framkvæmdastjóra Glerslípunar og spegla- gerðar en við kaupin á Glerborg var ekki nægur tími til að sinna öllum þessum verk- efnum og ég fór því á fullt í glerið. En það var góð reynsla að taka þátt í þessu þarna fyrir austan enda Fjarðalax frábært fyrir- tæki.“ Rúnar segir að verkefnum fyrirtæk- isins hafi fjölgað mikið á þessu ári og nefnir framkvæmdir við hótel og önnur verkefni sem nú eru í gangi í byggingariðnaði. Hann nefnir sem dæmi framkvæmdir við hótel Íslandshótela við Höfðatorg. „Þar sjáum við um alla sturtuklefa, spegla og gler. Það er heljarinnar fram- kvæmd enda 320 herbergi. Hvað svo sem hver segir um hótelbyggingar og hvernig þetta endar allt saman er vöxtur í ferða- mannabransanum stór partur af okkar starfi núna,“ segir Rúnar. Hann æfði lengi körfubolta með Fjölni og segir að sá frítími sem hann hafi fari meðal annars í bumbu- bolta með félögunum. „ Þetta er fínn tími til að hitta félagana og hreyfa sig í leiðinni. Svo er ég alltaf að verða meiri og meiri áhugamaður um bland- aðar bardagalistir. Ég er einmitt að fara til Svíþjóðar að sjá Gunnar Nelson næstu helgi. Ég er mjög spenntur fyrir þeim bar- daga og hef tröllatrú á okkar manni.“ Í MÖRKINNI Rúnar Árnason var 29 ára gamall þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra Glerborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TRAUSTUR OG SKEMMTILEGUR „Ég kynntist Rúnari fyrir 16 árum þegar ég mætti á körfuboltaæfingu í nýju hverfi og hann setti þrist í andlitið á mér. Frá þeim degi höfum við deilt ara- grúa af góðum stundum og lífsreynslu saman í gegnum skóla, íþróttir, ferðalög og heimspekilegar samræður um tónlist og lífið sjálft. Einn af hans helstu kostum er sá hversu traustur vinur hann er. Hann er alltaf til í að réttaa hjálparhönd eða standa í veseni þegar vinur þarf á honum að halda. Það kemur ekkert á óvart að Rúnar sé farinn að láta að sér kveða í atvinnulífinu enda fæddist mað- urinn með gott auga fyrir viðskiptatækifærum. Hann sýnir frumkvæði og hefur metnað fyrir því að skila öllu vel af sér sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Ólafur Páll Árnason, ráðgjafi hjá AGR ehf. „Fyrstu kynni mín af Rúnari voru þegar ég hóf störf hjá Fjarðalaxi sem var þá lítið fyrirtæki í uppbyggingarfasa. Rúnar sá um bókhaldið og launin og innleiddi margt af því sem við notum enn í dag. Rúnar sló mig strax vel, hann er skemmtilegur, afar vel gefinn og skarpur, einstaklega lausnamiðaður. Hann er með mjög góðan húmor og sá alltaf spaugilegar hliðar á frekar þurru viðfangsefni. Það var sama hvert viðfangsefnið var, Rúnar leysti alltaf strax og vel úr hlutunum. Eftir að Rúnar varð forstjóri Glerborgar hætti hann að vinna fyrir Fjarðalax sökum anna en við höfum þó ekki alveg sagt skilið við hann, því hann starfar með okkur í eldis stöðinni Ísþór og sér um launin þar.“ Kristín Helgadóttir, starfsmannastjóri Fjarðalax SVIPMYND Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 109,00 -16,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 222,50 -15,1% -0,2% Fjarskipti (Vodafone) 32,60 19,6% 0,9% Hagar 44,50 15,9% -1,8% Icelandair Group 17,35 -4,7% -2,5% Marel 106,50 -19,9% 0,9% N1 18,95 0,3% -0,9% Nýherji 5,75 57,5% 0,9% Reginn 15,20 -2,3% 0,0% Tryggingamiðstöðin* 23,40 -27,0% -1,5% Vátryggingafélag Íslands** 8,18 -24,2% 0,5% Össur 330,00 44,1% 3,1% HB Grandi 31,45 13,5% 1,5% Sjóvá 11,80 -12,7% -1,7% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.151,82 -8,6% -1,0% First North Iceland Century Aluminum 1. 150,00 117,4% 0,0% Hampiðjan 13,25 50,9% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,22 9,0% 0,0% *fyrsta verð 8. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN NÝHERJI 57,5% frá áramótum ÖSSUR 3,1% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TRYGGINGAMIÐST. -27,90% frá áramótum ICELANDAIR GROUP -2,5% í síðustu viku 6 6 2 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins Tveir eigendur veitingahússins Fiskmarkaðarins fá meira en þrjátíu milljónir í arðgreiðslur í ár: Hagnaður Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins eykst HREFNA SÆTRAN ELDHÚS GRILLMARKAÐARINS Veitingahús Hrefnu Sætran njóta sívaxandi vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Við stukkum á tæki- færið þegar við sáum að fyrirtækið var til sölu. Það hefur gengið nokkuð vel að fara inn í þetta hlut- verk en það var að mörgu að huga. Miðvikudagur 1. október ➜ Seðlabanki Íslands - Vaxta- ákvörðunardagur Þriðjudagur 7. október ➜ Hagstofan - Gistinætur á hót- elum í ágúst 2014 ➜ Seðlabanki Íslands - Helstu liðir í efnahagsreikningi og gjald- eyrisforði ➜ Íslandsbanki - Fjármál við starfslok Miðvikudagur 8. október ➜ Seðlabanki Íslands - Fjármála- stöðugleiki 2014/2 ➜ Þjóðskrá - Fasteignamarkaður- inn í mánuðinum eftir lands- hlutum ➜ Deloitte, LÍÚ og SA - Sjávarút- vegsdagurinn Föstudagur 10. október ➜ Hagstofan - Efnahagslegar skammtímatölur í október 2014 Mánudagur 13. október ➜ Seðlabanki Íslands - Gjaldeyris- forði og tengdir liðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.