Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 4
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 TRYGGINGA- STOFNUN Verið er að fara yfir álit umboðs- manns Alþingis hjá Trygginga- stofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Ætla ég rétt að vona að þeir upp- fylli þá skýru lagaskyldu sína að kafa ofan í öll mál sem hefur verið hafnað á þessu forsendum og endurupptaka þau öll. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands. STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hlakka til að taka við stöðu sendiherra í Washington en stjórn- völd í Bandaríkjunum hafa sam- þykkt skipun hans í embættið. „Ég lít á þetta sem mjög spenn- andi verkefni. Það er mjög margt hægt að gera er varðar samskipti Íslands og Bandaríkjanna á öllum sviðum, eins og í stjórnmálum, við- skiptum, mennta- og menningar- málum og fleiru,“ segir Geir, sem hefur störf um áramótin. „Það er mikið af tækifærum fram undan.“ Hann segist þekkja vel til í Bandaríkjunum, enda stundaði hann nám þar í sex ár í þremur mis- munandi háskólum. „Ég bjó m.a. í tvö ár í Washington og síðan þá hef ég verið þar í miklum samskiptum sem hafa tengst mínum ýmsu störf- um í gegnum árin,“ segir Geir. „Ég hef haldið sambandi við fjölmarga í stjórnsýslunni þarna, í háskólum og viðskiptalífi, víða um Bandarík- in. Það er nú þannig í svona starfi að sambönd og tengsl sem byggj- ast kannski upp á löngum tíma geta verið mjög mikilvæg,“ bætir hann við. „Svo þekki ég íslensku utanrík- isþjónustuna vel bæði af áralöngu samstarfi við marga af starfsmönn- um hennar og einnig sem utanríkis- ráðherra. Þannig að í stuttu máli hlökkum við hjónin mikið til að tak- ast á við þetta verkefni.“ Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu árið 2012 vegna óréttlátrar málsmeðferðar en hann var ákærð- ur af Alþingi 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Málið er nú til meðferðar hjá Mannrétt- indadómstól Evrópu. - fb Geir H. Haarde hlakkar til að taka við stöðu sendiherra Íslands í borginni Washington á næsta ári: Segir spennandi tækifæri fram undan Það er mjög margt hægt að gera er varða rsamskipti Íslands og Bandaríkj- anna á öllum sviðum. Geir H. Haarde AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 1.011 þeirra sem voru við kennslu á framhalds- skólastigi veturinn 2011 til 2012 voru konur. Karlar við kennslu voru þá 904. Hafði konum við kennslu þá fjölgað um 56 prósent frá skólaárinu 1999 til 2000 þegar konur við kennslu voru 650 og karlar við kennslu voru 829. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá LEIÐINDASPÁ Von er stífum vindi víðast í dag og stormi um suðvestanvert landið frá hádegi og fram eftir degi, rigning einkum um landið sunnanvert. Vindasamt og mikil rigning þegar lægð fer yfir á morgun. 6° 8 m/s 8° 10 m/s 8° 13 m/s 10° 17 m/s Lægð fer yfi r landið með hvass- viðri og úrkomu. 10-18 m/s. Gildistími korta er um hádegi 22° 29° 13° 23° 25° 12° 20° 16° 16° 27° 20° 26° 26° 27° 24° 20° 17° 21° 10° 11 m/s 8° 11 m/s 8° 12 m/s 11° 11 m/s 10° 10 m/s 10° 10 m/s 3° 15 m/s 8° 6° 5° 3° 9° 5° 10° 5° 7° 4° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN UMHVERFISMÁL Húnaþing vestra hefur fengið áminningu frá Umhverfisstofnun vegna aðstæðna á sorpurðunarstað að Syðri-Kárastöðum. Áminnt er fyrir frávik frá kröfum um vernd- un jarðvegs, grunn- og yfirborðs- vatns með jarðfræðilegum tálma og botnþéttingu á urðunarstöðum. „Umhverfisstofnun veitir Húnaþingi vestra frest til að stöðva urðun á svæðinu og senda Umhverfisstofnun staðfestingu þess eðlis til og með 6. október 2014,“ segir um málið í fundargerð byggðaráðs Húnaþings vestra. - gar Húnaþing fær áminningu: Mengun stafar frá urðunarstað HVAMMSTANGI Fá frest til úrbóta. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR SKIPULAGSMÁL Þjónustuhús á Hakið Byggingarfulltrúi hefur gefið Þingvalla- nefnd heimild til að reisa tæplega 80 fermetra þjónustuhús við hlið snyrt- ingarinnar á Hakinu. Í húsinu verður aðstaða fyrir starfsfólk þjóðgarðsins. VIÐSKIPTI Lýsing hefur orðið við kröfum FME um að senda þeim aðilum, sem hafa greitt upp lán frá fyrirtækinu, bréf um dóm Hæsta- réttar frá árinu 2012. Í dómnum sagði að Lýsing mætti ekki reikna verðtryggingu og breytilega vexti á ákveðna tegund lánasamninga. FME lagði 200 þúsund króna dagsektir á Lýsingu frá 28. ágúst vegna þess að Lýsing hafði ekki orðið við beiðni FME. - ih Greiddu dagsektir í mánuð: Lýsing verður við kröfu FME FÉLAGSMÁL „Tryggingastofnun er búin að vera að praktísera lögin með röngum hætti og hefur snuð- að örugglega hundruð öryrkja um bætur,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkja- bandalags Íslands, um niðurstöður í nýju áliti umboðsmanns Alþingis. Öryrkjabandalagið leitaði til umboðsmanns Alþingis fyrir hönd þroskaskertrar konu um þrítugt vegna úrskurðar Úrskurðarnefnd- ar almannatrygginga sem staðfesti ákvörðun Tryggingastofnunar um að konan ætti rétt til örorkulífeyr- is frá þeim tíma sem hún sótti um en ekki líka tvö ár aftur í tímann eins og lögin heimila. „Kröfunni var hafnað þar sem læknisfræðileg gögn málsins voru ekki talin bera ótvírætt með sér að hún hefði uppfyllt læknisfræði- leg skilyrði örorku áður en grein- ing sérfræðings fór fram,“ segir í áliti umboðsmanns sem er ósam- mála túlkun Tryggingastofnunar og síðar úrskurðarnefndarinnar. Segir umboðsmaður að „ekki y rði séð að læknisfræðileg gögn málsins hefðu borið með sér að ástand A [konunnar] hefði breyst gegnum tíðina heldur bentu þau þvert á móti til þess að ástand henn- ar hefði verið meðfætt.“ Og hafi verið álitið að ekki hafi verið sýnt fram á ástand konunnar með nægi- lega skýrum hætti hefði átt að gefa henni kost á að leggja fram frek- ari gögn. „Öryrkjabandalagið er búið að benda á þetta í mörg ár en Trygg- Snuða öryrkja með kröfum sem eiga enga stoð í lögum Umboðsmaður Alþingis segir Tryggingastofnun setja skilyrði fyrir örorkubótum aftur í tímann án lagastoðar. Brotið hafi verið á konu með því að draga í efa að fötlun hennar væri meðfædd. ingastofnun hefur þráast við og barið hausnum við steininn. Núna fá þeir loksins álit frá umboðs- manni og þá ætla ég rétt að vona að þeir uppfylli þá skýru laga- skyldu sína að kafa ofan í öll mál sem hefur verið hafnað á þessu forsendum og endurupptaka þau öll,“ segir Daníel Isebarn. Að sögn Daníels er það sérstakt fagnaðarefni fyrir Öryrkjabanda- lagið að í áliti umboðsmanns sé fjallað um almenna verklagsreglu hjá Tryggingastofnun. Tekið sé á tveimur meginatriðum varðandi heimildina til að ákvarða bóta- rétt aftur í tímann. Fyrra atriðið sé óhemju harðar kröfur um að sýnt sé fram á ótvíræðan bóta- rétt. Fyrir það fái þeir skammir hjá umboðsmanni. Seinna atriðið sé ekki síður mikilvægt. „Við þá sem ná þó að sýna fram á að þeir ættu að eiga bótarétt aftur í tímann er sagt að Trygginga- stofnun telji ekki vera sérstakar aðstæður í þeirra máli, algerlega án frekari rökstuðnings og án stoð- ar í lögum,“ segir Daníel. Í svari Tryggingastofnunar til áðurnefndrar konu segir einmitt: „Tryggingastofnun hefur farið yfir mál þitt og telur að ekki verður séð að í þessu tilfelli sé um að ræða sérstakar aðstæður sem réttlæti greiðslu aftur í tímann.“ Umboðsmaður Alþingis segir að bætur skuli reiknaðar frá þeim degi sem umsækjandi uppfylli skil- yrði til bótanna en þó ekki lengra en tvö ár aftur í tímann. Krafa Tryggingastofnunar um „sérstak- ar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögunum. Daníel segir lagaregluna um bætur aftur í tímann ekki hafa verið framkvæmda í samræmi við orðanna hljóðan. „Hugsunin er sú að ef fólk kemur í örorkumat séu allar líkur á að það sé búið að uppfylla skil- yrðin í einhvern tíma áður en það fer í mat. Þess vegna er gert ráð fyrir að hægt sé ákvarða bætur aftur í tímann,“ segir lögmaður Öryrkjabandalagsins. Ekki fengust svör frá Trygg- ingastofnun í gær. gar@frettabladid.is SIGRÍÐUR LILLÝ BALDURSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.