Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 54
MENNING 1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR Þetta kom þannig til að í vor var ég beðinn að vera fundarstjóri á ráð- stefnu í Gerðubergi, þar sem var verið að tala um læsi og bækur. Ég sat þarna og hlustaði og það var alveg sama hver fór í pontu, hvort það var bókasafnsfræðingur, rit- höfundur eða kennari, allir tjáðu sig um það hvað áhugi á lestri hefði minnkað mikið hjá krökkum og þá sérstaklega strákum,“ segir Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, spurður hvernig það hafi komið til að hann hrinti af stað lestrarátaki sem hefst í dag meðal grunnskólabarna. „Ég hafði auðvitað heyrt þetta útund- an mér, en ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta var mikið mál fyrr en þarna.“ Ævar segist vera gamall bóka- ormur og að þetta hafi honum þótt óviðunandi ástand. „Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég gæti ekki gert eitthvað til að bæta úr þessu. Nú er ég búinn að vera með þáttinn minn í sjónvarpi í nokkur ár þannig að krakkarnir vita hver ég er og það er nú einu sinni þannig að maður fær smá forskot þegar maður vill koma einhverju á framfæri ef þau þekkja mann. Fær svona sirka tíu sekúndur af athygli áður en þau fara að gera eitthvað annað.“ Ævar réðst þó ekki í framkvæmd hugmyndarinnar strax, var önnum kafinn við að skrifa nýju seríuna um Ævar vísindamann og síðan taka hana upp, en hugmyndin lét hann ekki í friði. „Í sumar fór ég svo að vinna í þessu átaki, sem hljómaði voðalega einfalt í höfðinu á mér, en ég er eiginlega búinn að vera í fullu starfi í tvo mánuði við að koma þessu í framkvæmd. Og til þess hef ég þurft að nýta alla þá vinargreiða sem ég átti inni, svo nú er ég nánast búinn með þann kvóta. Ég á enn þá vini, en nú eiga þau inni hjá mér í staðinn.“ Átakið gengur þannig fyrir sig að fyrir hverjar þrjár bækur sem börnin lesa fylla þau út miða sem verða sendir til Heimilis og skóla í gegnum skólabókasöfnin og verða að lokum fimm nöfn dregin úr pottinum. Þessi börn fá það í verð- laun að verða gerð að persónum í nýrri ævintýrabók um bernskubrek Ævars vísindamanns, sem kemur út næsta vor hjá Forlaginu. „Það verður alltaf að vera einhver gul- rót til að ýta fólki af stað og mér fannst það skemmtilegur vinkill að fá að vera karakter í bók.“ Meðfram átakinu er Ævar að senda frá sér nýstárlega sögubók, Þína eigin þjóðsögu, fyrir börn. „Sögusviðið í Þín eigin þjóðsaga er heimur íslensku þjóðsagnanna og lesandinn ræður ferðinni. Í bókinni eru yfir 50 mismunandi endar, sem þýðir að þú getur lesið hana nán- ast endalaust oft og aldrei lesið sömu söguna,“ segir hann. „Þetta er bók sem virkar eins og tölvuleik- ur þannig að lesandinn stjórnar því alfarið sjálfur hvað gerist. Hann sogast inn í heim íslensku þjóð- sagnanna og getur þar átt í sam- skiptum við hin ýmsu kvikindi og karaktera sem hann þekkir. Oft verður maður pirraður við lest- ur og finnst karakterarnir taka asnalegar ákvarðanir en í þessari bók stjórnar lesandinn því alfarið hvaða ákvarðanir þeir taka. Þannig að ef sagan endar hræðilega getur hann engum kennt um nema sjálf- um sér. En það góða er að þú getur alltaf flett til baka og byrjað upp á nýtt ef þú tekur ranga ákvörð- un svo ef þú vilt að allt endi vel þá stjórnar þú því.“ Auk þess að leika Ævar vísinda- mann í sjónvarpinu og skrifa bók í hans nafni hefur Ævar verið að leika í Þjóðleikhúsinu undanfarin fjögur ár. Hann er nú kominn í frí frá leikhúsinu í bili. „En í staðinn fyrir að slaka á ákvað ég að gefa í og framkvæma eitthvað af þeim hugmyndum sem hausinn á mér er fullur af.“ fridrikab@frettabladid.is Gamall bókaormur með lestrarátak Ævar Þór Benediktsson, sem krakkar þekkja sem Ævar vísindamann, hrindir í dag af stað lestrarátaki í öllum grunnskólum landsins. Auk þess sendir hann á næstu dögum frá sér bók þar sem lesandinn ræður söguþræðinum sjálfur. ÆVAR ÞÓR BENEDIKTS- SON „Þetta er bók sem virkar eins og tölvuleikur þan- nig að lesandinn stjórnar því alfarið sjálfur hvað gerist.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Krakkarnir vita hver ég er og það er nú einu sinni þannig að maður fær smá forskot þegar maður vill koma ein- hverju á framfæri ef þau þekkja mann. „Þessi músík hefur svo margar víddir. Ég get ekki lýst henni á fræðilegan hátt en hún er sterkt og hrífandi verk,“ segir Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur, kennari og þýðandi, um tónlist Benjamíns Britten við ljóðaflokkinn Á eynni þeirri eftir W.H. Auden. Trausti hefur þýtt ljóðin og nú mun Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona syngja þau við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur í Hannesarholti annað kvöld. Trausti kveðst hafa gert tvær atrennur að þýðing- unni, þá seinni sérstaklega svo hún félli vel að tónlist- inni. Hann líkir útkomunni við fallegt hjónaband. En hver er eyjan? „Mér finnst hún vera við sjálf og þeir sem við elskum. Allur heimurinn, hafið, litbrigðin og hringrás vatnsins. Það er ótrúleg stemning í þessu verki.“ Stundin í Hannesarholti hefst klukkan 20 annað kvöld, fimmtudag. Trausti mun þar einnig lesa þýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðinu Ferð til Íslands eftir Auden. - gun Við sjálf og þeir sem við elskum Ingibjörg Guðjónsdóttir syngur ljóðafl okkinn Á eynni þeirri eft ir W.H. Auden í þýðingu Trausta Ólafssonar í Hannesarholti 2. október. Tónlistin er eft ir Britten. FLYTJENDUR OG ÞÝÐANDI Arnhildur, Trausti og Ingibjörg. MYND/ÚR EINKASAFNI RISALAGERSALA á Fiskislóð 39 LOKAVIKA Næg bílastæði Allt að 90% afsláttur 99 kr. Þegar öllu er á bo tn in n h vo lf t Ef keypt er fyrir 6.000 kr. eða meira fylgir gjöf. Gjafir fyrir öll tækifæri! Yfir 4000 titlar frá öllum helstu útgefendum landsins! OPIÐ ALLA DAGA kl. 10–19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.