Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGMeistaramánuður MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jónatan Altli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512-5446 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Ertu að velta fyrir þér hvern-ig þú getir náð betri árangri en nokkru sinni fyrr – orðið bestur? Í bókinni Skaraðu fram úr gefur norski markþjálfinn Erik Bertrand Larssen heilræði og hvatningu til hámarksárangurs. Erik vann með norska skíða- landsliðinu fyrir EM í Ósló árið 2011 og hefur í starfi sínu sem markþjálfi hjálpað forkólfum at- vinnulífsins, afreksfólki í íþrótt- um og ósköp venjulegum einstak- lingum að ná markmiðum sínum, bæði í daglegu lífi og þegar mest á reynir. En hvað þarf að gera til að verða sigurvegari? Í Skaraðu fram úr sýnir höfund- ur hverju hægt er að áorka ef þrot- laus vilji og einbeiting eru fyrir hendi og hvernig fólk getur kallað fram sína bestu eiginleika og nýtt þá til fulls. Hann hvetur lesandann til að finna sigurvegarann í sjálf- um sér og miðlar af yfirgripsmikilli reynslu sinni. Í bókinni sýnir hann skref fyrir skref hvaða aðferðum og tækni má beita til að ná árangri á hvaða sviði sem er og aðferðirnar eru sannarlega áhrifaríkar. Skaraðu fram úr er mögnuð bók sem getur hjálpað fólki að brjót- ast úr viðjum vanans og er frábær förunautur inn í Meistaramánuð. Jakob S. Jónasson þýddi. Útgefandi: Forlagið. Finndu þitt innra ljón! Erik Bertrand Larssen er eftirsóttasti markþjálfi Noregs. Í bókinni Skaraðu fram úr hvetur hann lesendur til að finna sigurvegarann í sjálfum sér. Bókin er ómissandi þegar kemur að því að fylgja eftir markmiðum Meistaramánaðar. Erik Bertrand Larssen er norskur markþjálfi og höfundur bókarinnar Skaraðu fram úr. Allir mánuðir hjá mér eru meist-aramánuðir. Ég hugleiði kvölds og morgna. Líf mitt er agað og ég hef tamið mér hugarró,“ sagði Tolli í símtali frá Pétursborg í Rússlandi þar sem sýning á verkum hans stendur yfir. „Maður uppsker eins og maður sáir. Með því að stefna að ákveðnu mark- miði og hafa reglu á lífi sínu fer maður ósjálfrátt að temja sér slíkan lífsstíl. Með hugleiðslu fylgir sjálfsagi,“ útskýr- ir Tolli. Hann bætir því við að fólk þurfi að gera samning við sjálft sig. „Það þarf að byrja daginn með hugleiðslu og endur- taka hana áður en gengið er til náða. Þetta samkomulag sem maður gerir við sjálfan sig er afar mikilvægt en lengd- in á hugleiðslunni fer bara eftir ákvörð- un hvers og eins. Maður getur hugleitt í hálfa klukkustund eða bara eina mín- útu. Mikilvægt er að gera þetta að venju og aldrei að sleppa úr. Ég iðka svokall- aða núvitundarhugleiðslu sem kemur úr búddisma og hefur verið að ryðja sér mikið til rúms undanfarinn aldarfjórð- ung. Þetta nefnist á ensku „Mindful- ness Meditation“ og ég get fullyrt að ef fólk prófar að gera þetta í einn mánuð finnur það varanlegan mun á líðan sinni. Árangurinn af hugleiðslunni fylgir síðan fólki út í lífið.“ Tolli segist alveg geta lent í stress- eða kvíðakasti eins og aðrir en geng- ur vel að höndla það. „Hugleiðsla er hugarró og maður er í núvitund í dags- ins önn en einnig fær maður tækifæri til að læra á sjálfan sig. Það getur verið töff og erfitt en það eru allar líkur á því að uppskera meiri hamingju með því að þekkja sjálfan þig. Núvitundarhug- leiðsla er stefnumót við sjálfan sig.“ Tolli hefur haldið námskeið í þess- um fræðum hjá stórum fyrirtækjum og hann segir að því hafi verið vel tekið. Ég hélt námskeið í Íslandsbanka í fyrra og mun endurtaka það fljótlega. Þar er hópur fólks sem iðkar hugleiðslu að staðaldri. Einnig hef ég verið með fyrir- lestra hjá Vodafone og fyrir starfsfólk- ið í Gló. Ég reikna með að verða í Gló að minnsta kosti einu sinni í viku í Meist- aramánuðinum. Þá munu gestir fá tækifæri til að kynnast hugleiðslunni. Allir geta virkjað hæfileikann til sjálf- skoðunar en þetta er ferðalag,“ segir Tolli. Listamaðurinn hefur fengið frábærar viðtökur í Pétursborg og er afar ánægð- ur með viðbrögðin en nú standa yfir Norrænir dagar í borginni. Enginn nú- lifandi íslenskur listamaður hefur áður sýnt á þessum stað. Þegar sýningunni lýkur ætlar Tolli að heimsækja Moskvu en síðan er ferðinni heitið til Stokkhólms þar sem hann ætlar að horfa á bardaga Gunnars Nelsons. „Hægt er að þjálfa upp góða andlega líðan og heilsu. Og hvers vegna í ósköpunum eigum við að láta okkar fremstu afreksmenn og leiðtoga eina um þá vitneskju?“ – Aftenposten Meistaramánuður á Stöð 2 Stöð 2 sýnir vikulega þætti um Meistaramánuð, en þættirnir verða sýndir á þriðjudagskvöldum í október kukkan 19.20 í opinni dag- skrá. Þar verður fylgst með verðandi meisturum, sem setja sér mark- mið fyrir mánuðinn. Markmiðin eru af ýmsum toga. Sumir vilja minnka farsímanotkun en aðrir ætla að vera duglegri við að klippa á sér neglurnar. Sumir ætla að stunda reglubundna hreyfingu í Meistaramánuði á meðan aðrir ætla að rækta betur sambandið við sína nánustu. Þá ætla margir að hætta að drekka áfengi í október, borða hollari mat eða lesa meira. Við fylgjumst með þátttakendum sem setja sér markmið og sjáum hvernig þeim gengur að fylgja þeim eftir. Sérfræðingar gefa góð ráð varðandi markmiðasetningu, mataræði, hreyfingu og annað auk þess sem við fjöllum um matarsóun, hjólreiðar, lestur og margt fleira. Allir geta verið með í Meistaramánuði og sett sér markmið, stór eða smá. Þáttarstjórnandi er fréttakonan Birta Björnsdóttir. Þættirnir verða í opinni dagskrá eins og áður segir. Í þættinum verður fylgst með verðandi meisturum , sem setja sér markmið fyrir mánuðinn. Markmiðin eru af ýmsum toga. Stefnumót við sjálfan sig Þorlákur Kristinsson Morthens, Tolli, listamaður hefur tamið sér hugleiðslu til margra ára. Hann segir magnaða lífsreynslu að fara á stefnumót við sjálfan sig. Tolli hefur mikinn sjálfsaga þegar kemur að hugarró og slökun. MYND/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.