Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 20
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 20 Fáir læknar gerast svo hug- rakkir að eignast börn á námsárunum. Fæstir hafa möguleika á annarri fram- færslu en námslánum og það þarf mikla staðfestu til að sinna uppeldi meðfram námi sem krefst tæplega 200 stunda spítalaviðveru hvern mánuð síðustu náms- árin fyrir utan heimalestur. Við útskrift eru flest- ir læknar nær þrítugu en tvítugu. Síðustu 10 ár hafa konur verið 55% nemenda í læknadeild HÍ og sem stendur eru konur rúmlega 60% þeirra Íslend- inga sem læra læknisfræði erlend- is. Þær sem ákveða að fresta barn- eignum þar til að námi loknu hafa því oft ekki mörg ár eftir af kjör- aldri til þess. Sér í lagi ef börnin eiga að verða fleiri en eitt. Læknisstarfið krefst ýmiss líkamlegs álags og langar vaktir leggjast ofan á dagvinnu. Verk- efnin eru mismunandi, allt frá því að hlaupa sjúkrahúsgangana á enda og aðstoða við endurlífgun, standa og aðstoða í langri aðgerð eða jafnvel rjúka í sjúkrabíl upp á háheiði um miðjan vetur. Sumar konur verða ófærar um slík lík- amleg átök snemma á meðgöngu. Er það ásættanlegt fyrir sjúkling að vakthafandi læknir geti ekki framkvæmt nógu skilvirkt hjarta- hnoð? Er það ásættanlegt að lækn- ir á vakt hætti sínu ófædda barni til að hjálpa öðrum? Eldri kollegar stóðu oft vakt- ina fram að settum degi en flest- ar þeirra vara okkur yngri við því og það er orðið algengara að kvenlæknar hætti fyrr töku vakta á meðgöngu. Eftir situr þá dag- vinna virka daga frá 8-16 (sem hjá flestum stéttum teldist 100% starf). Það að hætta töku vakta er tvíeggja sverð. Það veldur tíma- bundið auknu álagi á aðra lækna innan sama vinnustaðar og vakt- irnar skapa tekjurnar. Án þeirra eru launin 340.743 kr. fyrir kandí- dat og 370.485 kr. fyrir lækni með lækningaleyfi eða 254.692 kr. og 272.898 kr. eftir skatt.* Grunn- viðmið fyrir einstakling í sambúð með eitt barn, án bíls og húsnæðis er 232.916 kr. ** Hefur áhrif á mönnun Annað sem flækir málið er að almennir læknar vinna í stuttum tímabundnum ráðningum. Þetta getur haft áhrif á rétt læknis til fæðingarorlofs og verður til þess að margir almennir læknar fara samningslausir í fæðingarorlof og tapa hlunnindum fastráðningar s.s. réttindum til veikinda, sumarfrís o.fl. Þegar þetta tvennt er skoðað saman þá er skiljanlegt að það fær- ist í aukana að læknar í fæðingar- orlofi lendi í erfiðleikum til dæmis með afborganir námslána. Það að hluti kvenlækna hætti að taka vaktir á meðgöngu og flest- ar taki sér lengra fæðingarorlof en bekkjarbræður þeirra hefur nú þegar áhrif á mönnun. Koll- egar eiga ekki að sitja eftir í súp- unni þegar einn hverfur frá og neyðast til aukavakta án þess að ráða nokkru um það. Þetta snýst um almenna kröfu allra lækna að geta átt meiri tíma með fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Það er ekki ásættanlegt að einungis með mik- illi vaktavinnu ofan á dagvinnu geti læknar haft í sig, á og afgang til afborgunar námslána. Spá Læknafélags Íslands telur að á næstu 10 árum muni starf- andi læknum fækka um 300 meðan þjóðinni fjölgar. Gæti þetta verið enn ein ástæða landflótta lækna? Höfum við efni á því? *Reiknað af skattur.is gert ráð fyrir einstakling, og greitt í lífeyr- issparnað. Ekki er greitt í stéttar- félag miðað við þennan útreikning. **Reiknivél velferðarráðuneytis, velferdarraduneyti.is. Hafa íslenskir læknar efni á fjölskyldulífi ? Aðgengi heyrnarskertra að íslensku sjónvarpi er alls ekki nógu gott og langt frá því sem það gæti verið en talið er að um 15–16% þjóð- arinnar séu á hverjum tíma heyrnarskert. Við heyrnarskertir höfum barist fyrir því að fá rittúlkun og text- un viðurkennda sem eina af aðgengisleiðum okkar. Stjórnvöld hafa því miður ekki verið nógu hliðholl okkur og hvergi nærri nóg áunnist í þeirri baráttu. Við getum nefnilega ekki alltaf greint og/eða náð öllum hljóðum í samtöl- um manna á milli og alls ekki öllu í sjónvarpi, jafnvel ekki með bestu heyrnartækjum. Textun (rittúlk- un) mundi þar breyta aðgengi allt að 50 þúsund Íslendinga að íslensku sjónvarpsefni. Við heyrnarskertir viljum nefnilega líka gjarnan fylgj- ast með Kastljósi, Íslandi í dag, íslenskum spennuþáttum sem og öllum öðrum íslenskum þáttum í sjónvarpi. „Samkvæmt 29. gr. laga um fjöl- miðla, nr. 38/2011, er fjölmiðlaveit- um einungis skylt að texta erlent efni sem þær senda út. Í 30. gr. laganna eru fjölmiðlaveitur hins vegar hvattar til þess að „leitast við að gera þjónustu sína aðgengi- lega sjón- og heyrnarskert- um auk þeirra sem búa við þroskaröskun með tákn- máli, textun og hljóðlýs- ingu“ en engin skylda er lögð á fjölmiðlaveiturnar hvað þetta varðar. Eins og kostur er, segir lagagreinin en engin skylda lögð á fjölmiðlaveit- ur hvað þetta varðar. Nú á haustdögum leggja sjö alþingismenn – allt konur – fram frumvarp á Alþingi (108. mál) um breytingu á 30. gr. laga 38/2011, þar sem textinn verður svohljóðandi. „Myndefni sem fjöl- miðlaveitur miðla skal ávallt fylgja texti á íslensku sem endurspeglar texta hljóðrásar myndefnis eins nákvæmlega og kostur er.“ Hafi sjömenningarnir þökk fyrir. Nú verður gaman að sjá hvort aðrir þingmenn sjá sóma sinn í því að greiða fyrir þessari breytingu á lögunum Ágætu þingmenn; Mismunun er óheimil. Það að heyrnarskertir séu útilokaðir frá því að njóta íslensks sjónvarpsefnis er mismunun. Því skora ég á ykkur að samþykkja þetta frumvarp um breytingu á lögum nr. 38/2011. Sú breyting mun koma allt að 50 þúsund Íslending- um til góða. Aðgengi heyrnar- skertra að íslensk- um fjölmiðlum Alþingi samþykkti á vor- dögum frumvarp til breyt- ingar á lögreglulögum og var þar farið fram á end- urskoðun á skipulagi og starfsemi Lögregluskól- ans. Á meðan beðið er eftir skýrslu starfshópsins sem fenginn var til verksins er gott að fjalla stuttlega um hvað málið varðar. Barn síns tíma Lögregluskólinn er eyland sem hefur staðið utan menntakerf- isins og ekki lotið neins konar eft- irliti eða krafna varðandi gæði. Námið hefur verið metið til ein- inga á framhaldsskólastigi þó svo þær einingar hafi illa fengist metn- ar inn í aðra skóla. Fastráðnir kenn- arar skólans eru ekki með náms- legan bakgrunn eða starfsréttindi til kennslu og þar er ekki að finna faglegt námsefni. Helstu aðgangs- kröfurnar eru að hafa lokið tveim- ur árum í framhaldskóla, vera orð- inn tuttugu ára og geta í íslensku og þreki er metin. Kröfurnar útiloka hóp fólks frá lögreglunáminu, t.d. lesblinda, innflytjendur sem hafa ekki náð fullum tökum á íslensku og fatlaða. Þá hefur Lögregluskól- inn, eðli málsins samkvæmt, ekki staðið við lögskipað hlutverk sitt sem fræða- og rannsóknarsetur þar sem ekki hefur verið lögð áhersla á að nýta háskólamenntun sem lög- reglumenn hafa aflað sér né hefur skólinn haft yfir akademískri þekk- ingu að ráða. Aukin menntun lögreglumanna Undanfarin ár hafa hugmyndir fólks gagnvart menntun lögregl- unnar breyst samfara hröðum þjóðfélagslegum og hnattrænum breytingum. Til dæmis fyrirfinn- ast ekki lengur landamæri þegar kemur að glæpastarfsemi, net- og tölvuheimurinn er orðinn svo flókinn að það er ekki fyrir leik- menn að skilja, kynferðisofbeldi er undir áhrifum klámvæð- ingar, glæpir eru skipu- lagðari, fíkniefnafram- leiðsla hefur fest rætur hérlendis og fólk er orðið að söluvöru. Fjölbreytni í trúarbrögðum hefur auk- ist, fjölmenning er meiri, lífsviðhorf fólks til kyns, uppruna, kynhneigðar og fleira hefur breyst. Og meðvitund fólks um eigin borgaraleg réttindi hefur aukist. Allt kallar þetta á aukna sérhæfingu lögreglufólks auk þess sem lögreglan þarf ekki aðeins að hafa fullan skilning á fjölbreytileikanum heldur einnig endurspegla hann. Nokkur lögregluembætti og deildir hafa ráðið til sín háskóla- menntað fólk í sérhæfð verkefni. Það má álíta að það sé gert vegna þess að talið er að lögreglumennt- un dugi ekki til að mæta þeirri sér- hæfingu sem þarf. Líklega gekk sjónarmið sérstaks saksóknara út á það að þekking meðal lögreglu- manna væri ekki til staðar þegar kom að flóknum fjármálagjörning- um og því réð hann fólk með við- skiptafræðimenntun. Þá má spyrja af hverju þetta sjónarmið er ekki uppi þegar kemur að öðrum mála- flokkum. Af hverju eru ekki ráðn- ir tölvunarfræðingar þegar kemur að tölvurannsóknum eða sérfræð- ingar í kynbundnu ofbeldi þegar kemur að rannsóknum á kynferð- isbrotum. Í nútímasamfélagi er háskóla- menntun orðin almennari og meiri kröfur eru gerðar til fólks á vinnu- markaðinum. Kröfur til lögregl- unnar eiga ekki að vera minni en kröfur til annarra hópa – heldur frekar á hinn veginn. Á ráðstefnu sem Landssamband lögreglu- manna stóð fyrir árið 2013 um menntun lögreglumanna kom fram að Lögregluskólinn standi langt að baki lögregluskólum annarra nor- rænna ríkja þar sem lögreglunám er komið á háskólastig. Þar er ekki lengur til umræðu hvort nám eigi að vera á háskólastigi heldur upp- bygging mastersnáms og jafnvel doktorsnáms skólanna. Lögreglunámið í Háskóla Íslands Lögreglunámið gæti verið þver- faglegt grunnnám í Háskóla Íslands þar sem inngangskraf- an væri stúdentspróf. Háskólinn býður upp á nám í lögfræði og félagsvísindum sem ættu að vera grunnstoðir lögreglunáms. Auk þess væri hægt að taka ýmiss konar námskeið svo sem tölvunar- fræði, efnafræði, viðskiptafræði og sálfræði sem mundi efla sam- eiginlegan þekkingargrunn lög- reglumanna og verða til þess að fjölbreyttari hópur fólks mennt- aði sig á þessu sviði. Líkt og annað verktengt háskólanám gæti starfs- nám lögreglu farið fram undir hatti háskólans. Þá þyrfti að vera hægt að fá sérhæfingu eftir grunn- námið, hvort sem það væri í saka- málarannsóknum eða til stjórnun- arstarfa. Samfélagslegt mál Menntun lögreglumanna hefur sjaldan verið hluti af þjóðfélags- legri umræðu en er engu að síður samfélagslegt málefni. Lögregl- an á Íslandi stendur sig yfirleitt með sóma en samfélagið breytist ört og samfara því vinnuumhverfi lögreglumanna. Aukin menntun er mikilvæg fyrir lögreglumenn til að auka færni sína, þekkingu og getu. Þannig geta þeir skilað fag- legra starfi og orðið reiðubúnir til að mæta áskorunum framtíðarinn- ar og ekki síst þjónustu við sam- félag sitt. Lögreglumenntun á háskólastigi FJÖLMIÐLAR Um það verður ekki deilt að fjórir ráðherrar í nýrri stjórn Úkraínu eftir stjórnar- byltinguna þar í landi komu úr þjóðernisöfgaflokknum Svoboda (m.a. varnarmálaráðherrann). Við getum rétt ímyndað okkur áfellis- dóminn yfir segjum t.d. Sjálf- stæðisflokknum ef hann tæki inn í stjórn sína einn þingmann úr þjóðernisöfgaflokki til að ná meiri- hluta á þingi. Að segja að fasistar hafi komist til valda í Úkraínu var því ekki úr lausu lofti gripið. Um það verður heldur ekki deilt að Janok ovich, fráfarandi lýð- ræðislega kjörinn forseti Úkraínu, þurfti að ganga að harkalegum niðurskurðaráformum til að landa samningi við ESB, hann fékk betra tilboð frá Rússum sem varð til þess að hann undirritaði ekki samstarfs- samning við Evrópusambandið. Umfjöllun fjölmiðla um Úkraínu hefur verið ótrúlega einhliða. Það er góða liðið, Úkraínustjórn og bandamenn þeirra í vestrinu, og síðan vonda liðið, aðskilnaðar- sinnar í austurhluta Úkraínu og bandamenn þeirra Rússar. Nán- ast eins og í bíómynd. Þegar fjölda- morð voru framin í Odessa í maí þar sem nálægt fimmtíu manns úr „vonda liðinu“ (samt saklausir borgarar) voru brenndir inni fjöll- uðu fjölmiðlar um það í kannski einni eða tveimur setningum. Ekki fáum við fréttir af því að saklausir borgarar og heimili þeirra eru skotmörk í borgara- stríðinu í Úkraínu. (Að vísu er búið að semja um vopnahlé nú þegar þetta er skrifað.) Ekki fáum við fréttir af því að yfir 800 þúsund manns hafa flúið yfir landamær- in til Rússlands. Ekki er okkur sagt að borgarastríðið er í raun að undir lagi Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins sem setti það sem skilyrði fyrir lánveitingum að uppreisnin í aust- urhluta landsins yrði kveðin niður. Og ekki er okkur heldur sagt frá mótmælum fólks víða um heim vegna afskipta NATO af málefn- um Úkraínu. Fjölmiðlar vandi sig Þegar malasíska farþegaflugvélin fórst var sökinni samstundis skellt á aðskilnaðarsinna og Rússa (sem áttu að hafa útvegað þeim vopnið sem grandaði vélinni). Sönnunar- gögnin voru öll sótt á samfélags- miðla, m.a. YouTube-myndband sem átti að sýna aðskilnaðarsinna lýsa yfir ábyrgð á verknaðinum. Það reyndist hins vegar létt verk að sýna fram á það að myndband- ið var falsað. Rússar létu af hendi gervihnattamyndir, sem sýndu hreyfingu á BUK-eldflaugaskot- pöllum úkraínska stjórnarhersins nærri yfirráðasvæði aðskilnaðar- sinna, skömmu áður en flugvél- in fórst. Ekki fengum við að sjá gervihnattamyndir bandarískra stjórnvalda þrátt fyrir að banda- rískur gervihnöttur hafi verið yfir svæðinu. Þegar fleiri sönn- unargögn tóku að tínast inn, sem bentu frekar til sektar úkraínska stjórnarhersins og of langt mál er að telja upp, hvarf malasíska flug- vélin með öllu úr vestrænum meg- instraumsfjölmiðlum. Síðar áttum við svo eftir að fá fréttir af því að herflutningalest Rússa hefði farið yfir landamæri Úkraínu og henni hefði að mestu verið eytt af úkra- ínska stjórnarhernum. Þegar hvorugt af þessu reyndist síðan rétt hvarf fréttin úr fjölmiðl- um. Engin leiðrétting. Almenning- ur var ekki beðinn afsökunar á því að fréttin var röng. Næsti liður í ófrægingarherferðinni var síðan mannúðarhjálp Rússa til nauð- staddra sem átti að innihalda vopn. Og það nýjasta er síðan að þúsund manna herlið Rússa átti að vera komið inn í Úkraínu. Ef Rússar ætluðu sér að leggja undir sig aust- urhluta Úkraínu þá myndu þeir senda þangað 100 þúsund manna herlið, ekki þúsund manns. Án efa fara einhverjir Rússar yfir landa- mærin til að berjast við hlið rúss- neskumælandi Úkraínumanna rétt eins og nýnasistar frá vesturhluta Evrópu hafa gengið í raðir „góða liðsins“. Við biðjum fjölmiðla um að vanda sig og taka ekki öllu sem kemur frá Barack Obama eða And- ers Fogh Rasmussen eða banda- rískum fjölmiðlum sem óhrekjan- legum staðreyndum. Nógu oft er búið að sýna fram á það að menn hafi farið með rangt mál. Með þessu áframhaldi (já, fjölmiðlar leika þar stórt hlutverk) siglum við hraðbyri inn í þriðju heims- styrjöldina. Ari Tryggvason, Ármann Birgisson, Berta Finnbogadóttir, Björgvin R. Leifsson, Daníel Þór Þorgrímsson, Friðrik Atlason, Hildur Jónsdóttir, Hrefna Björg Ragnarsdóttir, Ingi- björg Gunnlaugsdóttir, Jónína Berg, Lárus Sigurðsson, Níels Sigurðsson, Olga Lúsía Pálsdóttir, Ólafur Þorkell Georgsson, Ragnar Unnarsson, Ragnar K. Gestsson, Rúnar Sveinbjörnsson, Sölvi Jónsson, Valdimar Ágúst Egg- ertsson. Hópur sem berst fyrir vandaðri og gagn- rýnni fréttafl utningi fj ölmiðla. Við mótmælum fréttafl utningi fjölmiðla af Úkraínu ➜ Kröfur til lögreglunnar eiga ekki að vera minni en kröfur til annarra hópa – heldur frekar á hinn veginn. MENNTUN Eyrún Eyþórsdóttir lögreglukona og doktorsnemi Sjá má lengri útgáfu greinar- innar á Vísi. visir.is SAMFÉLAG Ingólfur Már Magnússon varaformaður Heyrnarhjálpar, félags heyrnar- skertra á Íslandi KJARAMÁL Íris Ösp Vésteinsdóttir formaður Félags íslenskra læknanema ➜ Þetta snýst um almenna kröfu allra lækna að geta átt meiri tíma með fjöl- skyldu, vinum og áhugamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.