Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 18
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 18 Við öll sem unnum kirkju og kristni í landinu höfum fundið sárt til þess undanfarin ár hvernig innri átök og utanaðkomandi andstaða hafa þjak- að trúað fólk í landinu. Trúað fólk hefur verið ósammála um ýmis efni sem segja má að hafi kristallast í afstöðunni til samkynhneigðra á sama tíma og sterk þjóðfélagsöfl hafa krafist þess að allri trúarlegri tjáningu væri úthýst úr almanna- rýminu. Það er þannig með sann- leikann í mannlífinu að hann fæð- ist fram. Allir foreldrar, afar og ömmur þekkja á eigin skinni að meðgöngur og fæðingar eru vesen. Þetta eru fyrirhafnarsöm ferli sem kosta alls kyns þjáningar og erfiði en samt þráir flest fólk að vera aðili að slíku brasi. Á nýliðnum Kristsdegi sem hald- inn var í Hörpu fæddist nýr sann- leikur í samvitund kristninnar í landinu og við sem urðum vitni að fæðingunni og jafnframt lítum á okkur sem náin skyldmenni erum fagnandi og stolt. Sannleikurinn sem þar var á hvers manns vörum og skein úr ásjónu fólks var þessi: Það er gott að vera ólík systkin. Samkoman sem stóð allan daginn og fram á kvöld var ekki síst áhuga- verð frá lýðfræðilegu sjónarmiði. Kringlan og Smáralind gætu vart státað af öðru eins samansafni af fólki með ólíkan lífsstíl, fatastíl, fjárhag, heilsufar, menntun, lífsvið- horf og þjóðerni. Þar ægði saman landsbyggðarfólki og höfuðborg- arbúum. Þarna var lyft upp klass- ískri tónlist og gospelrokki, þjóð- legum kórsöng og kirkjusálmum í flutningi landsþekktra tónlistar- manna ásamt margvíslegri ann- arri tónlist. Þarna flutti forseti lýðveldisins eina af sínum blaða- lausu snilldarræðum, helstu leið- togar kristninnar stigu á svið við hlið hvítasunnumanna og hjálpræð- ishersmanna auk fulltrúa margra annarra kristinna safnaða og félaga sem sum hver tefldu fram fólki sem alla jafna stendur ekki upp á fjöldasamkomum. Áhrifaríkasta bænin Áhrifaríkasta bænin var að okkar mati sú þegar kona ein þakkaði Guði fyrir starf þeirra sem vinna í gróðurhúsum í landinu og nefndi sérstaklega hvað ræktaðar eru fal- legar rósir og hvað íslenskir tómat- ar bragðast vel. Undir þeirri bæn sem var sjálfsprottin, laus við allan ytri styrk en full af ást á íslenskri gróðurmold þótti okkur fegurð þessarar samkomu ná hámarki sínu. Við sem þessi orð ritum höfum árum saman gagnrýnt harðlega þá tilhneigingu sem stundum nær yfirhöndinni í trúarlegu samhengi að vilja hafa vit fyrir fólki í siðferð- isefnum með því að gera eigin lífs- skoðanir að viðmiði fyrir alla hina. Þá hættir systkinaástin að vera skilyrðislaus og allir tapa. Þess vegna bökkuðum við frá þegar hinn umdeildi Franklin Graham kom til landsins í fyrra á Hátíð vonar vegna þess að við álitum hann sem opin- bera persónu hafa framgöngu sem útilokar fólk. Það var okkar mat. Við sátum samkomuna í Hörpu, hlýddum á hverja einustu bæn sem fram var borin og gengum út þakk- lát fyrir að heyra það óritskoðaða kærleiksákall sem þarna var fram borið í þágu landsmanna. Viðurkenna skal að það voru mis- tök af hálfu nefndarinnar að láta umdeild málefni eins og fóstur- eyðingar liggja frammi sem fyrir- bænarefni á opinberum vef. Slíkt hlaut auðvitað að leiða til deilna. En hrósa má öllum aðstandendum Kristsdags fyrir það að vísa veg- inn í átt að fjölmenningu í verki þar sem ekki ríkir menningarþótti heldur umvefjandi skilningur og alúð. Þakkað fyrir tómata og rósir á Kristsdegi Mér rennur blóðið til skyld- unnar. Ég verð að stinga niður penna og fjalla örlítið um stöðu barnabókarinnar á Íslandi í dag. Sem handhafi Bókaverðlauna barnanna árið 2014 finn ég mig knú- inn til að koma barnabók- inni og þar með læsi, til varnar. Ég hef skrifað sjö barnabækur og sú áttunda er í prentun þegar þetta er skrifað og ég tel mig því hafa nokk- uð góða innsýn og skilning á heimi barnabókanna. Það sem ég skil hins vegar ekki – og langar að biðja þig að útskýra fyrir mér – er málflutning- ur þinn, elsku besti menntamálaráð- herra, Illugi Gunnarsson, á undan- förnum dögum og vikum varðandi læsi og bókaverð. Á hverju ári kemur ný PISA- könnun þar sem niðurstað- an er að læsi hrakar hjá börnunum okkar. Á hverju ári fyllast fjölmiðlar af stjórnmálamönnum, for- eldrum, rithöfundum og sérfræðingum sem lýsa yfir miklum áhyggjum af þessu. En það er ekki á hverju ári sem bókaverð er hækkað með lagabreytingu. Bjarni vinur þinn hefur sem sagt ákveðið að hækka virðis- aukaskattinn á bókum. Þetta á að vera liður í því að einfalda virðis- aukaskattskerfið. Þetta er reyndar í mínum augum hluti af mótvægis- aðgerðum stjórnarinnar vegna nið- urfellingar á öðrum sköttum, s.s. hátekjuskatti, en það getur verið rangt hjá mér. Hver sem ástæðan er fyrir þessari hækkun er augljóst að þetta kemur barnafjölskyldum verst því það liggur í hlutarins eðli að þær kaupa mest af barnabók- um. Að vísu kemur þetta ömmum og öfum barnanna illa líka því það er alkunna að þau kaupa mikið af bókum þegar gefa á jóla- og afmæl- isgjafir. Þannig að þetta kemur ungum foreldrum og ellilífeyris- þegum hvað verst. En hátekjufólki hvað best. Auðvitað vona ég að það hátekjufólk sem losnar við hátekju- skattinn sinn kaupi þá meira af barnabókum fyrir peninginn sem það sparar sér en það er líklega bjartsýni. Það myndi samt sem áður stuðla að því að hinir munu líklega kaupa minna af bókum og þar af leiðandi leiða til aukins ólæsis. Vefst fyrir mér Kæri menntamálaráðherra, þú hefur ítrekað – síðast í Íslandi í bítið þann 29.09.2014 – bent á að læsi var meira og betra hjá börnunum okkar árið 2000 þegar virðisaukaskattur- inn var 14% heldur en árið 2012 þegar hann hafði verið 7% í nokkur ár. Þú hefur líka bent á að bókaverð- ið sé bara hluti af því flókna vanda- máli sem versnandi læsi er. Ég skil það og það er rétt hjá þér. Það sem ég skil hins vegar ekki er hvernig það að hækka skattinn aftur á að vera hluti af lausninni á ó-læsis- vandanum. Það þarf örugglega að taka til í virðisaukaskattkerfinu, ég veit ekkert um það en það sem er und- arlegt við þessa ákvörðun um að hækka bókaverðið er að á sama tíma ferðast þú, menntamálaráð- herra, um landið og kynnir fyrir landslýð Hvítbókina þína þar sem lögð er áhersla á betri menntun í landinu. Nú vita allir að grunnurinn að betri menntun er aukið og betra læsi landsbarna. Það sem vefst því fyrir mér er hvernig hækkað bóka- verð á að styðja við þessa Hvít- bókarstefnu. Ég bara skil það ekki. Best væri að mínu mati að fella virðisaukaskatt á bækur niður með öllu. Það ætti að einfalda kerfið eins og stefna stjórnvalda segir til um og myndi þar á ofan vonandi hjálpa til við að auka læsi barnanna okkar. Elsku besti Illugi Gunnarsson, ert þú kannski til í að skrifa hér á þess- ar síður greinarkorn þar sem þú útskýrir þetta allt saman fyrir mér – helst eins og ég væri sex ára. Elsku besti Illugi! Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunar- fræðingur og meistara- nemi í heilbrigðisvísind- um. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðing- ur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistara- nemi. Oft er það nefni- lega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þess- um heppnu. Á tuttugasta aldurs- ári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíbura- systur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplif- að hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast. Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitj- andi í strætó að fara úr kvöld- skólanum í Verkmenntaskólan- um á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efa- semdir um að mér tæk- ist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vakta- vinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkra- liðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekk- ingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkr- unarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrir- fram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér. Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírtein- inu mínu sem hjúkrunarfræð- ingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höf- uðið mitt sem var fullt af hag- nýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum. Ekki eldri en 25 ára í framhaldsskóla Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins þar sem að jafnaði starfa um átta þúsund manns. Verk- efnin eru gríðarlega mörg og fjölbreytt en öll miða þau að því að gangverk borgarinnar haldi sínum eðlilega takti. Góð viðverustjórnun er hluti af því að efla almenna heilsu borgarstarfsmanna og undanfarna mánuði hefur borgin unnið að því að móta nýja viðverustefnu. Við- verustefnan hefur þann megin- tilgang að samræma vinnuferla vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma. Rauður þráð- ur stefnunnar er að auka vellíðan starfsmanna og draga úr veikinda- fjarvistum. Veikindahlutfall hjá borginni var 6,2% fyrstu sex mánuði ársins sem er hærra en á hinum almenna markaði. Það gerir samanburðinn flóknari að veikindaréttur þeirra sem vinna hjá hinu opinbera er meiri en þeirra sem starfa á einka- markaði, en engu að síður er veik- indahlutfall borgarstarfsmanna of hátt og við því þarf að bregðast. Mikilvæg þjónusta Borgin er einn vinnustaður, en starfsstöðvar borgarinnar eru margar og ólíkar. Hingað til hefur skráning veikindafjarvista ekki verið samræmd á öllum starfs- stöðvum og einnig hefur skort samstillt viðbrögð. Með nýrri við- verustefnu verður tryggt að tekið sé á fjarvistum með samræmdum og sanngjörnum hætti. Stefnt er að því að með réttum viðbrögðum dragi úr fjarvistum. Vinna er þegar hafin við að koma á kerfisbundnum og reglulegum úttektum á fjarvist- um. Mikilvægur hluti af innleið- ingunni felur í sér þjálf- un fyrir stjórnendur um hvernig stemma megi stigu við fjarvistum. Stjórnend- ur fá þannig aðstoð við að bregðast við með markvissari hætti og veita starfsfólki ráðleggingar varðandi úrræði. Einnig verður lögð áhersla á að styðja sem best við starfsmenn í veikindum og við endurkomu til vinnu, m. a. með því að finna leiðir til að aðstoða þá við að efla starfshæfni sína. Starfsfólk borgarinnar sinnir gríðarlega mikilvægri þjónustu við barnafjölskyldur, aldraða, fatl- að fólk og innflytjendur. Það sér um að auka umhverfisgæði, bæta samgöngur, mennta börnin, auðga menninguna – og áfram mætti lengi telja. Starfsemi borgarinnar er því afar umfangsmikil og Reykjavíkur- borg ber ríka ábyrgð, bæði gagn- vart borgarbúum og starfsfólki. Stóra verkefnið fram undan er að greina stöðuna vandlega, áður en ályktun er dregin, því orsak- ir fyrir háu veikindahlutfalli geta verið mjög margar og mismunandi. Verkefnið er nýlega hafið og árang- ur ekki kominn í ljós. Sambæri- legar viðverustefnur hafa skilað góðum árangri í nágrannalöndum okkar og má nefna sem dæmi að veikindafjarvistir í Billund fóru úr ríflega sjö prósentum í fjögur pró- sent við innleiðingu viðverustefnu. Góð heilsa og vellíðan starfsfólks hefur jákvæð áhrif á þjónustuna sem borgin veitir – og það er sam- eiginlegur ávinningur okkar allra. Heilsa og vellíðan starfsfólks borgarinnar SKATTUR Gunnar Helgason rithöfundur ➜ En það er ekki á hverju ári sem bókaverð er hækkað með lagabreytingu. TRÚMÁL Bjarni Karlsson prestur Jóna Hrönn Bolladóttir prestur ➜ Sannleikurinn sem þar var á hvers manns vörum og skein úr ásjónu fólks var þessi: Það er gott að vera ólík systkin. MENNTUN Aðalbjörg Stef- anía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur ➜ 29 ára var ég fi mm barna móðir í austurbæ Reykja- víkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunar- fræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast. VIÐVERA Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar ➜ Með nýrri við- verustefnu verður tryggt að tekið sé á fjarvistum með samræmdum og sanngjörnum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.