Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGMeistaramánuður MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 20144 Hamingjan eflir heilsuna heitir bók eftir Borghildi Sverrisdóttur sem kemur út síðar í mánuðinum hjá Bókafélaginu. Í bókinni er fjallað um ýmsa þætti já- kvæðrar sálfræði og hvaða áhrif leiðir hennar geta haft á líf fólks, svo sem andlega og líkamlega heilsu. „Bókin er ætluð þeim sem vilja auka hamingjuna í lífi sínu og bæta heilsuna. Þeim sem vilja tileinka sér jákvæðari hugsun og auka vægi já- kvæðra tilfinninga,“ segir Borghildur sem er heilsuráðgjafi og einkaþjálfari. „Jákvæð sálfræði byggist á vísinda- legum rannsóknum og hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum. Viðfangsefni hennar, á borð við núvit- und (e. mindfulness), njóta vaxandi fylgis þeirra sem huga heildrænt að heilsu sinni og vellíðan.“ Í bókinni eru æfingar og verkefni sem hjálpa fólki að nýta eigin styrkleika og auka jákvæðni í líf- inu sem síðan auðvelda fólki að takast á við lífs- stílsbreytingar og önnur krefjandi verkefni. Jákvæðni hefur jákvæð áhrif á heilsu Bók Borghildar Sverrisdóttur, Hamingjan eflir heilsuna, kemur út síðar í þessum mánuði. Meistaramánuður á rætur að rekja til ársins 2008 þegar tveir íslenskir háskólanem- ar í Kaupmannahöfn ákváðu að taka sig á fyrir prófin og lifa eins og meist- arar í mánuð með tilheyrandi breyt- ingum á mataræði, áfengisneyslu, hreyfingu og lærdómi. Fleiri bættust í hópinn næstu árin og í október 2011 varð sprenging í þátttöku þegar félag- arnir hófu að nýta samfélagsmiðlana til kynningar á átakinu að sögn Þor- steins Kára Jónssonar, eins þriggja upphafsmanna Meistaramánaðar. „Með notkun samfélagsmiðla náðum við enn betur til almennings en áður og þátttakendur sjálfir fengu allt aðra upplifun með þátttöku sinni en áður. Um 10.000 manns hafa skráð sig til leiks undanfarin ár og við búumst við svipuðum fjölda í ár.“ Auk Þorsteins eru Magnús Berg Magnússon og Jök- ull Sólberg Auðunsson mennirnir á bak við Meistaramánuðinn. Þeir þrír eru að sögn Þorsteins hvorki líkams- ræktarfrömuðir eða næringarfræð- ingar heldur einungis menn sem hafa gaman af því að taka áskorun- um og reyna að bæta sig á öllum svið- um lífsins. Fjölbreyttur hópur Í fyrra voru sýndir sérstakir sjón- varpsþættir á Stöð 2 um átakið sem tókust það vel að ráðist var í gerð nýrrar þáttaraðar sem sýnd verður í október. „Þættirnir í ár taka bæði á hefðbundnum þáttum Meistara- mánaðarins og svo verða einhverjir nýir vinklar í ár. Við munum einn- ig bjóða upp á þá nýjung að senda þeim þátttakendum, sem þess óska, hvatningarpóst nokkrum sinnum í viku í samstarfi við bakhjarla okkar. Þeir munu innihalda ýmis hvatn- ingarorð og hugleiðingar sem geta vonandi hjálpað mörgum. Mánuð- urinn getur verið mjög erfiður fyrir marga því þótt markmiðin séu oft ljós getur ferillinn að þeim oft verið erfiður.“ Þótt stóru markmiðin séu oft fyr- irferðarmeiri skipta þau minni ekki síður máli að sögn Þorsteins. „Okkur finnst afar mikilvægt að koma því til skila að Meistaramánuður snýst ekki um megrun eða að bæta metið í bekkpressu. Hann snýst einfald- lega um að skora sjálfan sig á hólm og spyrja sjálfan sig: hvernig get ég bætt líf mitt? Þetta getur snúist um að lesa meira eða hrósa öðru fólki oftar. Einhver stefnir kannski í grunnbúðir Everest og annar finn- ur sér ástæðu til að brosa á hverjum degi í mánuð. Þetta er allur skalinn og þannig á það auðvitað að vera.“ Hópurinn sem hefur tekið þátt undanfarin ár er miklu fjölbreytt- ari en margur heldur. „Hér er fólk úr öllum kimum þjóðfélagsins, allt frá hörðustu töffurum í mýkri bóhema úr 101. Það gleður okkur alltaf jafn mikið hversu ólíkir einstakling- ar þetta eru. Þátttakendur eru líka á öllum aldri, alveg frá krökkum á leikskólaaldri upp í fólk á níræðis- aldri.“ Margir finna styrk Eftirminnilegustu þátttakendurn- ir að sögn Þorsteins eru þeir sem hafa þurft að glíma við ýmiss konar mótlæti en tekið þátt til að breyta lífi sínu. „Það er mjög gefandi að fá við- brögð frá þátttakendum sem hafa lent í þunglyndi, alvarlegum slysum eða verið í einhvers konar neyslu. Þeir finna nefnilega mikinn styrk í því hversu margir eru jákvæð- ir og drífandi auk þess að finna að þeir eru ekki einir. Það eiga nefni- lega ekki allir félaga til að fara með í ræktina. Þátttakendur deila mark- miðum, senda inn hvetjandi mynd- ir og segja bæði frá skemmtilegum og erfiðum hlutum. Við vitum að við höfum skilað einhverju jákvæðu út til samfélagsins þegar fólk sem hefur átt í erfiðleikum hefur sam- band og segir: Þetta var það sem ég þurfti, þakka ykkur kærlega fyrir.“ Hver og einn mun skora á sjálfan sig Fjöldi Íslendinga tekur þátt í Meistaramánuði í ár. Þar skora þátttakendur sjálfa sig á hólm með stórum og smáum markmiðum. Þeir sem hafa lent í mótlæti í lífinu finnst mörgum gott að sækja styrk í átakið til að breyta eigin lífi. Þótt stóru markmiðin séu oft fyrirferðarmeiri skipta þau minni ekki síður miklu máli að sögn Þorsteins Kára Jónssonar, eins þriggja upphafsmanna Meistaramánaðar. MYND/ERNIR 0 KR. LJÓSHRAÐI FYLGI R MEÐ VÖLDUM SJÓNVARPS- ÁSKRIFTUM Internet á ljóshraða Við bjóðum upp á internet á ljóshraða til 80 þúsund heimila. Það er einfalt að athuga hvort þitt heimili er tengt, á 365.is geturðu séð hvort þú kemst á ljóshraða. Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar og panta tengingu á 365.is. Frá 3.490 kr. Greiða þarf 2.610 kr. aðgangsgjald. 100 Mb/s 200 Mb/s 400 Mb/s Nú getur þú fengið mikinn hraða, meiri hraða og miklu meiri hraða. NÝTT! Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.