Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 64
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 36 Það er ekkert ósvip- að að fara inn í svona leik og bikarúrslitaleik; þú færð engan annan séns. Gunnlaugur Jónsson Ingvi Þór Sæmundsson sport@frettabladid.is SPORT MIÐASALAN á úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn hefst á morgun, en FH-ingar eru búnir að skipta upp stúkunum og fyrir- komulag við sölu miða á leikinn verður með sérstökum hætti. Miðaverðið á leikinn er 1.500 krónur. Börn 11 ára og yngri fá frítt í stæði í fylgd með fullorðnum. Foreldrar þurfa samt að sækja miða fyrirfram sökum takmarkaðs fjölda miða. Stjarnan fær úthlutað 1.000 miðum til sölu til sinna áhangenda frá og með deginum í dag. Almenn forsala hefst í Kaplakrika fimmtudagsmorguninn 2. október kl. 09.00 og er opin til kl. 19.00 fimmtudag og föstudag. Ber að athuga að fjöldi sæta í stúku eru einungis um 3.000 og heildarfjöldi miða í boði verður að hámarki um 6.000. Því er mikilvægt að tryggja sér miða í tíma en engin miðasala verður á leikdag. 3DAGAR Í ÚRSLITALEIK OG FÓTBOLTI Handrið í stúku á Kapla- krikavelli uppfyllir ekki örygg- iskröfur um lágmarkshæð eins og þær voru skilgreindar í sam- þykktum aðaluppdráttum bygg- ingarinnar. Handriðið er 84 cm sem er sex sentímetrum of lágt. Handrið í stúku á Kaplakrika- velli, Kópavogsvelli og Samsung- vellinum í Garðabæ eru öll undir lágmarkshæð handriða eins og hún er almennt skilgreind í byggingar- reglugerð. Erlendur Árni Hjálmarsson, forstöðumaður Fasteignafélags Hafnarfjarðar, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli, þar með talið atriði er varði öryggis og aðgeng- ismál. „Umrætt handrið er eitt af því sem verður fullgert nú í vetur,“ kom enn fremur fram í svari hans. Nýlega hlaut áhorfandi á knatt- spyrnuleik alvarlega áverka er hann féll niður úr stúku á Þórs- velli á Akureyri eftir að hafa hall- að sér fram yfir handriðið. Þó er handrið á Þórsvelli 120 cm og því 34 cm hærra en á Kaplakrikavelli. Þess ber að geta að mæling Fréttablaðsins leiddi í ljós að hæð handriðs á Samsung-vellinum í Garðabæ er 87 cm en engin svör hafa borist frá bæjaryfirvöldum Garðabæjar við ítrekuðum fyrir- spurnum Fréttablaðsins vegna málsins né heldur frá yfirvöldum í Kópavogsbæ en handrið í stúku á Kópavogsvelli er 100 cm að hæð. Í grein 6.5.4 í byggingarreglu- gerð Mannvirkjastofnunar segir að „handrið stiga, stigapalla og svala skulu minnst vera 1,10 m að hæð“ en þó er ekki talað sérstak- lega um stúkur eða áhorfendapalla í reglugerðinni. Á laugardaginn fer fram leikur Stjörnunnar og FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla en búist er við miklum fjölda á leikinn. Fullvíst er að umrædd stúka á Kaplakrika- velli verði fullsetin. Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum byggingaryfirvalda á hverjum stað að tryggja að mann- virkin uppfylli kröfur sem til þeirra eru gerðar. „Það er ekki í höndum KSÍ að gera slíka úttekt heldur þar til bærra yfirvalda sem fylgja því eftir að öryggiskröfur séu uppfylltar,“ segir Þórir. - esá Handrið í stúku Kaplakrikavallar of lágt Enn er unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli og verður handriðið fullgert í vetur. KAPLAKRIKAVÖLLUR Búist er við fjöl- menni í Hafnarfjörðinn á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX FÓTBOLTI Á laugardaginn ráðast úrslitin í Pepsi-deild karla þegar FH og Stjarnan mætast í Kapla- krika. Þetta er í fyrsta sinn í 13 ár sem Íslandsmótinu lýkur með hreinum úrslitaleik milli tveggja efstu liðanna og í fjórða skiptið á síðustu 18 árum sem slíkur leikur fer fram. „Það er frábært að fá þennan úrslitaleik. Það er ekkert ósvipað að fara inn í svona leik og bikar- úrslitaleik; þú færð engan annan séns,“ segir Gunnlaugur Jónsson sem þekkir það betur en flestir hvernig er að spila úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitilinn. Hann lék tvo slíka með ÍA á sínum tíma; gegn KR 1996 og ÍBV fimm árum seinna. Fréttablaðið fékk Gunnlaug, sem er þjálfari ÍA í dag, til að spá í spilin fyrir úrslitaleik FH og Stjörnunnar. Mikil hefð hjá FH FH hefur verið á toppnum íslensk- um fótbolta undanfarinn áratug, en Hafnarfjarðarliðið hefur ekki endað neðar en í 2. sæti síðan 2003. Sex Íslandsmeistaratitlar hafa unnist á þessum tíma, auk tveggja bikarmeistaratitla. Stjarn- an hefur ekki enn landað stórum titli í karlaboltanum, en liðið tap- aði í úrslitum bikarkeppninnar 2012 og 2013. Gunnlaugur segir að sigurhefðin gæti skipt sköpum á laugardaginn. „Það er komin ofboðsleg hefð hjá FH. Kjarninn er búinn að vera þarna öll þessi ár, þeir hafa aldrei lent neðar en í öðru sæti, spilað bikarúrslitaleiki og unnið titla. Það er nánast einsdæmi í íslenskum fótbolta hversu vel þeir hafa haldið á spöðunum. Auðvitað skiptir það líka máli að leikurinn verður á þeirra heimavelli,“ sagði Gunnlaugur sem segir að FH-ing- ar séu orðnir öllu vanir. „FH-ingar vita alveg hvernig á að undirbúa svona leiki og þeir hafa gert þetta svo oft áður. Þeir hafa það fram yfir Stjörnuna, líkt og við höfðum sigurhefðina fram yfir KR 1996,“ sagði Gunnlaugur. Stjarnan er, líkt og FH, taplaus í deildinni, auk þess sem liðið fór langt í forkeppni Evrópudeildar- innar. „Ég dáist að frammistöðu Stjörnunnar í sumar,“ segir Gunn- laugur. „Þetta er ótrúlega sterkt hjá þannig séð óreyndu þjálfarateymi. Þótt Rúnar Páll (Sigmundsson) hafi talsverða reynslu er þetta fyrsta tímabilið hans sem þjálfari í efstu deild. En hann og aðstoðar- menn hans hafa unnið stórkostlegt starf. Nú er bara spurning hvort þeir nái að klára þennan stóra leik.“ Stjarnan þarf að stoppa Atla Stjarnan er þó langt frá því að vera með reynslulaust lið. Veigar Páll Gunnarsson var til að mynda í lyk- ilhlutverki þegar KR varð Íslands- meistari 2002 og 2003. Gunnlaug- ur segir að ekki megi vanmeta mikilvægi hans: „Stjarnan hefur Veigar Pál og hann kynntist því að vinna titla með KR. Hann einn gæti sett stórt strik í reikning FH- inga á laugardaginn.“ Gunnlaugur sagði jafnframt að Atli Guðnason væri maðurinn sem Stjarnan yrði að stoppa, en Atli fór á kostum gegn Val í síð- ustu umferð; skoraði þrennu og átti stoðsendingu, og það á afmæl- isdaginn sinn. „Atli Guðnason er klárlega mað- urinn sem Stjarnan þarf að stoppa. En FH er með öflugt kantspil, vel samhæfða vörn og hafa Davíð Þór Viðarsson inni á miðjunni, en hann hefur spilað mjög vel í sumar. Það er þannig séð hvergi veikan hlekk að finna í FH-liðinu. Að sama skapi er Stjarnan með mjög sterkt lið þótt þeir sakni Michael Præst. Það kemur til með að reyna mikið á Þorra Geir Rúnarsson, ungan miðjumann Stjörnunnar, á sunnu- daginn.“ Gunnlaugur segir að það sé spennandi að sjá hvernig þjálfar- ar liðanna ætli að leggja leikinn upp. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að liðin taki mikla áhættu í byrj- un leiks. „Það verður gaman að sjá hvernig þjálfarateymi Stjörnunn- ar kemur til með að skipuleggja liðið. Stjarnan hefur gert það áður í sumar að bakka aðeins aftar, þétta liðið og beita skyndisóknum, en þeir hafa mikinn hraða fram á við,“ sagði Gunnlaugur og hélt áfram: „Báðir þessir þjálfarar (Rúnar Páll og Heimir Guðjónsson, þjálf- arar FH) hafa unnið frábært starf í sumar. Heimir er reyndar hættur að koma manni á óvart – hann er orðinn það reyndur. Og ég veit að hann elskar þetta, að búa lið undir svona stórleiki,“ sagði Gunnlaugur að endingu. Sigurhefðin með FH-ingum Gunnlaugur Jónsson segir að reynslan og hefðin verði með FH í liði gegn Stjörnunni í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. Hann segist dást að frammistöðu Garðabæjarliðsins í sumar. GULLNAR MINNINGAR GULLA 29. september 1996 ÍA vinnur 4-1 sigur á KR á Akranesvelli í hreinum úrslitaleik en KR nægði jafntefli til að vinna titilinn. Gunnlaugur Jónsson spilaði allan leikinn sem hægri bakvörður en hann byrjaði 8 af 18 leikjum ÍA. 23. september 2001 ÍA gerir 2-2 jafntefli við ÍBV á Hásteinsvelli í hreinum úrslitaleik og vinnur á markatölu. Gunnlaugur Jónsson spilaði allan leikinn sem miðvörður og tók við Íslands- bikarnum í leikslok en hann spilaði alla 18 leikina og var valinn leikmaður ársins í lok tímabilsins. ÚRSLIT MEISTARADEILD EVRÓPU E-RIÐILL CSKA MOSKVA - BAYERN MÜNCHEN 0-1 0-1 Thomas Müller, víti (22.) MANCHESTER CITY - ROMA 1-1 1-0 Sergio Agüero, víti (4.), 1-1 Francesco Totti (23.). Staðan: Bayern 6 stig, Roma 4, City 1, CSKA 0. F-RIÐILL: PSG - BARCELONA 3-2 1-0 David Luiz (10.), 1-1 Lionel Messi (11.), 2-1 Marco Verratti (26.), 3-1 Blaise Matuidi (54.), 3-2 Neymar (56). APOEL - AJAX 1-1 0-1 Lucas Andersen (28.), 1-1 Gustavo Manduca (32.). Staðan: PSG 4, Barcelona 3, Ajax 2, APOEL 1. G-RIÐILL: SPORTING - CHELSEA 0-1 0-1 Nemanja Matic (34.) SCHALKE - MARIBOR 1-1 0-1 Damjan Bohar (37.), 1-1 Klaas-Jan Huntelaar (56.) Staðan: Chelsea 4, Maribor 2, Schalke 2, Sporting 1. H-RIÐILL SHAKHTAR DONETSK - PORTO 2-2 BATE BORISOV - ATHLETIC BILBAO 2-1 Staðan: Porto 4, BATE 3, Shakhtar 2, Athletic 1. FÓTBOLTI Kári Árnason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Rotherham í ensku B-deildinni í gær er liðið vann 2-0 sigur á Blackburn. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í rúman mánuð en liðið er í sautjánda sæti með ellefu stig. Kári skoraði með skoti í teig eftir hornspyrnu strax á fimmtu mínútu. Brighton og Cardiff gerðu 1-1 jafntefli en Aron Einar Gunn- arsson spilaði allan leikinn í liði Cardiff sem er í þrettánda sæti deildarinnar með þrettán stig. - esá Kári skoraði fyrsta markið LANGÞRÁÐUR SIGUR Kári skoraði í 2-0 sigri Rotherham á Blackburn í ensku B-deildinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær en frönsku meistararnir í PSG urðu fyrstir til að leggja stórlið Barcelona að velli á tímabilinu þrátt fyrir að hafa verið án framherjans Zlatan Ibrahimovic sem er meiddur. Chelsea vann sinn fyrsta sigur í riðlakeppninni er liðið vann Sporting í Portúgal, 1-0, með marki Nemanja Matic en Manchester City varð að sætta sig við jafntefli gegn AS Roma á heimavelli, 1-1. Þá spilaði Kolbeinn Sigþórsson allan leikinn er Ajax gerði 1-1 jafntefli gegn APOEL Nicosia á Kýpur. - esá Fimm marka fl ugeldasýning á Parc des Princes FAGNAÐ Marco Ver- atti skoraði fyrir PSG gegn Barce- lona í gær en stjörnum prýtt lið Börsunga varð að sætta sig við tap í Frakklandi. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.