Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 22
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar og móður okkar ÓLAFAR BIRNU KRISTÍNARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Land- spítalans á göngudeild 10E, kvenlækninga- deild 21A, og gjörgæsludeild 12B fyrir einstaka umhyggju og alúð. Kristinn Freyr Þórsson Kristín Helga Kristinsdóttir Ólöf Erla Kristinsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÓLMGEIR JÚLÍUSSON Hringbraut 2b, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 28. september. Kristjana Björg Þorsteinsdóttir Kristján Hólmgeirsson Guðrún Sigurðardóttir Júlíus Hólmgeirsson Sveinrún Bjarnadóttir Guðbjörg S. Hólmgeirsdóttir Egill Kolbeinsson Jónas Hólmgeirsson Rebekka Þórisdóttir Harry Þór Hólmgeirsson Ólöf Jónsdóttir Sveinbjörn Hólmgeirsson Hanna Björk Hafþórsdóttir afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, SIGRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR Skarðshlíð 8a, Akureyri, er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Börn og fjölskyldur. Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Reynsla – Umhyggja – Traust Faðir, stjúpfaðir, afi og langafi, ÓSKAR SÖRLASON til heimilis að Furugerði 1, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti miðvikudaginn 17. september. Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 2. október kl. 13.00. Ingvar Jón Óskarsson Jóna Karen Pétursdóttir Kristinn Már Emilsson Margrét Alexandersdóttir Guðný Garðarsdóttir Ólafur Sæmundsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ASTRID BJÖRG KOFOED-HANSEN Efstaleiti 10, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu í faðmi fjölskyldu, ættingja og vina mánudaginn 22. september, verður jarðsungin fimmtudaginn 2. október kl. 13.00. Útförin fer fram frá Háteigskirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans í Kópavogi. Einar Þorbjörnsson Agnar Már Einarsson Andrea Isabelle Einarsson Þorbjörn Jóhannes Einarsson Kathrine Espelid Axel Kristján Einarsson Laufey Sigurðardóttir Einar Eiríkur Einarsson Jamaima D´Souza og barnabörn. Þennan dag árið 1936 varð Francisco Franco leiðtogi fasistastjórnar uppreisnar- manna á Spáni. Franco fæddist í bænum El Ferrol árið 1892. Hann gekk í herskóla fjórtán ára gamall og sannaði sig snemma sem hæfur stjórnandi í nýlenduskærum Spánverja í Marokkó. Þar forframaðist hann á skömmum tíma. Árið 1931 var konungsvaldið afnumið á Spáni. Franco féll í ónáð hjá frjálslyndum leiðtogum lýðveldisins og var lækkaður í tign. Hann hlýddi möglunarlaust. Íhaldsmenn komust aftur til valda í kosningunum 1933 og Franco var hækk- aður í tign yfirhershöfðingja og síðar herráðsforingja. Í kosningum árið 1936 komst samsteypustjórn vinstri flokka til valda og Franco var sendur til Kanaríeyja. Af ótta við að ríkisstjórnin myndi greiða götu marxískrar byltingar lögðu yfirmenn í hernum á ráðin um valdarán. Eftir nokkurt hik ákvað Franco að ganga til liðs við þá. Í júlí árið 1936 hófst uppreisn í Marokkó og breiddist yfir á meginland Spánar daginn eftir. Undir stjórn Francos sölsaði herinn undir sig nokkur héruð landsins. Í þeirri trú að sigur væri í sjónmáli völdu uppreisnarmenn Franco leiðtoga ríkisstjórnar sinnar en borgarastyrjöld stóð í tvö ár enn, þar til Spánn var allur á valdi Francos. Hann stjórnaði landinu með harðri hendi til ársins 1975. ÞETTA GERÐIST 1. OKTÓBER 1936 Franco kemst til valda „Ég tel það hafa mikið gildi að ungt fólk sitji nefndarfundi bæjarins. Það er bæði þroskandi fyrir unga fólkið sjálft og hollt fyrir stjórnsýsluna,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, um það fyrirkomu- lag að ungmenni eigi fulltrúa í öllum stærstu nefndum bæjarins. „Við höfum góða reynslu af því frá því í fyrra og nú tekur nýr hópur við. Þetta samrým- ist þeirri lýðræðislegu hugmynd að fá íbúa inn í umræðuna. Allir eru ánægð- ir með það, bæði formenn nefnda og við í bæjarstjórninni. Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf, til dæmis inn í skipu- lagsmálin og æskulýðs- og íþróttamál- in og hafa náð að breyta vissum hlut- um. „Ég get nefnt að í fyrra lagði það fram fyrirspurn í skólanefndinni um hvort möguleiki væri að opna bóka- safnið eða fá afnot af byggingu skól- ans þegar fólk á menntaskólaaldrinum væri í prófum. Það atriði fékk jákvæð- ar undirtektir og gekk í gegn.“ Nefndarfundir eru ýmist haldnir mánaðarlega eða annan hvern mánuð, misjafnt eftir nefndum. „Það eru átta, níu fundir á ári sem hver og einn situr. Ungmennin hafa verið dugleg að mæta og taka virkan þátt þótt þau séu ólaun- uð.“ Það er ungmennaráð Seltjarnarness sem skipar í nefndirnar. Ásgerður segir það vera virkt ráð sem hafi til dæmis starfað ötullega að jafningja- fræðslu. „Ungt fólk innan bæjarins hefur meðal annars verið í fjögur ár með tölvukennslu fyrir eldri borgara á sumrin og gert það vel. Bakar stund- um kökur til að koma með í tíma og útbýr flott skírteini í lok námskeiða. Svo langaði ungmennaráðið að halda áfram að hitta eldra fólkið og nú býður það því til fagnaðarfunda í Ungmenna- húsinu eitt kvöld í mánuði til að spila, syngja og dansa.“ gun@frettabladid.is Gott að hafa unga fólkið með í ráðum Á Seltjarnarnesi sitja ungmenni í helstu nefndum bæjarins og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Ásgerður bæjarstjóri telur það gott fyrirkomulag bæði fyrir þá eldri og yngri. BÆJARSTJÓRINN Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf inn í bæjarpól- itíkina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Anna Lilja Björnsdóttir og Victor Levi Ferrua Teitsson í íþrótta- og tóm- stundanefnd, Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson í menningarnefnd, Kristján Hilmir Baldursson og Ísak Arnar Kolbeinsson í skipulags- og mannvirkja- nefnd, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir og Benedikt Bjarnason í skólanefnd og Victor Levi Ferrua Teitsson og Geir Zoëga í umhverfisnefnd. Þau sitja í nefndum í vetur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR BERGSTEINN ÓLAFSSON Hringbraut 136c, andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 28. september. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju þann 3. október kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Elín Júlíusdóttir Júlíus Ólafsson Helga Björk Jóhannsdóttir Ólafur Bergsteinn Ólafsson Sóley Margrét Ingvarsdóttir Guðmunda Ólafsdóttir Ólafur Jónatan Ólafsson Elín Ólafsdóttir Ragnar Már Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.