Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 12

Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 12
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 HONG KONG, AP Mótmælendur í Hong Kong hafa krafist þess að leiðtogi borgarinnar fundi með þeim. Ef hann vill það ekki hafa þeir hótað frekari mótmælaaðgerðum. Leiðtoginn, Leung Chun-ying, sagði í gær að Kínverjar ætluðu ekki að víkja frá ákvörðun sinni um að takmarka kosningaúrbæt- ur í borginni, sem er miðpunktur fjármála í Asíu. „Ef Leung Chun- ying mætir ekki á Almenningstorg- ið fyrir miðnætti held ég að óum- flýjanlegt sé að fleira fólk komi út á göturnar,“ sagði Alex Chow, tals- maður nemendanna. Hann sagði að þeir væru að íhuga ýmsa kosti í stöðunni, þar á meðal að mótmæla á stærra svæði, krefjast verkfalls verkamanna og hugsanlega setjast að í byggingu í eigu stjórnvalda. Búist er við auknum fjölda mótmæl- enda á þjóðhátíðardegi Kínverja í dag og talið er að þeir verði í heild- ina um 100 þúsund. Xi Jinping, for- seti Kína, hét því í þjóðhátíðarræðu sinni að styðja þétt við bakið á hag- sæld og stöðugleika í Hong Kong. Hann sagði að stjórnvöld í Peking, höfuðborg Kína, teldu að Hong Kong myndi „skapa enn betri framtíð fyrir hina stóru fjölskyldu móður- landsins“. Stjórnvöld í Kína hafa for- dæmt mótmælin í Hong Kong, sem mennta- og háskólanemendur hafa staðið fyrir, og segja þau ólögleg. Enn sem komið er hafa þau ekki gripið inn í og hafa því látið hin hálf- sjálfstæðu stjórnvöld í Hong Kong takast á við vandann. Eftir að Leung Chun-ying hafnaði kröfum nemenda dró úr vonum um skjótfengna lausn á deilunni, sem hefur staðið yfir í sex daga. Mótmælendur hafa lokað götum víða í Hong Kong og hefur þurft að loka mörgum skólum og skrifstofum af þeim sökum. Lög- reglan notaði táragas og piparúða á mótmælendur um síðustu helgi en hefur ekki beitt sömu aðferðum síðan þá, enda urðu þær síður en svo til að draga úr mótmælunum. „Við erum ekki hrædd við óeirða- lögregluna, við erum ekki hrædd við táragas, við erum ekki hrædd við piparúða. Við förum ekki í burtu fyrr en Leung Chun-ying segir af sér. Við ætlum ekki að gefast upp, við munum þrauka áfram,“ hrópaði Lester Shum, einn af leiðtogum mót- mælenda, yfir mannfjöldann. freyr@frettabladid.is Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum og styrktu Bleiku slaufuna um leið Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða. ein öruggustu dekk sem völ er á ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Bíldshöfða 5a, Rvk Jafnaseli 6, Rvk Dalshrauni 5, Hfj Aðalsímanúmer 515 7190 Opnunartími: Virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingum MAX1. Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum út október og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins. Eru dekkin þín lögleg? Kynntu þér nýja reglugerð um mynstursdýpt á MAX1.is Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta) MAX1 & DANMÖRK Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir mikilvægara að Danir sem eru atvinnulausir komist aftur út á vinnumarkaðinn heldur en að útlendingum verði gert auðveldara að fá vinnu í Danmörku. Í ræðu á fundi með dönskum atvinnurekendum í gær sagði for- sætisráðherrann að kæmu útlend- ingar með rétta fagmenntun til Danmerkur gætu þeir átt þátt í að auka efnahagslega velsæld í land- inu. - ibs Helle Thorning-Schmidt: Atvinnulausir Danir í forgang Vilja fund með leiðtoga Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong krefjast fundar með Leung Chun-ying leiðtoga borgarinnar. Hann segir Kínverja ekki gefa neitt eftir. REGNHLÍFAR GEGN PIPARÚÐA Óeirðalögreglan beitir piparúða gegn mótmæl- endum eftir að þúsundir þeirra höfðu lokað aðalgötunni sem liggur að miðstöð fjármálahverfisins í Hong Kong. Mótmælendurnir notuðu regnhlífar til að verjast úðanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mótmælendurnir vilja að dregin verði til baka ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að dómnefnd þurfi að samþykkja alla frambjóðendur í fyrstu beinu kosningunum í Hong Kong sem eru fyrirhugaðar árið 2017. Kínverjar tóku við stjórn Hong Kong af Bretum árið 1997 og kvað sam- komulag þeirra á um „eitt land, tvö kerfi“. Það átti að tryggja þessari fyrr- verandi nýlendu Breta aðskilið laga- og hagkerfi í anda vestrænna ríkja. ➜ Samkomulag um „eitt land, tvö kerfi“ WASHINGTON, AP Julia Pierson, yfir- maður leyniþjónustu Bandaríkj- anna, viðurkenndi að stofnunin hefði brugðist skyldum sínum eftir að maður vopnaður hnífi komst óáreittur inn í Hvíta húsið og hljóp um helming þess áður en hann var yfirbugaður. „Þetta er óásættanlegt,“ sagði Pierson, þegar hún var yfirheyrð af þingnefnd í Washington vegna atviksins. Hún lofaði því að fara yfir starfshætti stofnunarinnar og hvers vegna henni tókst ekki að stöðva manninn fyrr. Pierson gekkst við ábyrgð á því sem gerðist og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Hún hefur verið harðlega gagn- rýnd vegna atviksins. „Ég vildi óska að þú hefðir verndað Hvíta húsið eins og þú varðir mannorð þitt hérna í dag,“ sagði fulltrúi demó- krata við yfirheyrsluna. Skömmu áður en hinn vopnaði maður stökk yfir girðinguna við Hvíta húsið báru tveir einkennisklæddir starfsmenn leyniþjónustunnar kennsl á hann frá fyrri samskiptum sínum við hann. Þeir töluðu samt ekkert við hann og létu yfirmenn sína ekki vita af því að maðurinn væri á svæðinu. Hann hafði verið stöðvaður 25. ágúst með litla exi skammt frá girðingu Hvíta hússins. Barack Obama Bandaríkjaforseti var ekki í Hvíta húsinu, þegar mað- urinn ruddist þangað inn og ekki heldur fjölskylda hans. - fb Maðurinn sem komst óáreittur inn í Hvíta húsið: Leyniþjónustan brást skyldum sínum VIÐ YFIR- HEYRSLUNA Julia Pierson viðurkenndi að leyniþjónustan hefði brugðist skyldum sínum við verndun Hvíta hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Sextán manns voru hand- teknir í Ósló í gær í aðgerðum yfir 100 lögreglumanna gegn skipu- lagðri fíkniefnasölu. Í kjölfar leitar á um þrjátíu stöðum fengu barna- yfirvöld fimmtíu til 100 tilkynn- ingar, að því er segir á vef norska ríkisútvarpsins. Börn munu hafa verið send út til að selja eða verið í fylgd með foreldrum við sölu fíkni- efna. Lögreglan lagði hald á fíkni- efni, skotvopn og háar peningaupp- hæðir. Flestir hinna handteknu eru norskir ríkisborgarar. - ibs Fíkniefnasalar handteknir: Hald lagt á skotvopn og fé Við erum ekki hrædd við óeirðalögregluna, við erum ekki hrædd við táragas, við erum ekki hrædd við piparúða Leung Chun-ying, leiðtogi mótmælenda HEILBRIGÐISMÁL „Það mætir ekki nema tæplega helmingur þeirra kvenna sem eru boðaðar í leit að leg- hálskrabbameini,“ segir Ragnheið- ur Haraldsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélags Íslands. Félagið auglýsir nú eftir þeim konum sem ekki hafa látið sjá sig í tilefni af árlegu árveknis- og fjár- öflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands, kenndu við Bleiku slaufuna. „Það má segja að allir aldurs- flokkar mæti illa en verst þess- ar yngstu. Við gerðum könnun til þess að reyna að skoða hvers vegna konur koma ekki. Aðalástæðan var framtaksleysi og frestunarárátta,“ segir Ragnheiður en allar konur á aldrinum 23 til 65 ára eru boðaðar í skoðun á þriggja ára fresti. Ragnheiður telur leitina afar mik- ilvæga. „Það greinast 1.800 frum- sýni með frumubreytingum en um tvær konur látast á hverju ári úr þessum sjúkdómi. Það er talið að það bjargist um tuttugu konur á ári vegna leitarinnar,“ segir Ragnheið- ur. - ih Um tuttugu konum er bjargað ár hvert með leit að leghálskrabbameini: Þær yngstu mæta verst í skoðun BLEIKT Þjóðmenningarhúsið verður lýst bleiku ljósi í október vegna átaks Krabbameinsfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.