Fréttablaðið - 25.10.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 25.10.2014, Síða 12
25. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 • Hansasambandið í fortíð og nútíð - Björn Pétursson, bæjarminjavörður Hafnarfjarðar. • Hansakirkjan í Hafnarfirði, fyrsta lúterska kirkjan á Íslandi, reist 1533 aflögð 1603 – Jónatan Garðarsson, fjölmiðlamaður. • Streng stillir fingur – Spilamenn Ríkínís syngja og leika á forn hljóðfæri veraldlega og andlega tónlist sem rekja má til Hansatímabilsins. • Orgelið í Skálholti og reikningurinn frá Hinrik Marthens Hamborgara – Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur. • Hamborgarar í Hafnarfirði. Þegar Hafnarfjörður var miðstöð utanríkisverslunar Íslendinga – Pétur Eiríksson, sagnfræðingur MA. • „Afsegjum vjer þann mjöð, sem skömmu seinna verður daufur og fúll“ Um bjórföng og áfengisdrykkju Íslendinga á tímum Hansakaupmanna - Stefán Pálsson, sagnfræðingur. • Annríki – Þjóðbúningar og skart sýna tóvinnu þar sem ullarreyfi verður skipt í tog og þel, ullin kembd og spunnin á snældu og undirbúin í vefnað eða til að prjóna úr. Einnig verður sýnd gerð gamla hringavíravirkisins eins og það var unnið í skartgripi á þessum tíma. • Boðið verður uppá veitingar í anda tímabilsins, nýbakað brauðmeti framreitt af Jóni Árelíussyni bakarameistara • Leikfélag Hafnarfjarðar mun forsýna leikritið „Draugagangan – göngum aftur“ þar sem áhugahópur um draugaveiðar reynir að veiða drauga í Pakkhúsinu Laugardaginn 25. október 2014 kl. 14:00-17:00. Pakkhús Byggðasafns Hafnarfjarðar, Vesturgata 6. Fyrirlestrar, tónlist, matur og leikrit. Á Hansahátíð Byggðasafns Hafnarfjarðar verður boðið uppá margvísilegan fróðleik og skemmtun um það tímabil í sögu Hafnarfjarðar þegar þýskir Hansakaupmenn réðu þar ríkjum. Ókeypis aðgangur VERÐ FRÁ Þessi gullfallegi og einhleypi maður, Tómas Meyer, er fertugur í dag. Kveðja! Klíkan VELFERÐARMÁL „Ég sé fyrir mér að það fari miklu betur um alla gesti okkar að öllu leyti. Þetta er að fær- ast til nútímans hvað húsnæði varð- ar. Gamla húsnæðið í Farsóttar- húsinu í Þingholtsstræti fullnægði ekki kröfum um öryggi.“ Þetta segir Tryggvi Magnússon, umsjónarmað- ur nýja gistiskýlisins að Lindargötu 48 sem opnað verður á mánudaginn. Tryggvi fagnar bættri aðstöðu og því að nú verði engum vísað frá. Í Þingholtsstræti, þar sem var rými fyrir 20 manns, kom það fyrir að ekki var hægt að veita öllum gistingu yfir nóttina. „Við fengum til afnota lítið hús á Vatnsstíg fyrir fimm menn í desember í fyrra. Því verður nú lokað,“ segir Tryggvi. Hann getur þess að í nýja hús- næðinu að Lindargötu sé gert ráð fyrir 20 næturgestum. „Við getum hýst 25 og það er leyfi til að hýsa fleiri ef þörf krefur. Mönnum verð- ur ekki vísað frá heldur verður málið bara leyst.“ Þegar flutt verður úr gistiskýl- inu í Þingholtsstræti á mánudaginn yfirgefa gestirnir húsnæðið klukk- an 10 um morguninn. Þeir geta svo komið í nýja húsnæðið að Lindar- götu klukkan 17. „Það eru til stað- ir sem menn geta verið á að degi til, eins og í Dagsetri Hjálpræðis- hersins á Eyjaslóð og Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni,“ greinir Tryggvi frá en hann hefur tekið á móti næturgestum í sjö ár. Hann viðurkennir að starfið taki stund- um á. „Jú, auðvitað. Það verður að segjast eins og er. Það er erfitt að sjá meðbræður sína líða þjáningar.“ Tryggvi á ekki von á því að menn safnist saman fyrir utan gistiskýlið eins og stundum gerðist í Þingholts- stræti. „Þegar ekki komust allir að í fyrra skapaðist óöryggi og þá komu menn snemma og biðu fyrir utan. Nú geta þeir gengið að því vísu að fá húsaskjól og það miklu betra. Húsið í Þingholtsstræti var byggt árið 1884 og var barn síns tíma. Það var timburhús en nú flytjum við í steinhús.“ Gerðar hafa verið miklar endur- bætur að Lindargötu. „Það var nán- ast allt endurgert innanhúss,“ tekur Tryggvi fram. ibs@frettabladid.is Engum vísað frá í nýja gistiskýlinu Gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn verður flutt úr Þingholtsstræti að Lindar- götu 48 á mánudaginn. Tryggvi Magnússon umsjónarmaður fagnar bættum aðstæðum fyrir utangarðsmenn. Segir erfitt að horfa á þjáningar meðbræðra. VIÐ NÝJA GISTISKÝLIÐ Tryggvi Magnússon umsjónarmaður segir menn geta geng- ið að því vísu að fá húsaskjól. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.