Fréttablaðið - 25.10.2014, Qupperneq 12
25. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12
• Hansasambandið í fortíð og nútíð - Björn Pétursson, bæjarminjavörður Hafnarfjarðar.
• Hansakirkjan í Hafnarfirði, fyrsta lúterska kirkjan á Íslandi, reist 1533 aflögð
1603 – Jónatan Garðarsson, fjölmiðlamaður.
• Streng stillir fingur – Spilamenn Ríkínís syngja og leika á forn hljóðfæri veraldlega og
andlega tónlist sem rekja má til Hansatímabilsins.
• Orgelið í Skálholti og reikningurinn frá Hinrik Marthens Hamborgara
– Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur.
• Hamborgarar í Hafnarfirði. Þegar Hafnarfjörður var miðstöð
utanríkisverslunar Íslendinga – Pétur Eiríksson, sagnfræðingur MA.
• „Afsegjum vjer þann mjöð, sem skömmu seinna verður daufur og fúll“ Um
bjórföng og áfengisdrykkju Íslendinga á tímum Hansakaupmanna
- Stefán Pálsson, sagnfræðingur.
• Annríki – Þjóðbúningar og skart sýna tóvinnu þar sem ullarreyfi verður skipt í tog og þel, ullin
kembd og spunnin á snældu og undirbúin í vefnað eða til að prjóna úr. Einnig verður sýnd gerð
gamla hringavíravirkisins eins og það var unnið í skartgripi á þessum tíma.
• Boðið verður uppá veitingar í anda tímabilsins, nýbakað brauðmeti framreitt af
Jóni Árelíussyni bakarameistara
• Leikfélag Hafnarfjarðar mun forsýna leikritið „Draugagangan – göngum aftur“
þar sem áhugahópur um draugaveiðar reynir að veiða drauga í Pakkhúsinu
Laugardaginn 25. október 2014 kl. 14:00-17:00.
Pakkhús Byggðasafns Hafnarfjarðar, Vesturgata 6.
Fyrirlestrar, tónlist, matur og leikrit.
Á Hansahátíð Byggðasafns Hafnarfjarðar verður boðið uppá
margvísilegan fróðleik og skemmtun um það tímabil í sögu
Hafnarfjarðar þegar þýskir Hansakaupmenn réðu þar ríkjum.
Ókeypis aðgangur
VERÐ FRÁ
Þessi gullfallegi og
einhleypi maður,
Tómas Meyer, er
fertugur í dag.
Kveðja!
Klíkan VELFERÐARMÁL „Ég sé fyrir mér að
það fari miklu betur um alla gesti
okkar að öllu leyti. Þetta er að fær-
ast til nútímans hvað húsnæði varð-
ar. Gamla húsnæðið í Farsóttar-
húsinu í Þingholtsstræti fullnægði
ekki kröfum um öryggi.“ Þetta segir
Tryggvi Magnússon, umsjónarmað-
ur nýja gistiskýlisins að Lindargötu
48 sem opnað verður á mánudaginn.
Tryggvi fagnar bættri aðstöðu og
því að nú verði engum vísað frá.
Í Þingholtsstræti, þar sem var
rými fyrir 20 manns, kom það fyrir
að ekki var hægt að veita öllum
gistingu yfir nóttina. „Við fengum
til afnota lítið hús á Vatnsstíg fyrir
fimm menn í desember í fyrra. Því
verður nú lokað,“ segir Tryggvi.
Hann getur þess að í nýja hús-
næðinu að Lindargötu sé gert ráð
fyrir 20 næturgestum. „Við getum
hýst 25 og það er leyfi til að hýsa
fleiri ef þörf krefur. Mönnum verð-
ur ekki vísað frá heldur verður
málið bara leyst.“
Þegar flutt verður úr gistiskýl-
inu í Þingholtsstræti á mánudaginn
yfirgefa gestirnir húsnæðið klukk-
an 10 um morguninn. Þeir geta svo
komið í nýja húsnæðið að Lindar-
götu klukkan 17. „Það eru til stað-
ir sem menn geta verið á að degi
til, eins og í Dagsetri Hjálpræðis-
hersins á Eyjaslóð og Kaffistofu
Samhjálpar í Borgartúni,“ greinir
Tryggvi frá en hann hefur tekið á
móti næturgestum í sjö ár. Hann
viðurkennir að starfið taki stund-
um á. „Jú, auðvitað. Það verður að
segjast eins og er. Það er erfitt að
sjá meðbræður sína líða þjáningar.“
Tryggvi á ekki von á því að menn
safnist saman fyrir utan gistiskýlið
eins og stundum gerðist í Þingholts-
stræti. „Þegar ekki komust allir að í
fyrra skapaðist óöryggi og þá komu
menn snemma og biðu fyrir utan.
Nú geta þeir gengið að því vísu að
fá húsaskjól og það miklu betra.
Húsið í Þingholtsstræti var byggt
árið 1884 og var barn síns tíma. Það
var timburhús en nú flytjum við í
steinhús.“
Gerðar hafa verið miklar endur-
bætur að Lindargötu. „Það var nán-
ast allt endurgert innanhúss,“ tekur
Tryggvi fram. ibs@frettabladid.is
Engum vísað frá
í nýja gistiskýlinu
Gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn verður flutt úr Þingholtsstræti að Lindar-
götu 48 á mánudaginn. Tryggvi Magnússon umsjónarmaður fagnar bættum
aðstæðum fyrir utangarðsmenn. Segir erfitt að horfa á þjáningar meðbræðra.
VIÐ NÝJA GISTISKÝLIÐ Tryggvi Magnússon umsjónarmaður segir menn geta geng-
ið að því vísu að fá húsaskjól. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA