Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 16

Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 16
25. október 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: PAWEL BARTOSZEK H ugsanlega hafa framsóknarmenn ekki náð að koma skilaboðum áleiðis um allt það jákvæða sem gert hefur verið að undanförnu, voru viðbrögð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar- flokksins, þegar hún var innt eftir viðbrögðum við nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, en samkvæmt könnuninni hefur flokkurinn misst tvo af hverjum þremur þingmönnum sínum og um leið tvo af hverjum þremur kjósendum. Allt þetta hefur gerst á aðeins hálfu öðru ári. Er þetta rétt hjá Sigrúnu? Framsóknarflokkurinn hefur fengið sín tækifæri. Síðustu daga hafa verið fluttar margar fréttir af gerðum, hugsunum og ákvörðunum forystufólks Framsóknarflokksins. Í hugann kemur flutningur Fiskistofu, hvalabeinin, gámahúsin og áburðarverksmiðjan svo eitthvað sé nefnt. Ekki vantar athyglina sem flokksmenn hafa fengið. „Mér finnst ótrúlega margt hafa gerst og merki sjást um bættan þjóðarhag á mörgum sviðum. Hér er lítið atvinnuleysi og ekki verið meiri kaupmáttaraukning lengi, jafnvel kannski ekki í sögunni,“ sagði Sigrún líka í samtalinu við Fréttablaðið. Ef við gefum okkur að þessi greining sé öll rétt þá er ljóst að tveir af hverjum þremur sem kusu Framsóknarflokkinn í kosningunum í fyrra þakka honum aldeilis ekki það sem vel hefur verið gert. Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur fjármálaráðherra, fær viðurkenningu fyrir efnahagsárangurinn með haftakrónunni. En alls ekki Framsóknarflokkurinn. Það er grafalvarlegt mál, fyrir flokk forsætisráðherra, hvernig fylgið hefur hrunið af flokknum. Kjörfylgi Framsóknarflokksins varð minnst, allavega á seinni tímum, í kosningunum 2007, þegar flokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða og aðeins sjö þingmenn. Það voru kosningarnar eftir að Halldór Ásgrímsson hafði um tíma gegnt embætti forsætisráðherra. Nú mælist flokkurinn með aðeins 8,7 prósent og fengi einungis sex þingmenn. Engum dylst hversu alvarlegt þetta er, nema kannski þingflokksformanninum, sem sagði við Fréttablaðið: „Við höfum ákveðið að dvelja ekki við skoðanakannanir.“ Þessi orð eru léttvægari en orð er á gerandi. Ekki nokkur manneskja trúir því að það fólk, sem ber ábyrgð á Framsóknarflokknum, geti ákveðið að dvelja ekki við skoðanakannanir. Við bætist, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag, að einungis rétt um þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina. Og ekki bara það, meira en tíundi hver sem segist enn ætla að kjósa Framsókn styður ekki ríkis- stjórn Framsóknarflokksins. Óðum styttist í opinberun skuldaleiðréttinganna. Fari svo, sem suma grunar, að niðurstaðan þar verði undir væntingum mun enn fjara undan Framsóknarflokknum, elsta flokki landsins sem verður aldargamall eftir rétt rúm tvö ár. Nei, Sigrún Magnúsdóttir og annað forystufólk Framsóknar- flokksins. Þið hafið fengið tækifæri til að segja skoðanir ykkar, hugsanir, fyrirætlanir og allt sem þið teljið eiga erindi við kjósend- ur. Hafi ekki tekist að koma sjónarmiðunum á framfæri er aðeins við Framsóknarflokkinn að sakast. Þingmaður flokksins vill blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju. Það þarf trúlegast annað og meira en verksmiðju til að snúa við fylgisþróun Fram- sóknarflokksins. Niðurstaða skoðanakönnunar er sumum áfall: Framsókn hrapar Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Ef skólayfirvöld vilja hafa það þannig að neysla áfeng-is í skólanum leiði til brott- vísunar án viðvörunar og áminn- ingar þá verða þau að segja það einhvers staðar. En þau gera það ekki. Aftast í skólareglunum segir þó raunar: „Viðurlög við broti á skóla- reglum geta verið eftirfarandi, eftir því hve skólayfirvöld telja brotið alvarlegt: Viðvörun kenn- ara eða umsjónarkennara, áminn- ing skólastjóra, brottrekstur, tímabundinn eða endanlegur.“ Aftur gæti einhver haldið að skólayfirvöld hafi gulltryggt sig með því að setja saman nógu opið ákvæði. En því fer fjarri. Svona óskýr refsiákvæði ganga ekki. Hvernig eiga nemendur að vita hvort skólayfirvöld telja hitt eða þetta brot á skólareglum alvar- legt? Í skólareglunum er líka stranglega bannað að reykja á skólalóð. Gætu reykingar á bíla- stæði leitt til tafarlausrar brott- vísunar úr skóla? Nei, bæði stjórnarskráin og Mannréttinda- sáttmáli Evrópu tryggja það að ef við ætlum að banna og refsa þá verður að vera alveg skýrt hvað sé bannað og hver refsingin getur orðið. Það má að sjálfsögðu skilja það að fólk vilji að virðing sé borin fyrir skólum og reglum þeirra. En sú harka sem skólinn virðist geta hugsað sér að sýna virkar samt ekki ýkja mannúðleg. Ef frá henni verður ekki hvikað þá er skólinn á gráu svæði. Menn missa ekki réttinn til réttlátrar málsmeðferðar við það að detta í það. Óskýr refsiákvæði Grípum aðeins niður í skólareglur Verzlunar-skóla Íslands. Í kaflanum „Vímuefni“ segir: „Stranglega er bannað að hafa um hönd áfengi og önnur vímuefni eða vera undir áhrifum þeirra í húsnæði skólans og á lóð hans.“ Miðað við fréttirn- ar virðist því sem einhverjir nem- endur hafi brotið þessar reglur. Í skólareglunum segir einnig: „Brjóti nemandi skólareglur er honum veitt skrifleg viðvör- un áður en til áminningar kemur nema brotið sé þess eðlis að því verði ekki við komið, svo sem brot á almennum hegningarlög- um. Fái nemandi áminningu skal hún vera skrifleg þar sem fram kemur: tilefni áminningar og þau viðbrögð sem fylgja í kjölfarið brjóti nemandi aftur af sér […].“ Samkvæmt eigin reglum skól- ans verður því almennt að gefa viðvörun og áminningu áður en fólk er rekið úr skóla. Nefnd er ein undantekning, brot á almenn- um hegningarlögum. En neysla áfengis er ekki brot á lögum, hegningarlögum eða öðrum. Það er áfengisneysla fólks undir áfengiskaupaaldri heldur ekki. Áfengislög banna einungis að fólki undir tvítugu sé afhent áfengi. En það er ekki hægt að setja nítján ára konu í fangelsi fyrir að drekka sig fulla heima hjá sér. Hún sjálf brýtur engin lög. Kannski heldur fólk að með orðunum „svo sem“ í „svo sem brot á almennum hegningarlög- um“ sé skólinn búinn að tryggja sig til að mega gera hvað sem er. Það er auðvitað ekki þannig. Und- antekningar sem þessar verður að túlka mjög þröngt. Og raunar heimilar undantekningin aðeins það að viðvörun sé sleppt, ekki áminningunni. Vilji menn hafa það öðruvísi verður að segja það. Veita þarf áminningu Í vikunni bárust fréttir af því að hópi ungra manna hefði verið vikið úr Verzlunarskóla Íslands vegna áfengisneyslu í húsakynnum skólans. Enn sem komið er er ekki fullkomlega ljóst hvort ákvörðunin sé endanleg. Ein ummæli skólastjórans mátti skilja sem svo að viðkomandi mættu koma á skrifstofu hans með skottið á milli lappanna og skýra mál sitt. Það er auðvitað góður kostur að biðjast afsökunar og lofa betrun. Bæði er það vænlegast til árang- urs og líka er það bara það sem maður á að gera þegar maður gerir mistök. En í ljósi þess að ungt fólk þekk- ir stundum ekki rétt sinn er mik- ilvægt að árétta eitt: Ef skólinn gefur nemend- unum ekki færi á að bæta sitt ráð þá er hann á hálum ís. Menn fyrirgera ekki réttindum sínum við það að gera heimskulega hluti. Um starfsemi framhaldsskóla gilda lög. Í þeim lögum segir meðal annars að skólar eigi að setja sér skólareglur og að í þeim skólareglum eigi að fjalla um með- ferð ágreiningsmála og viðurlög við brotum. Í lögunum segir líka að þegar kemur að brottvísun- um úr skóla eigi að fylgja ákvæð- um stjórnsýslulaga um málsmeð- ferð. Það skiptir strax máli því það þýðir að skólayfirvöld verða að rannsaka málið fyrir hvern og einn af þessum 16 einstaklingum, veita þeim andmælarétt, leiðbeina þeim um allar mögulegar kæru- leiðir og umfram allt að gæta með- alhófs. Fullir og réttindalausir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.